Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. október 2015 07:00 Ágústa Eva Erlendsdóttir verður einn af fjórum dómurum í Ísland Got Talent. Vísir/Valli Hin fjölhæfa Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur slegið í gegn í leikhúsi og með söng sínum, verður í dómnefnd Ísland Got Talent í vetur. Ágústa er fjórði og síðasti dómarinn sem kynntur er til leiks, en með henni í dómnefnd verða Jakob Frímann Magnússon, Dr. Gunni og Marta María Jónasdóttir blaðakona. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er auðvitað stór áskorun, en um leið virkilega spennandi,“ segir Ágústa Eva í samtali við Fréttablaðið.Á stærri skala „Ég fæ mikið út úr því að sjá ungt fólk stíga sín fyrstu skref á sviði, finnst það mjög skemmtilegt. Ég hef setið í fjölda dómnefnda á söngvakeppnum og slíku, en þetta er auðvitað á miklu stærri skala. Ég er spennt fyrir að sjá allt hæfileikafólkið sem mun stíga á svið,“ segir Ágústa Eva enn fremur. Hún hefur auðvitað slegið í gegn, til dæmis sem Lína Langsokkur og síðan keppti hún fyrir Íslands hönd í Eurovision sem Silvía Nótt. Telur hún að þessi víðtæka reynsla muni ekki koma henni að gagni? „Jú, auðvitað. Það er gott að hafa svona reynslu. Leiklistin er auðvitað svo víðfeðm, hún nær yfir tjáningarformið í heild. Hvort sem það er söngur, töfrabrögð eða bara einhvers konar atriði. Maður getur þá kannski frekar reynt að setja sig í spor þeirra sem keppa og þannig nýtt reynsluna til þess að veita uppbyggilega gagnrýni og gefa ráð.“„Umhverfisspilari“ Í þáttum eins og Ísland Got Talent er oft mikil pressa á dómurum og má sjá, víða um heim, hvernig þeir beita mismunandi taktík við að koma skoðun sinni til skila. Sumir eru harðir, aðrir mjúkir. „Ég verð fyrst og fremst þarna á minni eigin sannfæringu. Ég er miklu meyrari í mér en margir kannski halda, út frá Silvíu Nótt og slíku. En auðvitað spilast þetta allt út frá því hvað kemur upp á borð. Auðvitað er vandmeðfarið að vera dómari í svona keppni þar sem margir eru að koma fram í fyrsta sinn. Ég held að ég verði ekki „vondi kallinn“ í þáttunum, en þetta kemur bara allt í ljós. Ég er „umhverfisspilari“; ég spila allt bara svolítið eftir því sem gerist og met aðstæður hverju sinni.“Mamma sem tárast Ágústa telur ómögulegt að segja til um hvort hún muni ýta á gullhnappinn fræga, sem kemur keppendum samstundis áfram, í gegnum prufur. „Það spilast bara eftir því sem kemur til okkar. Ég á fjögurra ára strák og eftir að ég varð mamma fór ég að tárast yfir alls konar hlutum. Ég á það til að verða hrifnæm og það getur verið mikið pönk í mér. Þannig að það er aldrei að vita.“ Ágústa segist jafnframt hlakka til að vinna með hinum þremur dómurunum. „Já, þetta er fólk úr öllum áttum, þetta er mjög fjölbreyttur hópur og ég hef fulla trú á því að þetta eigi eftir að verða virkilega skemmtilegt.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Hin fjölhæfa Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur slegið í gegn í leikhúsi og með söng sínum, verður í dómnefnd Ísland Got Talent í vetur. Ágústa er fjórði og síðasti dómarinn sem kynntur er til leiks, en með henni í dómnefnd verða Jakob Frímann Magnússon, Dr. Gunni og Marta María Jónasdóttir blaðakona. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er auðvitað stór áskorun, en um leið virkilega spennandi,“ segir Ágústa Eva í samtali við Fréttablaðið.Á stærri skala „Ég fæ mikið út úr því að sjá ungt fólk stíga sín fyrstu skref á sviði, finnst það mjög skemmtilegt. Ég hef setið í fjölda dómnefnda á söngvakeppnum og slíku, en þetta er auðvitað á miklu stærri skala. Ég er spennt fyrir að sjá allt hæfileikafólkið sem mun stíga á svið,“ segir Ágústa Eva enn fremur. Hún hefur auðvitað slegið í gegn, til dæmis sem Lína Langsokkur og síðan keppti hún fyrir Íslands hönd í Eurovision sem Silvía Nótt. Telur hún að þessi víðtæka reynsla muni ekki koma henni að gagni? „Jú, auðvitað. Það er gott að hafa svona reynslu. Leiklistin er auðvitað svo víðfeðm, hún nær yfir tjáningarformið í heild. Hvort sem það er söngur, töfrabrögð eða bara einhvers konar atriði. Maður getur þá kannski frekar reynt að setja sig í spor þeirra sem keppa og þannig nýtt reynsluna til þess að veita uppbyggilega gagnrýni og gefa ráð.“„Umhverfisspilari“ Í þáttum eins og Ísland Got Talent er oft mikil pressa á dómurum og má sjá, víða um heim, hvernig þeir beita mismunandi taktík við að koma skoðun sinni til skila. Sumir eru harðir, aðrir mjúkir. „Ég verð fyrst og fremst þarna á minni eigin sannfæringu. Ég er miklu meyrari í mér en margir kannski halda, út frá Silvíu Nótt og slíku. En auðvitað spilast þetta allt út frá því hvað kemur upp á borð. Auðvitað er vandmeðfarið að vera dómari í svona keppni þar sem margir eru að koma fram í fyrsta sinn. Ég held að ég verði ekki „vondi kallinn“ í þáttunum, en þetta kemur bara allt í ljós. Ég er „umhverfisspilari“; ég spila allt bara svolítið eftir því sem gerist og met aðstæður hverju sinni.“Mamma sem tárast Ágústa telur ómögulegt að segja til um hvort hún muni ýta á gullhnappinn fræga, sem kemur keppendum samstundis áfram, í gegnum prufur. „Það spilast bara eftir því sem kemur til okkar. Ég á fjögurra ára strák og eftir að ég varð mamma fór ég að tárast yfir alls konar hlutum. Ég á það til að verða hrifnæm og það getur verið mikið pönk í mér. Þannig að það er aldrei að vita.“ Ágústa segist jafnframt hlakka til að vinna með hinum þremur dómurunum. „Já, þetta er fólk úr öllum áttum, þetta er mjög fjölbreyttur hópur og ég hef fulla trú á því að þetta eigi eftir að verða virkilega skemmtilegt.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30