Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2015 15:03 Lars og Heimir þakka áhorfendum á Laugardalsvelli fyrir stuðninginn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM. vísir/vilhelm Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París 12. desember næstkomandi en leikið verður í sex fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslit sem og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Með góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM sem framundan eru, gegn Lettlandi og Tyrklandi, og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum gæti Ísland komist upp í 3. styrkleikaflokk.Sjá einnig: Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þegar landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi var tilkynntur, að liðið hefði mikla hvatningu til að vinna leikina tvo, þrátt fyrir að EM-sætið sé þegar tryggt. „Fyrsta markmiðið er það sama og alltaf, að vinna leikina, og svo er það mikilvægt fyrir okkur að vinna leikina til að reyna að komast upp um styrkleikaflokk. Við erum í erfiðri stöðu en þetta ræðst á okkar úrslitum og hvaða lið komast á EM,“ sagði Lars. Fyrri leikurinn í þessum landsleikjatvíhöfða er gegn Lettlandi á Laugardalsvelli 10. október. Þremur dögum síðar leikur Ísland lokaleik sinn í riðlinum gegn Tyrklandi í borginni Konya. Leikurinn gæti skipt miklu máli fyrir Tyrki sem eru í mikilli baráttu við Holland um 3. sætið í riðlinum sem gefur annað hvort sæti á EM eða í umspili um sæti í lokakeppninni. Tyrkir, sem eru í 3. sætinu fyrir tvo síðustu leikina, mæta Tékkum í fyrri leiknum á meðan Hollendingar sækja Kasakstan heim. Lars segir að íslenska liðið verði að leggja sig allt fram í leiknum við Tyrkland og sýna andstæðingnum virðingu. „Ef Tyrkland og Holland eru enn í baráttu um 3. sætið verðum við hafa háttvísi í huga í undirbúningi okkar og frammistöðu í þeim leik,“ sagði Lars og bætti við að tyrkneskir fjölmiðlar hefðu eflaust mikinn áhuga á því hvernig íslenska liðið ætlaði að nálgast leikinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira
Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París 12. desember næstkomandi en leikið verður í sex fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslit sem og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Með góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM sem framundan eru, gegn Lettlandi og Tyrklandi, og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum gæti Ísland komist upp í 3. styrkleikaflokk.Sjá einnig: Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þegar landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi var tilkynntur, að liðið hefði mikla hvatningu til að vinna leikina tvo, þrátt fyrir að EM-sætið sé þegar tryggt. „Fyrsta markmiðið er það sama og alltaf, að vinna leikina, og svo er það mikilvægt fyrir okkur að vinna leikina til að reyna að komast upp um styrkleikaflokk. Við erum í erfiðri stöðu en þetta ræðst á okkar úrslitum og hvaða lið komast á EM,“ sagði Lars. Fyrri leikurinn í þessum landsleikjatvíhöfða er gegn Lettlandi á Laugardalsvelli 10. október. Þremur dögum síðar leikur Ísland lokaleik sinn í riðlinum gegn Tyrklandi í borginni Konya. Leikurinn gæti skipt miklu máli fyrir Tyrki sem eru í mikilli baráttu við Holland um 3. sætið í riðlinum sem gefur annað hvort sæti á EM eða í umspili um sæti í lokakeppninni. Tyrkir, sem eru í 3. sætinu fyrir tvo síðustu leikina, mæta Tékkum í fyrri leiknum á meðan Hollendingar sækja Kasakstan heim. Lars segir að íslenska liðið verði að leggja sig allt fram í leiknum við Tyrkland og sýna andstæðingnum virðingu. „Ef Tyrkland og Holland eru enn í baráttu um 3. sætið verðum við hafa háttvísi í huga í undirbúningi okkar og frammistöðu í þeim leik,“ sagði Lars og bætti við að tyrkneskir fjölmiðlar hefðu eflaust mikinn áhuga á því hvernig íslenska liðið ætlaði að nálgast leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira