Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. október 2015 07:30 Búið er að ákveða að Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og einn þekktasti tónlistarmaður landsins í áratugaraðir, verði í dómnefndinni í Ísland Got Talent í vetur. Tekur Jakob þær sæti Bubba Morthens, sem hefur mikla reynslu af dómarastörfum í svona þáttum, þar sem hann hefur bæði verið dómari í Ísland Got Talent og Idol stjörnuleit. Jakob segir að vissulega sé það viss áskorun og pressa að taka við af Bubba, án þess að hann ætli sérstaklega að reyna að líkja eftir reynsluboltanum. „Minn stíll verður bara minn stíll. Ég geri mér almennt far um að vera jákvæður og opinn. Stundum hefur verið bent á, bæði í gamni og alvöru, að ég hafi hlotið dýrmæta þjálfun í diplómasíu í utanríkisþjónustunni á sínum tíma “ útskýrir hann en bætir við: „Maður reynir bara að vera sanngjarn og heiðarlegur. Ef niðustaða manns er ekki ávísun á já, þá ber að orða það það af kurteisi og varfærni.“ Jakob Frímann hefur fylgst vel með Ísland Got Talent og segir þáttinn vinsælan á heimilinu. „Þetta var eftirlætis sjónvarpsefni okkar á sunnudagskvöldum. Yngstu dætur mínar, þriggja ára og átta ára, eru afskaplega áhugasamar, einkum sú eldri. Hún hefur mjög sterkar skoðanir á þessu, sem maður fær beint í æð. Því mætti ætla að ég muni leitast við annars vegar að horfa á atriðin með augum hins margreynda og sjóaða sem hefur stýrt upptökum og starfað með mörgum ólíkum listamönnum gegn um tíðina, en jafnframt að ég muni freista þess að horfa og hlusta á atriðin með hliðsjón af hinni ungu og ómenguðu sál, sem er dóttir mín. Ekki það að ég geti haft hana í eyranu á meðan ég geri upp minn hug, heldur mun ég vonandi geta horft til hennar viðmiða og svissað yfir í hennar hugarheim þegar svo ber við.“ Jafnframt hvetur Jakob þá sem taka þátt til þess að mæta vel undirbúnir til leiks. „Með tíu milljónir króna hangandi á spýtunni, vonar maður að fólk taki þátt að vel ígrunduðu máli. Það þarf að huga að því stíga ekki fram fyrr en búið er að ná ákveðnum tökum á því sem ætlast er til að metið verði að verðleikum. Að fá höfnun getur hangið yfir fólki í nokkurn tíma og því er mikilvægt að taka ekki þátt í einhverju bríaríi, heldur að vel ígrunduðu máli og helst með vel þjálfað atriði. Ef þú varst að byrja að læra á gítar í síðasta mánuði eru meiri líkur en minni að þú sért ekki tilbúinn.“ Jakob hlakkar mikið til að setjast í dómarastólinn og taka þátt í þessum vinsæla þætti. „Ég hef heyrt af miklum áhuga og fjölda þátttakenda. Ég vona jafnframt að gullhnappurinn muni freista mín oftar en einu sinni og oftar en tvisvar . Við erum fámenn þjóð, en virðumst samt alltaf eiga gnótt af nýju og fersku hæfileikafólki.” Jakob vonast til þess að sigurvegarinn muni geta nýtt þann meðbyr sem hlýst úr þáttunum til þess að styrkja sig og ná enn lengra á sínu sviði. „Niðurstaðan úr þættinum er auðvitað bara einum í vil í lokin og stundum getur það verið einhverjum tilviljunum háð. Margir geta komið til greina, en aðeins einn mun að lokum verða verðugur handhafi hinna stóru verðlauna. Mín von er að að sá eða sú sem verðlaunin hlýtur muni jafnframt öðlast aukið vængjahaf og svífa til nýrra hæða í lífi og starfi.“ Ísland Got Talent Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Búið er að ákveða að Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og einn þekktasti tónlistarmaður landsins í áratugaraðir, verði í dómnefndinni í Ísland Got Talent í vetur. Tekur Jakob þær sæti Bubba Morthens, sem hefur mikla reynslu af dómarastörfum í svona þáttum, þar sem hann hefur bæði verið dómari í Ísland Got Talent og Idol stjörnuleit. Jakob segir að vissulega sé það viss áskorun og pressa að taka við af Bubba, án þess að hann ætli sérstaklega að reyna að líkja eftir reynsluboltanum. „Minn stíll verður bara minn stíll. Ég geri mér almennt far um að vera jákvæður og opinn. Stundum hefur verið bent á, bæði í gamni og alvöru, að ég hafi hlotið dýrmæta þjálfun í diplómasíu í utanríkisþjónustunni á sínum tíma “ útskýrir hann en bætir við: „Maður reynir bara að vera sanngjarn og heiðarlegur. Ef niðustaða manns er ekki ávísun á já, þá ber að orða það það af kurteisi og varfærni.“ Jakob Frímann hefur fylgst vel með Ísland Got Talent og segir þáttinn vinsælan á heimilinu. „Þetta var eftirlætis sjónvarpsefni okkar á sunnudagskvöldum. Yngstu dætur mínar, þriggja ára og átta ára, eru afskaplega áhugasamar, einkum sú eldri. Hún hefur mjög sterkar skoðanir á þessu, sem maður fær beint í æð. Því mætti ætla að ég muni leitast við annars vegar að horfa á atriðin með augum hins margreynda og sjóaða sem hefur stýrt upptökum og starfað með mörgum ólíkum listamönnum gegn um tíðina, en jafnframt að ég muni freista þess að horfa og hlusta á atriðin með hliðsjón af hinni ungu og ómenguðu sál, sem er dóttir mín. Ekki það að ég geti haft hana í eyranu á meðan ég geri upp minn hug, heldur mun ég vonandi geta horft til hennar viðmiða og svissað yfir í hennar hugarheim þegar svo ber við.“ Jafnframt hvetur Jakob þá sem taka þátt til þess að mæta vel undirbúnir til leiks. „Með tíu milljónir króna hangandi á spýtunni, vonar maður að fólk taki þátt að vel ígrunduðu máli. Það þarf að huga að því stíga ekki fram fyrr en búið er að ná ákveðnum tökum á því sem ætlast er til að metið verði að verðleikum. Að fá höfnun getur hangið yfir fólki í nokkurn tíma og því er mikilvægt að taka ekki þátt í einhverju bríaríi, heldur að vel ígrunduðu máli og helst með vel þjálfað atriði. Ef þú varst að byrja að læra á gítar í síðasta mánuði eru meiri líkur en minni að þú sért ekki tilbúinn.“ Jakob hlakkar mikið til að setjast í dómarastólinn og taka þátt í þessum vinsæla þætti. „Ég hef heyrt af miklum áhuga og fjölda þátttakenda. Ég vona jafnframt að gullhnappurinn muni freista mín oftar en einu sinni og oftar en tvisvar . Við erum fámenn þjóð, en virðumst samt alltaf eiga gnótt af nýju og fersku hæfileikafólki.” Jakob vonast til þess að sigurvegarinn muni geta nýtt þann meðbyr sem hlýst úr þáttunum til þess að styrkja sig og ná enn lengra á sínu sviði. „Niðurstaðan úr þættinum er auðvitað bara einum í vil í lokin og stundum getur það verið einhverjum tilviljunum háð. Margir geta komið til greina, en aðeins einn mun að lokum verða verðugur handhafi hinna stóru verðlauna. Mín von er að að sá eða sú sem verðlaunin hlýtur muni jafnframt öðlast aukið vængjahaf og svífa til nýrra hæða í lífi og starfi.“
Ísland Got Talent Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira