Bræðurnir fylgdust spenntir með vatninu renna í lón Reykdalsstíflu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2015 12:18 Einar Árni Bjarnason, eldri bróðirinn, fylgist spenntur með. vísir/vilhelm Bræðurnir tveir sem voru hætt komnir þegar þeir festust í affalli Reykdalsstíflu við lækinn í Hafnarfirði í apríl fylgdust spenntir með þegar lónið var fyllt í gær. Hafdís Jónsdóttir, móðir drengjanna, segir þá vel treysta sér til að leika sér við stífluna. Þeir þurfi þó að biðja um leyfi vilji þeir fara þangað. Hafdís Jónsdóttir og Bjarni Einarsson, foreldrar drengjanna. „Þeir eru báðir mjög hressir. Við tókum ákvörðun um að flytja suður eftir slysið og gistum núna í íbúð skammt frá læknum, þannig að strákarnir leika sér alveg þarna, en bara með mínu samþykki,“ segir Hafdís, en fjölskyldan bjó fyrr á þessu ári á Tálknafirði. Hún segir atburðinn vissulega hafa tekið á fjölskylduna, en segist afar þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. „Þetta var svo góður endir að það er ekki annað hægt en að jafna sig á þessu.“ Drengirnir festust í affallinu er þeir ætluðu að sækja bolta sem fastur var í rennu í stíflunni. Yngri strákurinn fór fyrst út í vatnið en festist, þannig að eldri strákurinn fór á eftir honum, en við það festist hann sjálfur og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Aðstæður á svæðinu voru afar erfiðar, svo mjög að tveir karlmenn festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. „Þetta var svo góður endir að það er ekki annað hægt en að jafna sig á þessu.“vísir/vilhelm Drengirnir voru báðir fluttir þungt haldnir á sjúkrahús. Sá eldri þurfti á endurlífgun að halda, en var útskrifaður af sjúkrahúsi einungis nokkrum dögum eftir slysið. Yngri drengnum var haldið sofandi í nokkra daga og útskrifaður af gjörgæsludeild um viku síðar. Við það tók lengra bataferli á Barnaspítala Hringsins. Sem fyrr segir var lónið fyllt í gær. Verkfræðistofunni Verkís var falið að koma með hugmyndir um hvernig bæta mætti öryggi við stífluna og lá álit hennar fyrir í ágúst síðastliðnum. Þróin fyrir neðan yfirvallið var fyllt af sérvöldu grjóti, kaðlar voru settir á veggina og farvegurinn frá kerinu dýpkaður og hreinsaður. Fylgst verður sérstaklega með lóninu næstu misseri, og málið endurskoðað, verði talin á því þörf.Slysið í Reykdalsstíflu vakti mikinn óhug meðal þjóðarinnar í apríl. Slysið verður til umfjöllunar í fyrsta þætti Neyðarlínunnar á Stöð 2 þann 11. október.Viðtal við foreldrana Hafdísi og Bjarna frá því í apríl má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Búið að fylla lón Reykdalsstíflu Ákvörðun var tekin um að tæma lón stíflunnar eftir að tveir ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir festust í yfirfallinu við stífluna í apríl síðastliðnum. 1. október 2015 10:55 Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Drengurinn útskrifaður af gjörgæslu Ungi drengurinn sem lenti í sjálfheldu í Reykdalsstíflu er komin á Barnaspítala Hringsins. Batahorfur sagðar góðar. 19. apríl 2015 11:27 Gott að sjá drenginn heilan á húfi Mikil mildi er að ekki fór verr þegar tveir drengir, níu og tólf ára bræður, féllu í vatnið við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði í síðustu viku. Þar er ekki síst að þakka skjótum viðbrögðum þeirra sem fyrstir voru á vettvang. 20. apríl 2015 20:00 Hafnfirðingar senda kveðjur Slysið við Reykdalsstíflu. 24. apríl 2015 06:00 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu grípa til aðgerða við stífluna Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu grípa til aðgerða og breytinga á svæðinu við Reykdalsstíflu, þar sem tveir ungir drengir lentu í lífsháska í síðustu viku, til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Þar til verður lónið tómt. Sextán ára stúlka vann mikið afrek þegar hún aðstoðaði við björgun drengjanna. 20. apríl 2015 19:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Bræðurnir tveir sem voru hætt komnir þegar þeir festust í affalli Reykdalsstíflu við lækinn í Hafnarfirði í apríl fylgdust spenntir með þegar lónið var fyllt í gær. Hafdís Jónsdóttir, móðir drengjanna, segir þá vel treysta sér til að leika sér við stífluna. Þeir þurfi þó að biðja um leyfi vilji þeir fara þangað. Hafdís Jónsdóttir og Bjarni Einarsson, foreldrar drengjanna. „Þeir eru báðir mjög hressir. Við tókum ákvörðun um að flytja suður eftir slysið og gistum núna í íbúð skammt frá læknum, þannig að strákarnir leika sér alveg þarna, en bara með mínu samþykki,“ segir Hafdís, en fjölskyldan bjó fyrr á þessu ári á Tálknafirði. Hún segir atburðinn vissulega hafa tekið á fjölskylduna, en segist afar þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. „Þetta var svo góður endir að það er ekki annað hægt en að jafna sig á þessu.“ Drengirnir festust í affallinu er þeir ætluðu að sækja bolta sem fastur var í rennu í stíflunni. Yngri strákurinn fór fyrst út í vatnið en festist, þannig að eldri strákurinn fór á eftir honum, en við það festist hann sjálfur og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Aðstæður á svæðinu voru afar erfiðar, svo mjög að tveir karlmenn festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. „Þetta var svo góður endir að það er ekki annað hægt en að jafna sig á þessu.“vísir/vilhelm Drengirnir voru báðir fluttir þungt haldnir á sjúkrahús. Sá eldri þurfti á endurlífgun að halda, en var útskrifaður af sjúkrahúsi einungis nokkrum dögum eftir slysið. Yngri drengnum var haldið sofandi í nokkra daga og útskrifaður af gjörgæsludeild um viku síðar. Við það tók lengra bataferli á Barnaspítala Hringsins. Sem fyrr segir var lónið fyllt í gær. Verkfræðistofunni Verkís var falið að koma með hugmyndir um hvernig bæta mætti öryggi við stífluna og lá álit hennar fyrir í ágúst síðastliðnum. Þróin fyrir neðan yfirvallið var fyllt af sérvöldu grjóti, kaðlar voru settir á veggina og farvegurinn frá kerinu dýpkaður og hreinsaður. Fylgst verður sérstaklega með lóninu næstu misseri, og málið endurskoðað, verði talin á því þörf.Slysið í Reykdalsstíflu vakti mikinn óhug meðal þjóðarinnar í apríl. Slysið verður til umfjöllunar í fyrsta þætti Neyðarlínunnar á Stöð 2 þann 11. október.Viðtal við foreldrana Hafdísi og Bjarna frá því í apríl má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Búið að fylla lón Reykdalsstíflu Ákvörðun var tekin um að tæma lón stíflunnar eftir að tveir ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir festust í yfirfallinu við stífluna í apríl síðastliðnum. 1. október 2015 10:55 Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Drengurinn útskrifaður af gjörgæslu Ungi drengurinn sem lenti í sjálfheldu í Reykdalsstíflu er komin á Barnaspítala Hringsins. Batahorfur sagðar góðar. 19. apríl 2015 11:27 Gott að sjá drenginn heilan á húfi Mikil mildi er að ekki fór verr þegar tveir drengir, níu og tólf ára bræður, féllu í vatnið við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði í síðustu viku. Þar er ekki síst að þakka skjótum viðbrögðum þeirra sem fyrstir voru á vettvang. 20. apríl 2015 20:00 Hafnfirðingar senda kveðjur Slysið við Reykdalsstíflu. 24. apríl 2015 06:00 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu grípa til aðgerða við stífluna Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu grípa til aðgerða og breytinga á svæðinu við Reykdalsstíflu, þar sem tveir ungir drengir lentu í lífsháska í síðustu viku, til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Þar til verður lónið tómt. Sextán ára stúlka vann mikið afrek þegar hún aðstoðaði við björgun drengjanna. 20. apríl 2015 19:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Búið að fylla lón Reykdalsstíflu Ákvörðun var tekin um að tæma lón stíflunnar eftir að tveir ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir festust í yfirfallinu við stífluna í apríl síðastliðnum. 1. október 2015 10:55
Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30
Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11
Drengurinn útskrifaður af gjörgæslu Ungi drengurinn sem lenti í sjálfheldu í Reykdalsstíflu er komin á Barnaspítala Hringsins. Batahorfur sagðar góðar. 19. apríl 2015 11:27
Gott að sjá drenginn heilan á húfi Mikil mildi er að ekki fór verr þegar tveir drengir, níu og tólf ára bræður, féllu í vatnið við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði í síðustu viku. Þar er ekki síst að þakka skjótum viðbrögðum þeirra sem fyrstir voru á vettvang. 20. apríl 2015 20:00
Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu grípa til aðgerða við stífluna Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu grípa til aðgerða og breytinga á svæðinu við Reykdalsstíflu, þar sem tveir ungir drengir lentu í lífsháska í síðustu viku, til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Þar til verður lónið tómt. Sextán ára stúlka vann mikið afrek þegar hún aðstoðaði við björgun drengjanna. 20. apríl 2015 19:30