Innlent

Kennt verður við MR á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn í Reykjavík. Vísir/Stefán
Kennt verður við Menntaskólann í Reykjavík á morgun en þar var lokað í dag vegna verkfallsaðgerða SFR. Félagar í stéttarfélaginu sjá um ræstingar í skólanum og sagði Yngvi Pétursson rektor í kvöldfréttum Stöðvar tvö að fyrst og fremst hafi þurft að loka vegna óboðlegs ástands á salernum.

Í tölvupósti til nemenda MR segir Yngvi að ástandið verði áfram metið frá degi til dags en eftir heimsókn fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafi staðan verið metin þannig að unnt sé að kenna á morgun.

Yngvi þakkar nemendum skólans fyrir góða umgengni síðustu daga og vonast eftir því að þeir haldi því áfram á morgun, síðasta daginn í þessari verkfallslotu SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×