Víða lokaðar dyr vegna verkfalls: „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. október 2015 18:30 Stofnanir eru víða lokaðar og skilaboð þessa efnis á læstum hurðum. MYND/Einar Árnason Verkföll á sjötta þúsund ríkisstarfsmanna hafa lamað starfsemi á annað hundrað stofana í dag. Eldri borgarar hafa lent í erfiðleikum með að fá lyf sín endurnýjuð og skólar verið lokaðir vegna verkfallsaðgerðanna. Verkföll SFR og sjúkraliða hófust á fimmtudaginn í síðustu viku. Um allsherjarverkfall er að ræða á Landspítalanum, hjá Tollstjóranum, hjá Sýslumannsembættum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Skemmri verkföll eru síðan hjá starfsmönnum ríflega hundrað og fimmtíu stofnana til viðbótar og hófst önnur lota þeirra á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld. Verkfallsaðgerðirnar hafa víða veruleg áhrif. Meðal annars á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins. Þar var sumum til dæmis vísað frá í dag sem þurftu að fá skrifað upp á lyf sín. „Ég þarf að taka alltaf meðul dags daglega og nú fer mig að vanta inn í og þetta er ekkert létt fyrir mann,“ segir Sigríður Eyjólfsdóttir sem mætti á heilsugæslustöð sína í dag til að fá skrifað upp á lyf. Henni var vísað frá og bent á að fara á Læknavaktina á Smáratorgi. „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir að þurfa að fara að þvælast upp á Smáratorg. Sko ég bý nú í Grafarvoginum og þetta er ansi langt hjá manni að fara,“ segir Sigríður. Víða kom fólk að lokuðum dyrum í dag. Þeir sem sjá um móttöku á stofnunum eru í verkfalli og þá var heldur ekki svarað í síma hjá mörgum stofnunum. Meirihluti þeirra sem starfa í þjónustumiðstöð Tryggingarstofnunar eru félagar í SFR sem eru í verkfalli. „Það eru margir sem að bíða eftir að komast á greiðslur og það tefst vegna þess að læknaritararnir uppi á réttindasviði eru líka í verkfalli. Þannig að okkar langi biðtími hann mun lengjast enn frekar,“ segir Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs Tryggingarstofnunar. Kennsla féll niður að mestu leyti í Háskóla Íslands í dag og í nokkrum framhaldsskólum vegna verkfallsaðgerðanna. Meðal annars Menntaskólanum við Reykjavík. Þar sjá SFR félagar um ræstingar en þeir eru í verkfalli. „Staðan er bara skelfileg. Því miður þá þurftum við að loka í dag og það var fyrst og fremst vegna ástands á salernum sem að var í rauninni ekki boðlegt að mínu mati,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Verkföll á sjötta þúsund ríkisstarfsmanna hafa lamað starfsemi á annað hundrað stofana í dag. Eldri borgarar hafa lent í erfiðleikum með að fá lyf sín endurnýjuð og skólar verið lokaðir vegna verkfallsaðgerðanna. Verkföll SFR og sjúkraliða hófust á fimmtudaginn í síðustu viku. Um allsherjarverkfall er að ræða á Landspítalanum, hjá Tollstjóranum, hjá Sýslumannsembættum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Skemmri verkföll eru síðan hjá starfsmönnum ríflega hundrað og fimmtíu stofnana til viðbótar og hófst önnur lota þeirra á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld. Verkfallsaðgerðirnar hafa víða veruleg áhrif. Meðal annars á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins. Þar var sumum til dæmis vísað frá í dag sem þurftu að fá skrifað upp á lyf sín. „Ég þarf að taka alltaf meðul dags daglega og nú fer mig að vanta inn í og þetta er ekkert létt fyrir mann,“ segir Sigríður Eyjólfsdóttir sem mætti á heilsugæslustöð sína í dag til að fá skrifað upp á lyf. Henni var vísað frá og bent á að fara á Læknavaktina á Smáratorgi. „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir að þurfa að fara að þvælast upp á Smáratorg. Sko ég bý nú í Grafarvoginum og þetta er ansi langt hjá manni að fara,“ segir Sigríður. Víða kom fólk að lokuðum dyrum í dag. Þeir sem sjá um móttöku á stofnunum eru í verkfalli og þá var heldur ekki svarað í síma hjá mörgum stofnunum. Meirihluti þeirra sem starfa í þjónustumiðstöð Tryggingarstofnunar eru félagar í SFR sem eru í verkfalli. „Það eru margir sem að bíða eftir að komast á greiðslur og það tefst vegna þess að læknaritararnir uppi á réttindasviði eru líka í verkfalli. Þannig að okkar langi biðtími hann mun lengjast enn frekar,“ segir Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs Tryggingarstofnunar. Kennsla féll niður að mestu leyti í Háskóla Íslands í dag og í nokkrum framhaldsskólum vegna verkfallsaðgerðanna. Meðal annars Menntaskólanum við Reykjavík. Þar sjá SFR félagar um ræstingar en þeir eru í verkfalli. „Staðan er bara skelfileg. Því miður þá þurftum við að loka í dag og það var fyrst og fremst vegna ástands á salernum sem að var í rauninni ekki boðlegt að mínu mati,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04