Mávurinn í nýjum ham Sigríður Jónsdóttir skrifar 19. október 2015 10:30 Leikhús. Mávurinn eftir Anton Tsjékhov. Sýnt í Borgarleikhúsinu. Leikstjórn: Yana Ross Leikarar: Björn Stefánsson, Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Björn Thors, Halldóra Geirharðsdóttir, Waraporn Chanse og Guðrún Snæfríður Gísladóttir Leikmynd: Zane Pihlström Búningar: Filippía Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Dramatúrg: Aina Bergroth. Mávurinn eftir Anton Tsjékhov er eitt af þekktustu leikverkum sögunnar en grátbrosleg örlög Konstantín, Írenu og þeirra nánasta fólks eru fyrir löngu orðin klassík. Að þessu sinni heldur leikstjórinn Yana Ross utan um Mávinn sem frumsýnt var síðasta föstudag á stóra sviði Borgarleikhússins. Þeir áhorfendur sem eru að leita að Tsjékhov í hefðbundnu formi þurfa að fara annað. Handritið hefur farið hressilega í gegnum blandarann, en rjómatertur eins og Mávurinn hafa stundum gott af slíkri meðferð. Ingibjörg Haraldsdóttir þýðir en Kristín Eiríksdóttir fór yfir þann texta og að lokum tók Eiríkur Örn Norðdahl við til að leggja lokahönd á verkið með hjálp leikhópsins. Öll nöfn eru íslenskuð, persónum er skeytt saman og textinn mikið endurskrifaður. En þrátt fyrir að hróflað sé við orðalagi er Mávurinn slíkt gæðaverk að innri kjarni verksins skín í gegn. Írena er eitt stærsta kvenhlutverk vestræna leikhúsheimsins og Halldóru Geirharðsdóttur bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn en hún er ein af okkar allra færustu leikkonum. Ekki er óalgengt að sviðsetja Írenu sem yfirþyrmandi dívu sem stelur öllum atriðum en Halldóra fer aðrar leiðir í sinni túlkun. Hennar Írena er fullkomlega meðvituð um vald sitt, í stað þess að berjast við móðursýkina bíður hún átekta og gerir síðan árás. Mávurinn markar tímamót hjá Birni Stefánssyni og Þuríði Blævi Jóhannsdóttur en bæði stíga þau hér sín fyrstu stóru skref í Borgarleikhúsinu. Björn leikur þjakaða sviðslistamanninn Konna sem berst við að finna sér stað í veröld sem er stjórnað af móður hans og stendur Björn sig vel þrátt fyrir að týnast stundum í húmorsleysinu. Þuríður Blær er spennandi leikkona sem á framtíðina fyrir sér en hún finnur miskunnarleysi í barnalegu frjálslyndi Nínu sem verður henni að falli. Ákvörðun Yönu um að tvöfalda Nínu í lokasenunni gengur algjörlega upp með góðri hjálp frá Guðrúnu Snæfríði Gísladóttur. Á hliðarlínunni situr Pétur, bróðir Írenu, leikinn af Jóhanni Sigurðarsyni en hann ber uppgjöfina og eftirsjá þessa manns utan á sér. Þagnir og augnalit Péturs eru átakanlega fallegar og harmrænar í höndum Jóhanns. Rithöfundurinn Trígorín hefur umbreyst í BT sem Björn Thors leikur af mikilli natni og þokka, þó að ræða hans renni örlítið út í sandinn í lok annars þáttar. Hilmir Snær Guðnason er reyndar aðeins of ungur til leika fæðingalæknirinn Dóra en bætir það upp með fínum leik og firnagóðri kómískri tímasetningu. Hilmar Guðjónsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leika vansæla parið Símon og Maríu en brúðkaup þeirra er einmitt vettvangur þriðja þáttar verksins sem er hápunktur sýningarinnar. Þau koma bæði sterk inn en Hilmar gleymir sér stundum í gríninu á meðan Þórunn Arna mætti draga aðeins úr tilfinningaseminni. Katla Margrét Þoreirsdóttir, sem leikur staðarhaldarann Pálínu, eins konar blöndu af hjónunum Sharmajev og Polínu, hverfur svolítið í sýningunni og persóna hennar verður óskýrari eftir því sem á líður. Samleikur hópsins er gríðargóður í krefjandi sviðsetningu en þau eru líka einstaklega söngvin í sýningunni; þau spila á hljóðfæri, bresta í söng og brjóta upp óþægilegar þagnir með gömlum slögurum. Tónlistin, í umsjá Gísla Galdurs Þorgeirssonar, er vel heppnuð en tónlistarinnskotin standa þó upp úr, lagið Run From Me eftir Timber Timbre er virkilega vel tímasett og útfært. Mávurinn ferðast frá rússnesku hefðarsetri yfir í ríkmannlegan íslenskan sumarbústað. Zane Pihlström leikmyndahönnuður gerir einstaklega vel með því að flysja leikmyndina í burtu lag fyrir lag, senu eftir senu, þangað til ekkert stendur eftir nema svartnættið. Sviðsmyndin er lifandi án þess að stela athygli frá framvindunni, styður vel við sýninguna og undirstrikar innra tómarúmið sem persónurnar berjast gegn. Búningar Filippíu I. Einarsdóttur og lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar eru að sama skapi vel heppnuð. Sýningin er löng, eiginlega of löng, en þagnirnar og endurtekningarnar verða stundum yfirgnæfandi án þess að bæta einhverju við sýninguna. Dramatúrgían er metnaðarfull og stórhuga sviðsetning Yönu Ross er ferskur andvari inn í leikár sem hefur byrjað ansi brösuglega en Mávurinn ber af, bæði brúðkaupsatriðið og lokasenan munu seint gleymast. Niðurstaða: Stórbrotin sýning. Ljómandi samleikur undir stjórn spennandi leikstjóra. Leikhús Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús. Mávurinn eftir Anton Tsjékhov. Sýnt í Borgarleikhúsinu. Leikstjórn: Yana Ross Leikarar: Björn Stefánsson, Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Björn Thors, Halldóra Geirharðsdóttir, Waraporn Chanse og Guðrún Snæfríður Gísladóttir Leikmynd: Zane Pihlström Búningar: Filippía Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Dramatúrg: Aina Bergroth. Mávurinn eftir Anton Tsjékhov er eitt af þekktustu leikverkum sögunnar en grátbrosleg örlög Konstantín, Írenu og þeirra nánasta fólks eru fyrir löngu orðin klassík. Að þessu sinni heldur leikstjórinn Yana Ross utan um Mávinn sem frumsýnt var síðasta föstudag á stóra sviði Borgarleikhússins. Þeir áhorfendur sem eru að leita að Tsjékhov í hefðbundnu formi þurfa að fara annað. Handritið hefur farið hressilega í gegnum blandarann, en rjómatertur eins og Mávurinn hafa stundum gott af slíkri meðferð. Ingibjörg Haraldsdóttir þýðir en Kristín Eiríksdóttir fór yfir þann texta og að lokum tók Eiríkur Örn Norðdahl við til að leggja lokahönd á verkið með hjálp leikhópsins. Öll nöfn eru íslenskuð, persónum er skeytt saman og textinn mikið endurskrifaður. En þrátt fyrir að hróflað sé við orðalagi er Mávurinn slíkt gæðaverk að innri kjarni verksins skín í gegn. Írena er eitt stærsta kvenhlutverk vestræna leikhúsheimsins og Halldóru Geirharðsdóttur bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn en hún er ein af okkar allra færustu leikkonum. Ekki er óalgengt að sviðsetja Írenu sem yfirþyrmandi dívu sem stelur öllum atriðum en Halldóra fer aðrar leiðir í sinni túlkun. Hennar Írena er fullkomlega meðvituð um vald sitt, í stað þess að berjast við móðursýkina bíður hún átekta og gerir síðan árás. Mávurinn markar tímamót hjá Birni Stefánssyni og Þuríði Blævi Jóhannsdóttur en bæði stíga þau hér sín fyrstu stóru skref í Borgarleikhúsinu. Björn leikur þjakaða sviðslistamanninn Konna sem berst við að finna sér stað í veröld sem er stjórnað af móður hans og stendur Björn sig vel þrátt fyrir að týnast stundum í húmorsleysinu. Þuríður Blær er spennandi leikkona sem á framtíðina fyrir sér en hún finnur miskunnarleysi í barnalegu frjálslyndi Nínu sem verður henni að falli. Ákvörðun Yönu um að tvöfalda Nínu í lokasenunni gengur algjörlega upp með góðri hjálp frá Guðrúnu Snæfríði Gísladóttur. Á hliðarlínunni situr Pétur, bróðir Írenu, leikinn af Jóhanni Sigurðarsyni en hann ber uppgjöfina og eftirsjá þessa manns utan á sér. Þagnir og augnalit Péturs eru átakanlega fallegar og harmrænar í höndum Jóhanns. Rithöfundurinn Trígorín hefur umbreyst í BT sem Björn Thors leikur af mikilli natni og þokka, þó að ræða hans renni örlítið út í sandinn í lok annars þáttar. Hilmir Snær Guðnason er reyndar aðeins of ungur til leika fæðingalæknirinn Dóra en bætir það upp með fínum leik og firnagóðri kómískri tímasetningu. Hilmar Guðjónsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leika vansæla parið Símon og Maríu en brúðkaup þeirra er einmitt vettvangur þriðja þáttar verksins sem er hápunktur sýningarinnar. Þau koma bæði sterk inn en Hilmar gleymir sér stundum í gríninu á meðan Þórunn Arna mætti draga aðeins úr tilfinningaseminni. Katla Margrét Þoreirsdóttir, sem leikur staðarhaldarann Pálínu, eins konar blöndu af hjónunum Sharmajev og Polínu, hverfur svolítið í sýningunni og persóna hennar verður óskýrari eftir því sem á líður. Samleikur hópsins er gríðargóður í krefjandi sviðsetningu en þau eru líka einstaklega söngvin í sýningunni; þau spila á hljóðfæri, bresta í söng og brjóta upp óþægilegar þagnir með gömlum slögurum. Tónlistin, í umsjá Gísla Galdurs Þorgeirssonar, er vel heppnuð en tónlistarinnskotin standa þó upp úr, lagið Run From Me eftir Timber Timbre er virkilega vel tímasett og útfært. Mávurinn ferðast frá rússnesku hefðarsetri yfir í ríkmannlegan íslenskan sumarbústað. Zane Pihlström leikmyndahönnuður gerir einstaklega vel með því að flysja leikmyndina í burtu lag fyrir lag, senu eftir senu, þangað til ekkert stendur eftir nema svartnættið. Sviðsmyndin er lifandi án þess að stela athygli frá framvindunni, styður vel við sýninguna og undirstrikar innra tómarúmið sem persónurnar berjast gegn. Búningar Filippíu I. Einarsdóttur og lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar eru að sama skapi vel heppnuð. Sýningin er löng, eiginlega of löng, en þagnirnar og endurtekningarnar verða stundum yfirgnæfandi án þess að bæta einhverju við sýninguna. Dramatúrgían er metnaðarfull og stórhuga sviðsetning Yönu Ross er ferskur andvari inn í leikár sem hefur byrjað ansi brösuglega en Mávurinn ber af, bæði brúðkaupsatriðið og lokasenan munu seint gleymast. Niðurstaða: Stórbrotin sýning. Ljómandi samleikur undir stjórn spennandi leikstjóra.
Leikhús Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira