Bubbi hlakkar til að spila á Airwaves Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. október 2015 09:30 Bubbi Morthens og Dimma ætla að rokka á Nasa á Iceland Airwaves. Vísir/Pjetur „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef alltaf fylgst með hátíðinni í gegnum tíðina og spottað hverjir eru að koma,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Hann kemur í fyrsta sinn fram á Airwaves-hátíðinni sem fram fer 4.-8. nóvember. Bubbi kemur þar fram ásamt hljómsveitinni Dimmu en þessir miklu rokkarar hafa leitt saman hesta sína undanfarna mánuði. „Ég hef einhvern tímann sagt að kynlíf sé eins og flúðasigling á bíldekki en að spila með Dimmu er eins og flúðasigling nakinn. Þetta band er makalaust, það er geðveikt að spila með þessum strákum,“ segir Bubbi. Hann og Dimma hafa verið að spila lög Das Kapital og Utangarðsmanna og hafa komið fram á nokkrum tónleikum undanfarna mánuði. „Þetta er mjög rokkpönkað prógramm og svo er metalreggí á milli.“ Tónleikar Bubba og Dimmu fara fram 5. nóvember á Nasa. „Það er virkilegt gaman að spila á Nasa aftur, þetta er frábært hús,“ bætir Bubbi við. Hann segir undirbúninginn fyrir tónleika með Dimmu vera talsvert öðruvísi en þegar hann stígur einn á svið með kassagítarinn. „Þetta er crossfit-keyrsla, það er upphitun og teygjur í klukkutíma fyrir tónleika, það er enginn afsláttur. Þetta er líkamsrækt og maður er örmagna eftir tónleikana,“ segir Bubbi. Hann boxar mikið fyrir tónleika til þess að hita sig upp. „Maður er eins og gamall dísiltrukkur, þegar maður er kominn í gang þá stoppar mann ekki neitt,“ segir Bubbi og hlær. Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Um 240 tónlistarmenn koma fram á Iceland Airwaves Dagskrá tónlistarhátíðarinnar var kynnt í dag. 25. september 2015 17:22 Vígaleg vegglistaverk spretta upp um borgina Víða um borgina spretta upp litrík vegglistaverk sem eru hluti af samstarfsverkefni Iceland Airwaves og Urban Nation Berlín. 30. september 2015 09:00 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef alltaf fylgst með hátíðinni í gegnum tíðina og spottað hverjir eru að koma,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Hann kemur í fyrsta sinn fram á Airwaves-hátíðinni sem fram fer 4.-8. nóvember. Bubbi kemur þar fram ásamt hljómsveitinni Dimmu en þessir miklu rokkarar hafa leitt saman hesta sína undanfarna mánuði. „Ég hef einhvern tímann sagt að kynlíf sé eins og flúðasigling á bíldekki en að spila með Dimmu er eins og flúðasigling nakinn. Þetta band er makalaust, það er geðveikt að spila með þessum strákum,“ segir Bubbi. Hann og Dimma hafa verið að spila lög Das Kapital og Utangarðsmanna og hafa komið fram á nokkrum tónleikum undanfarna mánuði. „Þetta er mjög rokkpönkað prógramm og svo er metalreggí á milli.“ Tónleikar Bubba og Dimmu fara fram 5. nóvember á Nasa. „Það er virkilegt gaman að spila á Nasa aftur, þetta er frábært hús,“ bætir Bubbi við. Hann segir undirbúninginn fyrir tónleika með Dimmu vera talsvert öðruvísi en þegar hann stígur einn á svið með kassagítarinn. „Þetta er crossfit-keyrsla, það er upphitun og teygjur í klukkutíma fyrir tónleika, það er enginn afsláttur. Þetta er líkamsrækt og maður er örmagna eftir tónleikana,“ segir Bubbi. Hann boxar mikið fyrir tónleika til þess að hita sig upp. „Maður er eins og gamall dísiltrukkur, þegar maður er kominn í gang þá stoppar mann ekki neitt,“ segir Bubbi og hlær.
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Um 240 tónlistarmenn koma fram á Iceland Airwaves Dagskrá tónlistarhátíðarinnar var kynnt í dag. 25. september 2015 17:22 Vígaleg vegglistaverk spretta upp um borgina Víða um borgina spretta upp litrík vegglistaverk sem eru hluti af samstarfsverkefni Iceland Airwaves og Urban Nation Berlín. 30. september 2015 09:00 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira
Um 240 tónlistarmenn koma fram á Iceland Airwaves Dagskrá tónlistarhátíðarinnar var kynnt í dag. 25. september 2015 17:22
Vígaleg vegglistaverk spretta upp um borgina Víða um borgina spretta upp litrík vegglistaverk sem eru hluti af samstarfsverkefni Iceland Airwaves og Urban Nation Berlín. 30. september 2015 09:00