Innlent

Verkföll hófust á miðnætti og fundað á ný upp úr hádegi

Gissur Sigurðsson skrifar
Fjármálaráðherra mætti mótmælendum á tröppum stjórnarráðsbyggingarinnar þegar hann kom þar til ríkisstjórnarfundar á föstudag.
Fjármálaráðherra mætti mótmælendum á tröppum stjórnarráðsbyggingarinnar þegar hann kom þar til ríkisstjórnarfundar á föstudag. vísir/anton
Tveggja sólarhringa verkfall félagsmanna í SFR og og sjúkraliðafélags Íslands, hófst á miðnætti og nær til vel á fjórða þúsund manns. Samningamenn ríkisins og þessara hópa hafa ræðst við hjá ríkissáttasemjara alla helgina og lauk  fundi um kvöldmatarleitið í gær.

Nýr fundur  hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara upp úr hádegi. Þessi fundahöld eru talin til lmarks um það að eitthvað þokist í samkomulagsátt, en samningamenn vilja ekki tjá sig efnislega um viðræðurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×