Innlent

Uppselt á bráðamóttökuna

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Eitthvað hefur verið um að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða.
Eitthvað hefur verið um að hjúkrunarfræðingar hafi gengið í störf sjúkraliða. vísir/vilhelm
Birna Ólafsdóttir formaður undanþágunefndar sjúkraliða og SFR í verkfallinu segist geta fullyrt eftir þrjátíu ár í störf fyrir stéttarfélag Sjúkraliða að Landsspítalinn hafi aldrei verið jafn illa mannaður. Rætt var við Birnu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Hjúkrunarfræðingar eiga að skilja hvernig verkföll ganga fyrir sig og hafa fullan skilning á þeim,“ segir Birna. Borið hefur á því að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða og ritara.

Það má lítið út af bregða

Sigríður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Flæðisviðs LSH segir að það sé uppselt á bráðamóttökuna, þar sé enginn laus bekkur og mikil aðsókn frá mikið veiku fólki. Það gangi hægar að koma fólki á deildir þar sem sé skortur á starfsfólki og skjólstæðingar Heilsugæslunnar reyni að leita á bráðamóttökuna þegar þeir fái ekki þjónustu þar. Því fólki sé oft vísað frá.

Hún segir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir helgina og það hafi gengið greiðlega. Það verði þau mjög tæp mönnun. Hún voni að ekkert komi upp á þannig að öryggi sjúklinga verði tryggt en það megi lítið út af bregða.


Tengdar fréttir

Skjótast milli húsa undan verkfallinu

Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×