200 g smjör
200 g sykur
200 g súkkulaði
4 egg
2 dl hveiti
1 tsk vanillusykur
Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti við vægan hita. Þeytið saman sykur og egg þar til blandan verður létt og ljós. Hellið súkkulaðiblöndunni út í og hrærið varlega saman. Bætið hveitinu og vanillusykri saman við í lokin og hellið deiginu í smurt form. Bakið við 180°C í 30 - 35 mínútur. Á meðan útbúið þið karamellusósuna
200 g sykur
2 msk smjör
½ - 1 dl rjómi
½ tsk salt (sjávarsalt er best að mínu mati)
100 g pekanhnetur
Aðferð: Setjið sykur á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu og pekanhnetum við.
Takið kökuna út úr ofninum eftir hálftíma og hellið sósunni yfir, bakið áfram í 5 mínútur. Gott er að kæla kökuna í forminu áður en þið berið hana fram.
Njótið vel.
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.
