Hörður Þórhallsson: „Mér finnst líklegt að ég sé skráður í Sjálfstæðisflokkinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2015 14:15 Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála. Vísir/Valli Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir ekki hægt að líta á Facebook-meldingu sem einbeittan vilja til að mæta á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Skipan hans sem framkvæmdastjóra þessarar nýstofnuðu stjórnstöðvar hefur verið til umtalsverðrar umræðu eftir að hún var tilkynnt 6. október síðastliðinn.Skipan Harðar er tímabundin, til sex mánaða, og þurfti því ekki að auglýsa starfið. Ýmsir hafa haldið því fram að Hörður hafi fengið þetta starf vegna tengsla hans við Sjálfstæðisflokkinn. Hörður segir í samtali við Vísi að honum þyki þessi umræða um hann afar dapurleg og verið sé að reyna að gera hann tortryggilegan til að koma höggi á aðra.Umtöluð mynd og Facebook-meldingStundin sagði frá því í síðustu viku að Hörður væri skráður til þátttöku á landsfund Sjálfstæðisflokksins og þá var birt mynd af Herði frá árinu 2013 þar sem hann sat til borðs ásamt meðal annarra Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Haraldi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins. Myndin var birt á Facebook og þar er Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, merktur inn á hana þó svo að hann sjáist ekki á henni. Á mánudag greindi Stundin frá því að Hörður hefði skráð sig til þátttöku á landsfund Sjálfstæðisflokksins í gegnum Facebook-viðburð flokksins en hefði síðar afskráð sig af mætingarlistanum. Hörður segir fráleitt að draga þá ályktun að hann hafi ætlað sér að mæta á landsfundinn vegna þess að hann var skráður á mætingarlista á Facebook.Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins en Hörður segir aldrei hafa staðið til af sinni hálfu að mæta á fund flokksins í næstu viku.Vísir/DaníelFacebook-melding ekki ígildi mætingar „Það þarf miklu meira en að melda sig á Facebook til að fara á landsfund, það þarf að fara í gegnum ákveðið ferli. Ég þarf að vera virkur í einhverju aðildarfélagi, svo skilst mér að fulltrúaráð flokksins þurfi að velja þig ef þú ferð ekki í gegnum aðildarfélag. Ég fór ekki inn í það ferli. Það var ekki ætlun mín að fara á landsfund sem landsfundarfulltrúi,“ segir Hörður. Hann segist fá fjölda beiðna um viðburði í gegnum Facebook eins og svo margir aðrir. „Ég get nefnt sem dæmi að í þessari sömu viku er ég búinn að melda mögulega mætingu á high scool-reunion í Suður-Kaliforníu þar sem ég var sem skiptinemi. Það var meira móralskur stuðningur við þá sem voru að skipuleggja þetta að ég sagðist mögulega ætla að mæta, þó ég ætlaði mér það ekki. Það er ekkert hægt að líta á þetta sem einhvern einbeittan vilja til að mæta á svona fund. Þetta er bara í mínum huga svona svipað og ég sé að læka eitthvað.“Jólaboð með æskuvinum úr Hagaskóla Hörður segir myndina sem Stundin birti af sér til borðs við nafntogaða sjálfstæðismenn hafa verið frá jólaboði með æskuvinum sínum úr Hagaskóla og sú mynd hafi verið tekin ófrjálsri hendi af Facebook-síðu hans. „Minn glæpur er sá að sumir þeirra eru mjög pólitískir og hafa verið að starfa í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef til þessa ekki þurft á stuðningi vina minna að halda til að fá vinnu. Það er bara þannig. Þannig að mér finnst mjög leiðinlegt hvernig verið að draga nafn mitt inn í þetta og gera það tortryggilegt hvernig ég fékk starfið.“„Hef mínar pólitískar skoðanir“ Spurður hvort hann sé skráður í Sjálfstæðisflokkinn svarar Hörður því að hann hafi sínar pólitískar skoðanir. „Málið er að það var hringt í mig frá Stundinni og svo kom spurning með formálanum: Nú höfum við fengið ábendingu um það að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Ert þú tengdur Sjálfstæðisflokknum? Þannig var þessu stillt upp fyrir mér. Ég hef mínar pólitískar skoðanir og hef enn þá atkvæðisrétt á Íslandi. Ég hef ekki verið virkur í pólitík í yfir tvo áratugi og ég get ekki með nokkru móti, sérstaklega í þessu samhengi varðandi þessa skipan, sagt að ég sé með tengingar inn í Sjálfstæðisflokkinn. Auðvitað er verið að ýja að því að í gegnum þessum tengingar hafi ég fengið þetta starf.“En ertu skráður í Sjálfstæðisflokkinn?„Mér finnst líklegt að ég sé skráður í Sjálfstæðisflokkinn en hef ekki verið virkur í stjórnmálastarfi í nokkra áratugi,“ segir Hörður sem segist ekki eiga nokkuð erindi á landsfund Sjálfstæðisflokkinn. „Ég á ekkert erindi á þennan fund vegna þess að væntanlega eru landsfundarfulltrúar virkir í Sjálfstæðisflokknum og ég er ekki virkur. Ég er ekki búinn að vera virkur í pólitík í tvo áratugi. Mín virkasta þátttaka var þegar ég bauð mig fram til Alþingiskosninga fyrir Alþýðubandalagið árið 1987. Að vísu er ég búinn að skipta um skoðun síðan þá.“Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ásamt Grími Sæmundsen, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, í Hörpu þar sem skipan Harðar var tilkynnt í síðustu viku. Vísir/PjeturFramkvæmdastjóri SAF nálgaðist hann Aðspurður segir hann Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, hafa sett sig í samband við sig vegna starfsins eftir að hafa fengið ábendingu um hann. Í framhaldinu hitti hann Helgu og Grím Sæmundsen, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, og áttu þau fund. Boðaður var annar fundur þar sem hann hitti Helgu eina og í framhaldi þess fundar var hann boðaður á fund með Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en Helga og Grímur sátu einnig þann fund. „Það var þriðja starfsviðtalið. Eftir það var mér formlega boðin þessi staða,“ segir Hörður.Gögnin verða að vera áreiðanlegEn hvert verður hans fyrsta verk sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðaþjónustunnar? „Þetta er náttúrlega alveg gríðarleg víðfeðmt og margir snertifletir í ferðaþjónustunni á Íslandi. Fyrsta sem ég mun gera er að hitta það fólk sem ég mun þurfa að starfa með. Svo er það sem er gert í Vegvísi að það er búið að lista upp forgangsmál í verkefnaáætlun fyrir 2016 og 2017 og ég þarf að fara að vinna fljótt í því. Til að geta gert það þarf ég að stilla upp samráðs- og vinnuhópum þvert á stofnanir og sveitastjórnir og draga þá aðila að úr ferðaþjónustunni sem við á. Svo eru ákveðnir hlutir sem hafa algjöran forgang í mínum huga. Það er til dæmis áreiðanleiki gagna. Það skortir svolítið á þar og það verður erfitt að gera einhverjar áætlanir eða taka skynsamlegar ákvarðanir í ferðaþjónustunni ef við höfum ekki áreiðanleg gögn til að styðjast við. Þannig að ég myndi segja að það væri eitt af þeim forgangsmálum sem ég myndi gjarnan vilja sjá að yrði unnið mjög hratt,“ svarar Hörður.Hörður segir að skoða þurfi gaumgæfilega hvernig mögulegt sé að dreifa álaginu á ferðamannastöðum. Vísir/PjeturDreifing ferðamanna brýnt úrlausnarefni Eitt af þeim brýnu úrlausnarefnum sem þarf að vinna úr að hans sögn er dreifing ferðamanna yfir tímabil og staði. „Það er eitthvað sem þarf að skoða mjög gaumgæfilega til að dreifa álaginu. Til að mynda sem var talað um á umhverfisþingi. Það þarf að skoða þolmörkin fyrir hvern og einn stað. Það er eitthvað sem þarf að vinna í. En í samhengi vil ég benda á að það eru til að mynda þjóðgarðar í Bandaríkjunum þar sem koma margar milljónir manna á hverju ári, en engu að síður tekst þeim með skipulagi að hafa það þannig að þú finnur ekki fyrir þeim fjölda. Þetta er því spurning um skipulag. En það er alveg rétt að þetta er takmörkuð auðlind að því leytinu til að það er ekki fræðilega hægt að taka endalaust við. En þetta er eitt af úrlausnarefnum næstu mánaða.“Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagður sjást myndinni sem tekin var af jólaboði æskuvina Harðar úr Hagaskóla en svo er ekki og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25 Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Tvær milljónir króna á mánuði Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. 9. október 2015 07:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir ekki hægt að líta á Facebook-meldingu sem einbeittan vilja til að mæta á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Skipan hans sem framkvæmdastjóra þessarar nýstofnuðu stjórnstöðvar hefur verið til umtalsverðrar umræðu eftir að hún var tilkynnt 6. október síðastliðinn.Skipan Harðar er tímabundin, til sex mánaða, og þurfti því ekki að auglýsa starfið. Ýmsir hafa haldið því fram að Hörður hafi fengið þetta starf vegna tengsla hans við Sjálfstæðisflokkinn. Hörður segir í samtali við Vísi að honum þyki þessi umræða um hann afar dapurleg og verið sé að reyna að gera hann tortryggilegan til að koma höggi á aðra.Umtöluð mynd og Facebook-meldingStundin sagði frá því í síðustu viku að Hörður væri skráður til þátttöku á landsfund Sjálfstæðisflokksins og þá var birt mynd af Herði frá árinu 2013 þar sem hann sat til borðs ásamt meðal annarra Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Haraldi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins. Myndin var birt á Facebook og þar er Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, merktur inn á hana þó svo að hann sjáist ekki á henni. Á mánudag greindi Stundin frá því að Hörður hefði skráð sig til þátttöku á landsfund Sjálfstæðisflokksins í gegnum Facebook-viðburð flokksins en hefði síðar afskráð sig af mætingarlistanum. Hörður segir fráleitt að draga þá ályktun að hann hafi ætlað sér að mæta á landsfundinn vegna þess að hann var skráður á mætingarlista á Facebook.Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins en Hörður segir aldrei hafa staðið til af sinni hálfu að mæta á fund flokksins í næstu viku.Vísir/DaníelFacebook-melding ekki ígildi mætingar „Það þarf miklu meira en að melda sig á Facebook til að fara á landsfund, það þarf að fara í gegnum ákveðið ferli. Ég þarf að vera virkur í einhverju aðildarfélagi, svo skilst mér að fulltrúaráð flokksins þurfi að velja þig ef þú ferð ekki í gegnum aðildarfélag. Ég fór ekki inn í það ferli. Það var ekki ætlun mín að fara á landsfund sem landsfundarfulltrúi,“ segir Hörður. Hann segist fá fjölda beiðna um viðburði í gegnum Facebook eins og svo margir aðrir. „Ég get nefnt sem dæmi að í þessari sömu viku er ég búinn að melda mögulega mætingu á high scool-reunion í Suður-Kaliforníu þar sem ég var sem skiptinemi. Það var meira móralskur stuðningur við þá sem voru að skipuleggja þetta að ég sagðist mögulega ætla að mæta, þó ég ætlaði mér það ekki. Það er ekkert hægt að líta á þetta sem einhvern einbeittan vilja til að mæta á svona fund. Þetta er bara í mínum huga svona svipað og ég sé að læka eitthvað.“Jólaboð með æskuvinum úr Hagaskóla Hörður segir myndina sem Stundin birti af sér til borðs við nafntogaða sjálfstæðismenn hafa verið frá jólaboði með æskuvinum sínum úr Hagaskóla og sú mynd hafi verið tekin ófrjálsri hendi af Facebook-síðu hans. „Minn glæpur er sá að sumir þeirra eru mjög pólitískir og hafa verið að starfa í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef til þessa ekki þurft á stuðningi vina minna að halda til að fá vinnu. Það er bara þannig. Þannig að mér finnst mjög leiðinlegt hvernig verið að draga nafn mitt inn í þetta og gera það tortryggilegt hvernig ég fékk starfið.“„Hef mínar pólitískar skoðanir“ Spurður hvort hann sé skráður í Sjálfstæðisflokkinn svarar Hörður því að hann hafi sínar pólitískar skoðanir. „Málið er að það var hringt í mig frá Stundinni og svo kom spurning með formálanum: Nú höfum við fengið ábendingu um það að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Ert þú tengdur Sjálfstæðisflokknum? Þannig var þessu stillt upp fyrir mér. Ég hef mínar pólitískar skoðanir og hef enn þá atkvæðisrétt á Íslandi. Ég hef ekki verið virkur í pólitík í yfir tvo áratugi og ég get ekki með nokkru móti, sérstaklega í þessu samhengi varðandi þessa skipan, sagt að ég sé með tengingar inn í Sjálfstæðisflokkinn. Auðvitað er verið að ýja að því að í gegnum þessum tengingar hafi ég fengið þetta starf.“En ertu skráður í Sjálfstæðisflokkinn?„Mér finnst líklegt að ég sé skráður í Sjálfstæðisflokkinn en hef ekki verið virkur í stjórnmálastarfi í nokkra áratugi,“ segir Hörður sem segist ekki eiga nokkuð erindi á landsfund Sjálfstæðisflokkinn. „Ég á ekkert erindi á þennan fund vegna þess að væntanlega eru landsfundarfulltrúar virkir í Sjálfstæðisflokknum og ég er ekki virkur. Ég er ekki búinn að vera virkur í pólitík í tvo áratugi. Mín virkasta þátttaka var þegar ég bauð mig fram til Alþingiskosninga fyrir Alþýðubandalagið árið 1987. Að vísu er ég búinn að skipta um skoðun síðan þá.“Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ásamt Grími Sæmundsen, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, í Hörpu þar sem skipan Harðar var tilkynnt í síðustu viku. Vísir/PjeturFramkvæmdastjóri SAF nálgaðist hann Aðspurður segir hann Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, hafa sett sig í samband við sig vegna starfsins eftir að hafa fengið ábendingu um hann. Í framhaldinu hitti hann Helgu og Grím Sæmundsen, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, og áttu þau fund. Boðaður var annar fundur þar sem hann hitti Helgu eina og í framhaldi þess fundar var hann boðaður á fund með Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en Helga og Grímur sátu einnig þann fund. „Það var þriðja starfsviðtalið. Eftir það var mér formlega boðin þessi staða,“ segir Hörður.Gögnin verða að vera áreiðanlegEn hvert verður hans fyrsta verk sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðaþjónustunnar? „Þetta er náttúrlega alveg gríðarleg víðfeðmt og margir snertifletir í ferðaþjónustunni á Íslandi. Fyrsta sem ég mun gera er að hitta það fólk sem ég mun þurfa að starfa með. Svo er það sem er gert í Vegvísi að það er búið að lista upp forgangsmál í verkefnaáætlun fyrir 2016 og 2017 og ég þarf að fara að vinna fljótt í því. Til að geta gert það þarf ég að stilla upp samráðs- og vinnuhópum þvert á stofnanir og sveitastjórnir og draga þá aðila að úr ferðaþjónustunni sem við á. Svo eru ákveðnir hlutir sem hafa algjöran forgang í mínum huga. Það er til dæmis áreiðanleiki gagna. Það skortir svolítið á þar og það verður erfitt að gera einhverjar áætlanir eða taka skynsamlegar ákvarðanir í ferðaþjónustunni ef við höfum ekki áreiðanleg gögn til að styðjast við. Þannig að ég myndi segja að það væri eitt af þeim forgangsmálum sem ég myndi gjarnan vilja sjá að yrði unnið mjög hratt,“ svarar Hörður.Hörður segir að skoða þurfi gaumgæfilega hvernig mögulegt sé að dreifa álaginu á ferðamannastöðum. Vísir/PjeturDreifing ferðamanna brýnt úrlausnarefni Eitt af þeim brýnu úrlausnarefnum sem þarf að vinna úr að hans sögn er dreifing ferðamanna yfir tímabil og staði. „Það er eitthvað sem þarf að skoða mjög gaumgæfilega til að dreifa álaginu. Til að mynda sem var talað um á umhverfisþingi. Það þarf að skoða þolmörkin fyrir hvern og einn stað. Það er eitthvað sem þarf að vinna í. En í samhengi vil ég benda á að það eru til að mynda þjóðgarðar í Bandaríkjunum þar sem koma margar milljónir manna á hverju ári, en engu að síður tekst þeim með skipulagi að hafa það þannig að þú finnur ekki fyrir þeim fjölda. Þetta er því spurning um skipulag. En það er alveg rétt að þetta er takmörkuð auðlind að því leytinu til að það er ekki fræðilega hægt að taka endalaust við. En þetta er eitt af úrlausnarefnum næstu mánaða.“Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagður sjást myndinni sem tekin var af jólaboði æskuvina Harðar úr Hagaskóla en svo er ekki og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25 Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53 Tvær milljónir króna á mánuði Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. 9. október 2015 07:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Össur um Stjórnstöð ferðamála: „Örugglega eitthvað rotið á ferðinni“ "Þegar við Vigdís Hauksdóttir föllumst í faðma og erum innilega sammála er örugglega eitthvað rotið á ferðinni,“ segir ráðherrann fyrrverandi. 12. október 2015 10:25
Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen kynntu nýja ferðamálastefnu Íslands fyrr í dag. 6. október 2015 14:53
Tvær milljónir króna á mánuði Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. 9. október 2015 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent