Innlent

Lögreglumenn gengu fylktu liði að Austurvelli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglumenn gengu saman að Austurvelli. Samstöðufundur félaganna þriggja hófst klukkan tíu.
Lögreglumenn gengu saman að Austurvelli. Samstöðufundur félaganna þriggja hófst klukkan tíu. vísir/anton brink
Lögreglumenn gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu að Austurvelli í morgun, þar sem samstöðufundur SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna fer nú fram. Þess verður krafist á fundinum að ríkið semji um sambærilegar kjarabætur og það gerði við aðra ríkisstarfsmenn.

Að neðan má sjá lögreglumenn marsera niður Bankastrætið.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölmennti í Bankastrætið rétt í þessu á leið niður að stjórnarráði. Hvort hún hafi að þ...

Posted by HN Markaðssamskipti on Thursday, October 15, 2015
vísir/anton brink
Verkfall félaganna hófst á miðnætti. Ríkið lagði í gær fram nýja hugmynd sem nú er í skoðun, en þar sem ekki náðist að ljúka samingunum hófst verkfall hjá á sjötta þúsund ríkisstarfsmönnum, með umtalsverðri röskun á starfsemi Landspítalans, sýslumannsembætta, Tollsins, Háskóla Íslands, auk fleiri staða. 

Ekki hefur verið greint frá því hvers eðlis hugmynd ríkisins í gær felst, en í gær sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, þannig að samninganefndirnar hefðu ákveðið að leggja hana fyrir bakland sitt til umræðu. Áfram yrði unnið að málinu.

vísir/anton brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×