Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. október 2015 17:47 Ljósmæður eiga ekki inni laun hjá ríkinu samkvæmt Félagsdómi. vísir/valli Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Ljósmæður töldu að greiða bæri þeim laun í samræmi við unna tíma en ríkið var á öðru máli og hefur Félagsdómur tekið undir röksemdir ríkisins. Í niðurstöðu dómsins segir að þó verkfall raski ekki ráðningarsambandi félagsmanna og atvinnurekenda er það meginregla í vinnurétti að á meðan verkfalli stendur falla skyldur ráðningarsamnings starfsmanna niður. Starfsmanni er í raun óskylt og óheimilt að vinna störf sín á meðan ráðningarsamningurinn gildir. „Í þessu ljósi og með vísan til þess sem áður er rakið um að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings aðila eru bæði vinnuskylda og laun félagsmanna í stefnanda [Ljósmæðrafélagi Íslands] miðuð við mánuð, án tillits til þess hvernig vinnu innan hans er hagað, verður að líta svo á að félagsmenn í stefnanda hafi verið í verkfalli, óha´ð því hvort þeir áttu vinnuskyldu umrædda daga eða ekki,“ segir í dómsorði meirihlutans. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði og vildu fallast á kröfur Ljósmæðrafélagsins. Töldu þeir að reikniregla sú er ríkið notaðist við ætti við um dagvinnufólk en ekki fólk sem vinnur vaktavinnu. „Á það er ekki fallist með stefnda að hann hafi mátt draga laun vegna verkfalls hlutfalleslega af öllum félagsmönnum stefnda. Sá háttur samræmist ekki þeirri grunnreglu að starfsmaðurinn eigi að fá laun fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi ef hún fellur utan verkfalls,“ segir í niðurstöðu minnihluta dómsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Ljósmæður töldu að greiða bæri þeim laun í samræmi við unna tíma en ríkið var á öðru máli og hefur Félagsdómur tekið undir röksemdir ríkisins. Í niðurstöðu dómsins segir að þó verkfall raski ekki ráðningarsambandi félagsmanna og atvinnurekenda er það meginregla í vinnurétti að á meðan verkfalli stendur falla skyldur ráðningarsamnings starfsmanna niður. Starfsmanni er í raun óskylt og óheimilt að vinna störf sín á meðan ráðningarsamningurinn gildir. „Í þessu ljósi og með vísan til þess sem áður er rakið um að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings aðila eru bæði vinnuskylda og laun félagsmanna í stefnanda [Ljósmæðrafélagi Íslands] miðuð við mánuð, án tillits til þess hvernig vinnu innan hans er hagað, verður að líta svo á að félagsmenn í stefnanda hafi verið í verkfalli, óha´ð því hvort þeir áttu vinnuskyldu umrædda daga eða ekki,“ segir í dómsorði meirihlutans. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði og vildu fallast á kröfur Ljósmæðrafélagsins. Töldu þeir að reikniregla sú er ríkið notaðist við ætti við um dagvinnufólk en ekki fólk sem vinnur vaktavinnu. „Á það er ekki fallist með stefnda að hann hafi mátt draga laun vegna verkfalls hlutfalleslega af öllum félagsmönnum stefnda. Sá háttur samræmist ekki þeirri grunnreglu að starfsmaðurinn eigi að fá laun fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi ef hún fellur utan verkfalls,“ segir í niðurstöðu minnihluta dómsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45
Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40