Rætist spádómurinn úr Back to the Future II? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2015 10:30 Marty McFly horfir á skjá í myndinni Back to the Future II þar sem sagt er frá því að Chicago Cubs sé meistari árið 2015. Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. Liðið komst í „Wild Card" leik í ár og vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Pirates. Í kjölfarið tók við rimma gegn sterku liði St. Louis Cardinals sem Cubs var að vinna, 3-1. Sú rimma fær fólk til þess að trúa því að eitthvað sérstakt sé í loftinu og stemningin í Chicago er ótrúleg. Það er mikið talað um það þessa dagana að söguþráðurinn í myndinni Back to the Future II sé að rætast. Sú mynd er frá árinu 1989 og í henni ferðast aðalpersónan, Marty McFly, fram í tímann eða nánar tiltekið til ársins 2015. Er hann kemur þangað eru ótrúlegir hlutir að gerast. Chicago Cubs var að vinna titilinn í hafnaboltanum í fyrsta skipti í 107 ár. Cubs vann úrslitarimmuna gegn Miami sem var ekki með hafnaboltalið árið 1989.Þetta er að gerast. Stuðningsmenn Cubs fagna.vísir/gettyMiami var aftur á móti komið með hafnaboltalið fjórum árum síðar en er ekki í úrslitakeppninni þannig að ekki getur spáin í myndinni alveg gengið upp. „Ég er hafnaboltaáhugamaður og ákvað að skrifa eitthvað sem ætti einfaldlega ekki að geta gengið upp," segir Bob Gale sem skrifaði handrit myndarinnar. „Það var líka mjög gaman að horfa á myndina með áhorfendum á þessum tíma því það hlógu allir að þeim möguleika að Cubs gæti unnið titilinn." Það er enn svolítið í land hjá Cubs en margir standa á bak við liðið og vilja sjá spádóm myndarinnar rætast. Bandaríkjamenn elska Öskubusku-sögur og Cubs er því orðið lið margra í dag. Meira að segja einn harðasti aðdáandi erkióvina Cubs, Obama Bandaríkjaforseti, er farinn að halda með Cubs í ár þó svo hann styðji Chicago White Sox.Congrats @Cubs - even @whitesox fans are rooting for you!— President Obama (@POTUS) October 14, 2015 Erlendar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. Liðið komst í „Wild Card" leik í ár og vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Pirates. Í kjölfarið tók við rimma gegn sterku liði St. Louis Cardinals sem Cubs var að vinna, 3-1. Sú rimma fær fólk til þess að trúa því að eitthvað sérstakt sé í loftinu og stemningin í Chicago er ótrúleg. Það er mikið talað um það þessa dagana að söguþráðurinn í myndinni Back to the Future II sé að rætast. Sú mynd er frá árinu 1989 og í henni ferðast aðalpersónan, Marty McFly, fram í tímann eða nánar tiltekið til ársins 2015. Er hann kemur þangað eru ótrúlegir hlutir að gerast. Chicago Cubs var að vinna titilinn í hafnaboltanum í fyrsta skipti í 107 ár. Cubs vann úrslitarimmuna gegn Miami sem var ekki með hafnaboltalið árið 1989.Þetta er að gerast. Stuðningsmenn Cubs fagna.vísir/gettyMiami var aftur á móti komið með hafnaboltalið fjórum árum síðar en er ekki í úrslitakeppninni þannig að ekki getur spáin í myndinni alveg gengið upp. „Ég er hafnaboltaáhugamaður og ákvað að skrifa eitthvað sem ætti einfaldlega ekki að geta gengið upp," segir Bob Gale sem skrifaði handrit myndarinnar. „Það var líka mjög gaman að horfa á myndina með áhorfendum á þessum tíma því það hlógu allir að þeim möguleika að Cubs gæti unnið titilinn." Það er enn svolítið í land hjá Cubs en margir standa á bak við liðið og vilja sjá spádóm myndarinnar rætast. Bandaríkjamenn elska Öskubusku-sögur og Cubs er því orðið lið margra í dag. Meira að segja einn harðasti aðdáandi erkióvina Cubs, Obama Bandaríkjaforseti, er farinn að halda með Cubs í ár þó svo hann styðji Chicago White Sox.Congrats @Cubs - even @whitesox fans are rooting for you!— President Obama (@POTUS) October 14, 2015
Erlendar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira