Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 22:01 Jón Daði kom aftur inn í liðið eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, fékk harða tæklingu í leiknum gegn Tyrklandi í kvöld sem tapaðist, 1-0. Selfyssingurinn var tæklaður fast aftan frá og fékk Tyrkinn sem hlóð í tæklinguna réttilega beint rautt spjald. „Ég var hræddur um hnéð því ég er búinn að vera tæpur í hnénu. Það var áhyggjuefnið fyrstu þrjár sekúndurnar en svo áttaði ég mig á að þetta var ekki eins vont og ég hélt þetta yrði,“ sagði Jón Daði við Vísi eftir leikinn. „Þetta var klárlega rautt. Hann var alltof seinn og fór virkilega hátt með löppina. Þetta var stórhættulegt sérstaklega þar sem hann tæklaði mig í fótinn sem ég stóð í.“ Jón Daði var, eins og aðrir leikmenn liðsins, ánægður með frammistöðuna og fannst að íslenska liðið hefði getað fengið meira út úr leiknum. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og fínt lið sem við erum að spila á móti. Ég er ágætlega ánægður með frammistöðu okkar. Við spiluðum fínan bolta og beittum fínum skyndisóknum af og til. Í heildina getum við bara verið ánægður með frammistöðuna. Fótboltinn er svo ósanngjarn eins og sást með því að fá aukaspyrnu í samskeytin í lokin,“ sagði Jón Daði, en hvað með sóknarleik íslenska liðsins sem var ekki öflugur í kvöld. „Það var mikið af hálfærum hjá okkur og vantaði aðeins herslumuninn. Ég komst til dæmis einn inn fyrir og átti þar lélega snertingu. Engu að síður var fínt flæði í sóknarleiknum og við vorum sterkir varnarlega eins og alltaf.“ Framherjinn ungi sagði upplifunina að spila í Konya í kvöld vera magnaða en stemningin var svakaleg. „Þetta var geggjað. Þetta er það sem maður vill upplifa sem fótboltamaður: Að spila fyrir framan 40 þúsund manns í svona látum. Þetta var eins og stríð. Bara geðveikt gaman,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, fékk harða tæklingu í leiknum gegn Tyrklandi í kvöld sem tapaðist, 1-0. Selfyssingurinn var tæklaður fast aftan frá og fékk Tyrkinn sem hlóð í tæklinguna réttilega beint rautt spjald. „Ég var hræddur um hnéð því ég er búinn að vera tæpur í hnénu. Það var áhyggjuefnið fyrstu þrjár sekúndurnar en svo áttaði ég mig á að þetta var ekki eins vont og ég hélt þetta yrði,“ sagði Jón Daði við Vísi eftir leikinn. „Þetta var klárlega rautt. Hann var alltof seinn og fór virkilega hátt með löppina. Þetta var stórhættulegt sérstaklega þar sem hann tæklaði mig í fótinn sem ég stóð í.“ Jón Daði var, eins og aðrir leikmenn liðsins, ánægður með frammistöðuna og fannst að íslenska liðið hefði getað fengið meira út úr leiknum. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og fínt lið sem við erum að spila á móti. Ég er ágætlega ánægður með frammistöðu okkar. Við spiluðum fínan bolta og beittum fínum skyndisóknum af og til. Í heildina getum við bara verið ánægður með frammistöðuna. Fótboltinn er svo ósanngjarn eins og sást með því að fá aukaspyrnu í samskeytin í lokin,“ sagði Jón Daði, en hvað með sóknarleik íslenska liðsins sem var ekki öflugur í kvöld. „Það var mikið af hálfærum hjá okkur og vantaði aðeins herslumuninn. Ég komst til dæmis einn inn fyrir og átti þar lélega snertingu. Engu að síður var fínt flæði í sóknarleiknum og við vorum sterkir varnarlega eins og alltaf.“ Framherjinn ungi sagði upplifunina að spila í Konya í kvöld vera magnaða en stemningin var svakaleg. „Þetta var geggjað. Þetta er það sem maður vill upplifa sem fótboltamaður: Að spila fyrir framan 40 þúsund manns í svona látum. Þetta var eins og stríð. Bara geðveikt gaman,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41
Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10
Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21