Umskiptin með ólíkindum Magnús Guðmundsson skrifar 13. október 2015 11:15 Jón Sigurðsson píanóleikari Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 14. október kl. 20 í Norræna húsinu. Þar mun Jón Sigurðson píanóleikari ráðast í að flytja heila dagskrá með píanóverkum eftir Alexander Scriabin. Jón segir að tónlist þessa merka tónskálds hafi lengi leitað á hann. „Þetta er alveg tónlist sem tekur á að flytja en þetta hefur verið svona mitt verkefni í gegnum árin og Scriabin hefur alltaf sótt á mig. Svo langaði mig til þess að gera pínulítið meira en venjulega á þessu ári en nú eru 100 ár liðin frá dauða þessa merka rússneska tónskálds.“ Jón mun leika tólf prelúdíur, tvær sónötur, fjögur ljóð, Mazurka og Vers la flamme eftir Scriabin. Framan af samdi Scriabin eingöngu verk í síðrómantískum stíl en með árunum fór hann að fjarlægjast hið hefðbundna tónmál. Ferundarhljómar, sem komu mikið til í stað þríunda, áttu að færa hlustandann upp á æðra tilverustig. „Það sem gerir Scriabin svo einstakan í heimi tónskáldanna eru þessu gríðarlegu umskipti sem verða á hans tónlistarhugmyndum á ferlinum. Mér finnst það vera meiri breytingar en eru til dæmis á milli höfunda á klassíska tímanum. Þannig er til að mynda meiri munur á milli hans fyrstu og síðustu verka en á sér stað hjá Beethoven, Mozart og Haydn svo dæmi sé tekið. Þessi gríðarlega endurnýjun sem hann Scriabin fer í gegnum á sínum ferli er í raun alveg með ólíkindum.“ Jón segir að til þess að ná yfirliti yfir höfundarverk tónskálds á borð við Scriabin þurfi vissulega að koma nokkuð víða við. „Ég byrja á verkum sem hann samdi þegar hann var svona liðlega tvítugur og ég enda á verkum sem voru samin um 1914. Þannig að ég reyni svona að stikla á þessu höfundarverki.“ Þegar um svo mikla breidd höfundarverks er að ræða þá má velta því fyrir sér hversu aðgengilegir tónleikarnir verða fyrir þá sem hafa kannski ekki enn mikla reynslu af því að hlusta á klassíska tónlist en Jón segir að fólk þurfi ekkert að hafa mikla áhyggjur af því. „Fyrstu verkin eru afskaplega aðgengileg en ég vil ekki fullyrða of mikið um seinni hlutann því Scriabin breytir svo miklu. En með réttu hugarfari þá og ef maður veit eftir hverju á að hlusta þá er þetta svolítið eins og góð slökunartónlist. Og erum við ekki öll alltaf að reyna að slaka á?“ Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 14. október kl. 20 í Norræna húsinu. Þar mun Jón Sigurðson píanóleikari ráðast í að flytja heila dagskrá með píanóverkum eftir Alexander Scriabin. Jón segir að tónlist þessa merka tónskálds hafi lengi leitað á hann. „Þetta er alveg tónlist sem tekur á að flytja en þetta hefur verið svona mitt verkefni í gegnum árin og Scriabin hefur alltaf sótt á mig. Svo langaði mig til þess að gera pínulítið meira en venjulega á þessu ári en nú eru 100 ár liðin frá dauða þessa merka rússneska tónskálds.“ Jón mun leika tólf prelúdíur, tvær sónötur, fjögur ljóð, Mazurka og Vers la flamme eftir Scriabin. Framan af samdi Scriabin eingöngu verk í síðrómantískum stíl en með árunum fór hann að fjarlægjast hið hefðbundna tónmál. Ferundarhljómar, sem komu mikið til í stað þríunda, áttu að færa hlustandann upp á æðra tilverustig. „Það sem gerir Scriabin svo einstakan í heimi tónskáldanna eru þessu gríðarlegu umskipti sem verða á hans tónlistarhugmyndum á ferlinum. Mér finnst það vera meiri breytingar en eru til dæmis á milli höfunda á klassíska tímanum. Þannig er til að mynda meiri munur á milli hans fyrstu og síðustu verka en á sér stað hjá Beethoven, Mozart og Haydn svo dæmi sé tekið. Þessi gríðarlega endurnýjun sem hann Scriabin fer í gegnum á sínum ferli er í raun alveg með ólíkindum.“ Jón segir að til þess að ná yfirliti yfir höfundarverk tónskálds á borð við Scriabin þurfi vissulega að koma nokkuð víða við. „Ég byrja á verkum sem hann samdi þegar hann var svona liðlega tvítugur og ég enda á verkum sem voru samin um 1914. Þannig að ég reyni svona að stikla á þessu höfundarverki.“ Þegar um svo mikla breidd höfundarverks er að ræða þá má velta því fyrir sér hversu aðgengilegir tónleikarnir verða fyrir þá sem hafa kannski ekki enn mikla reynslu af því að hlusta á klassíska tónlist en Jón segir að fólk þurfi ekkert að hafa mikla áhyggjur af því. „Fyrstu verkin eru afskaplega aðgengileg en ég vil ekki fullyrða of mikið um seinni hlutann því Scriabin breytir svo miklu. En með réttu hugarfari þá og ef maður veit eftir hverju á að hlusta þá er þetta svolítið eins og góð slökunartónlist. Og erum við ekki öll alltaf að reyna að slaka á?“
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira