Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2015 07:00 Tulsi Gabbard er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna Demókrataflokksins vegna mótmæla. Nordicphotos/AFP Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. Flokkurinn dró boðskort hennar til baka í gær eftir að hún kallaði eftir fleiri kappræðum frambjóðenda.Bernie Sanders hefur sótt í sig veðrið og mælist nú með meira fylgi en Clinton í tveimur fylkjum hið minnsta.Nordicphotos/AFPVilja sjá fleiri kappræður Tveir frambjóðenda flokksins, Bernie Sanders og Martin O'Malley, hafa mikið gagnrýnt hve fáar kappræður verða haldnar milli frambjóðenda, sex talsins, og benda á að átta árum fyrr, síðast þegar halda þurfti forkosningar, hafi þær verið 26. Þá hafa kjósendur mótmælt fyrirkomulaginu af tveimur ástæðum. Annars vegar munu frambjóðendur Repúblikanaflokksins fá fleiri kappræður til að kynna stefnumál sín, ellefu talsins, þar af tvennar sem þegar hafa farið fram. Hins vegar hefur því verið haldið fram, einna helst af stuðningsmönnum annarra frambjóðenda en Hillary Clinton, að færri kappræður þýði færri tækifæri fyrir aðra frambjóðendur til að kynna stefnu sína. Þar af leiðandi er sagt auðveldara fyrir Clinton að verja forskot sitt.Formaðurinn stendur á sínu Engan bilbug er að sjá á Debbie Wasserman Schultz, formanni landssambandsins. Sem formaður hefur Schultz lokaorðið í ákvörðunum sem snúa að kappræðunum. Þrátt fyrir stöðug mótmæli flokksmanna og annarra í flokksforystunni virðist áætlunin ekki í þann mund að breytast. Samkvæmt reglum flokksins mega frambjóðendur ekki taka þátt í öðrum kappræðum en þeim sem landssambandið sér um. Ef frambjóðandi brýtur þá reglu fær hann ekki að taka þátt í stóru, opinberu kappræðunum.Clinton vill verða frambjóðandi demókrata á næsta ári eftir ósigur sinn í forvali demókrata fyrir sjö árum.Vísir/AFPClinton sigurstranglegust Hillary Clinton mælist í aðdraganda kappræðnanna með mest fylgi á landsvísu, 42 prósent, en Sanders mælist næsthæstur með 25 prósent samkvæmt meðaltalsútreikningum Real Clear Politics.Þó er einkar mjótt á munum í fyrsta ríkinu sem kýs í forvali demókrata, Iowa. Meðaltal kannana sýna Clinton með 37 prósenta fylgi en Sanders með 31 prósent. Sú nýlega könnun með stærsta úrtakið sýnir Sanders þó með 43 prósenta fylgi en Hillary með 43 prósent. Næsta fylgi sem kýs er New Hampshire, þar hefur Sanders afgerandi forystu. Hann mælist með 39 prósenta fylgi en Clinton 30 prósent.Kappræður í nótt Fyrstu kappræður frambjóðenda Demókrataflokksins fara fram aðfaranótt miðvikudags í spilavítaborginni Las Vegas í Nevadaríki. Kappræðurnar hefjast klukkan sex um kvöld að staðartíma en tvö um nótt hér á landi. Auk Sanders og Clinton munu þeir Lincoln Chafee, Martin O'Malley og Jim Webb standa á sviðinu og rökræða. Enginn þeirra þriggja mælist yfir einu prósenti í skoðanakönnunum á landsvísu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33 Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. Flokkurinn dró boðskort hennar til baka í gær eftir að hún kallaði eftir fleiri kappræðum frambjóðenda.Bernie Sanders hefur sótt í sig veðrið og mælist nú með meira fylgi en Clinton í tveimur fylkjum hið minnsta.Nordicphotos/AFPVilja sjá fleiri kappræður Tveir frambjóðenda flokksins, Bernie Sanders og Martin O'Malley, hafa mikið gagnrýnt hve fáar kappræður verða haldnar milli frambjóðenda, sex talsins, og benda á að átta árum fyrr, síðast þegar halda þurfti forkosningar, hafi þær verið 26. Þá hafa kjósendur mótmælt fyrirkomulaginu af tveimur ástæðum. Annars vegar munu frambjóðendur Repúblikanaflokksins fá fleiri kappræður til að kynna stefnumál sín, ellefu talsins, þar af tvennar sem þegar hafa farið fram. Hins vegar hefur því verið haldið fram, einna helst af stuðningsmönnum annarra frambjóðenda en Hillary Clinton, að færri kappræður þýði færri tækifæri fyrir aðra frambjóðendur til að kynna stefnu sína. Þar af leiðandi er sagt auðveldara fyrir Clinton að verja forskot sitt.Formaðurinn stendur á sínu Engan bilbug er að sjá á Debbie Wasserman Schultz, formanni landssambandsins. Sem formaður hefur Schultz lokaorðið í ákvörðunum sem snúa að kappræðunum. Þrátt fyrir stöðug mótmæli flokksmanna og annarra í flokksforystunni virðist áætlunin ekki í þann mund að breytast. Samkvæmt reglum flokksins mega frambjóðendur ekki taka þátt í öðrum kappræðum en þeim sem landssambandið sér um. Ef frambjóðandi brýtur þá reglu fær hann ekki að taka þátt í stóru, opinberu kappræðunum.Clinton vill verða frambjóðandi demókrata á næsta ári eftir ósigur sinn í forvali demókrata fyrir sjö árum.Vísir/AFPClinton sigurstranglegust Hillary Clinton mælist í aðdraganda kappræðnanna með mest fylgi á landsvísu, 42 prósent, en Sanders mælist næsthæstur með 25 prósent samkvæmt meðaltalsútreikningum Real Clear Politics.Þó er einkar mjótt á munum í fyrsta ríkinu sem kýs í forvali demókrata, Iowa. Meðaltal kannana sýna Clinton með 37 prósenta fylgi en Sanders með 31 prósent. Sú nýlega könnun með stærsta úrtakið sýnir Sanders þó með 43 prósenta fylgi en Hillary með 43 prósent. Næsta fylgi sem kýs er New Hampshire, þar hefur Sanders afgerandi forystu. Hann mælist með 39 prósenta fylgi en Clinton 30 prósent.Kappræður í nótt Fyrstu kappræður frambjóðenda Demókrataflokksins fara fram aðfaranótt miðvikudags í spilavítaborginni Las Vegas í Nevadaríki. Kappræðurnar hefjast klukkan sex um kvöld að staðartíma en tvö um nótt hér á landi. Auk Sanders og Clinton munu þeir Lincoln Chafee, Martin O'Malley og Jim Webb standa á sviðinu og rökræða. Enginn þeirra þriggja mælist yfir einu prósenti í skoðanakönnunum á landsvísu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33 Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00
Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33
Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20
126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00
Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55