Hafa útvegað uppreisnarmönnum 45 tonn af skotfærum Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2015 19:45 Úr þjálfunarbúðum sýrlenskra uppreisnarmanna. Vísir/AFP Bandaríkin vörpuðu í dag skotvopnum og skotfærum til uppreisnarmanna sem berjast gegn Íslamska ríkinu í norðurhluta Sýrlands. Allt í allt var rúmum 45 tonnum af birgðum varpað úr flutningavélum og Elissa Smith, talsmaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vopnin hafi lent í réttum höndum. Ákveðið var fyrir helgi að hætta þjálfun uppreisnarmanna gegn ISIS í Sýrlandi, þar sem verkefnið virðist hafa misheppnast algerlega. Þess í stað verður fjármunum varið í að útvega uppreisnarmönnum sem þegar berjast gegn Íslamska ríkinu vopn. Þeir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa verið skoðaðir í bak og fyrir samkvæmt Elissa Smith. Hún vildi þó ekki fara nánar út í það hvaða hópar hefðu fengið umrædd vopn, né hvar þeim hafi verið varpað úr lofti. Uppreisnarhópar sem áður hafa fengið ný vopn frá Bandaríkjunum hafa orðið skotmörk samtaka íslamista í Sýrlandi.Hér má sjá stöðu mála í Sýrlandi síðustu daga.Vísir/GraphicNewsVopnaðar sveitir Kúrda í Sýrlandi, sem kallast YPG, tilkynntu í dag að þeir ætluðu að mynda bandalag við nokkra smáa hópa sýrlenskra uppreisnarmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið í skyn að uppreisnarhópar sem starfa með Kúrdum gætu fengið vopn og skotfæri, fyrir árás á borgina Raqqa, höfuðborg Íslamska ríkisins. Kúrdum hefur gengið vel að berjast gegn ISIS með stuðningi Bandaríkjanna og hafa þeir skapað sér stórt sjálfsstjórnarsvæði í norðausturhluta landsins.Rússar herða árásir Rússar hafa hert loftárásir sínar gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins þar sem sýrlenski herinn hefur einnig gert árás. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa gert loftárásir gegn 53 skotmörkum sem tilheyrðu Íslamska ríkinu í Homs héraði, Hama Latakia og Idlib í dag. ISIS er þó einungis með takmarkaða viðveru í Hama héraði og enga í hinum héruðunum. Þá segjast Rússar hafa handtekið hóp manna í dag sem unnu að skipulagningu hryðjuverka í Rússlandi. Samkvæmt TASS fréttaveitunni segja yfirvöld í Moskvu að einhverjir hinna handteknu hafi farið í gegnum þjálfunarbúðir Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30 Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43 Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00 Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Bandaríkin vörpuðu í dag skotvopnum og skotfærum til uppreisnarmanna sem berjast gegn Íslamska ríkinu í norðurhluta Sýrlands. Allt í allt var rúmum 45 tonnum af birgðum varpað úr flutningavélum og Elissa Smith, talsmaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vopnin hafi lent í réttum höndum. Ákveðið var fyrir helgi að hætta þjálfun uppreisnarmanna gegn ISIS í Sýrlandi, þar sem verkefnið virðist hafa misheppnast algerlega. Þess í stað verður fjármunum varið í að útvega uppreisnarmönnum sem þegar berjast gegn Íslamska ríkinu vopn. Þeir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa verið skoðaðir í bak og fyrir samkvæmt Elissa Smith. Hún vildi þó ekki fara nánar út í það hvaða hópar hefðu fengið umrædd vopn, né hvar þeim hafi verið varpað úr lofti. Uppreisnarhópar sem áður hafa fengið ný vopn frá Bandaríkjunum hafa orðið skotmörk samtaka íslamista í Sýrlandi.Hér má sjá stöðu mála í Sýrlandi síðustu daga.Vísir/GraphicNewsVopnaðar sveitir Kúrda í Sýrlandi, sem kallast YPG, tilkynntu í dag að þeir ætluðu að mynda bandalag við nokkra smáa hópa sýrlenskra uppreisnarmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið í skyn að uppreisnarhópar sem starfa með Kúrdum gætu fengið vopn og skotfæri, fyrir árás á borgina Raqqa, höfuðborg Íslamska ríkisins. Kúrdum hefur gengið vel að berjast gegn ISIS með stuðningi Bandaríkjanna og hafa þeir skapað sér stórt sjálfsstjórnarsvæði í norðausturhluta landsins.Rússar herða árásir Rússar hafa hert loftárásir sínar gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins þar sem sýrlenski herinn hefur einnig gert árás. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa gert loftárásir gegn 53 skotmörkum sem tilheyrðu Íslamska ríkinu í Homs héraði, Hama Latakia og Idlib í dag. ISIS er þó einungis með takmarkaða viðveru í Hama héraði og enga í hinum héruðunum. Þá segjast Rússar hafa handtekið hóp manna í dag sem unnu að skipulagningu hryðjuverka í Rússlandi. Samkvæmt TASS fréttaveitunni segja yfirvöld í Moskvu að einhverjir hinna handteknu hafi farið í gegnum þjálfunarbúðir Íslamska ríkisins í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30 Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43 Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00 Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30
Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15
Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43
Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00
Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30