Hrútar vinna til tvennra verðlauna til viðbótar Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2015 16:42 Verðlaununum í Frakklandi deildi Grímur með franska leikstjóranum Thomas Bidegain Kvikmyndin Hrútar heldur áfram að sópa til sín verðlaunum á hátíðum víða um heim. Í gær hlaut Grímur Hákonarson leikstjórnarverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Saint Jean de Luz í Frakklandi og í dag hlaut kvikmyndin aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Hamptons í Bandaríkjunum. Hefur hún því hlotið átta verðlaun, þar af fimm aðalverðlaun. „Ég held það séu allt í allt um 50 myndir á hátíðinni, margar flottar myndir eins og Suffragette, Spotlight, Carol, Mediterranea, Anomalisa, Louder than Bombs og High Sun, en aðeins 5 myndir keppa um aðalverðlaunin þar sem Hrútar unnu. Á þeim 22 árum sem hátíðin hefur verið haldin hafa myndir þaðan verið tilnefndar 44 sinnum til Óskarsverðlauna sem besta mynd og 11 sinnum unnið. Á síðustu 7 árum hafa myndir frá Hamptons hlotið alls 194 Óskars-tilnefningar í ýmsum flokkum.” segir Grímur um hátíðina í Bandaríkjunum. Fyrir aðalverðlaunin fær Grímur þrjú þúsund dollara í peningum og 125 þúsund dollara í formi inneigna fyrir tækjum, tólum og þjónustu fyrir næstu mynd. Nemur andvirðið því um 15,5 milljónum íslenskra króna fyrir verðlaunin á Hamptons-hátíðinni í Bandaríkjunum. „Þetta var frumsýning myndarinnar á Austurströnd Bandaríkjanna, þetta er virt hátíð og verðlaunin fín. Ég hef heyrt að þetta sé góður staður til að sýna á fyrir Óskars-herferðina og því er ég alsæll með að við höfum einnig unnið keppnina,“ segir Grímur. Óskarinn Tengdar fréttir Hrútar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 8. september 2015 14:50 Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni. 5. október 2015 08:00 Meryl Streep og Michael Keaton spá íslenskum Hrútum Óskarsverðlaunum 9. september 2015 12:50 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Sjá meira
Kvikmyndin Hrútar heldur áfram að sópa til sín verðlaunum á hátíðum víða um heim. Í gær hlaut Grímur Hákonarson leikstjórnarverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Saint Jean de Luz í Frakklandi og í dag hlaut kvikmyndin aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Hamptons í Bandaríkjunum. Hefur hún því hlotið átta verðlaun, þar af fimm aðalverðlaun. „Ég held það séu allt í allt um 50 myndir á hátíðinni, margar flottar myndir eins og Suffragette, Spotlight, Carol, Mediterranea, Anomalisa, Louder than Bombs og High Sun, en aðeins 5 myndir keppa um aðalverðlaunin þar sem Hrútar unnu. Á þeim 22 árum sem hátíðin hefur verið haldin hafa myndir þaðan verið tilnefndar 44 sinnum til Óskarsverðlauna sem besta mynd og 11 sinnum unnið. Á síðustu 7 árum hafa myndir frá Hamptons hlotið alls 194 Óskars-tilnefningar í ýmsum flokkum.” segir Grímur um hátíðina í Bandaríkjunum. Fyrir aðalverðlaunin fær Grímur þrjú þúsund dollara í peningum og 125 þúsund dollara í formi inneigna fyrir tækjum, tólum og þjónustu fyrir næstu mynd. Nemur andvirðið því um 15,5 milljónum íslenskra króna fyrir verðlaunin á Hamptons-hátíðinni í Bandaríkjunum. „Þetta var frumsýning myndarinnar á Austurströnd Bandaríkjanna, þetta er virt hátíð og verðlaunin fín. Ég hef heyrt að þetta sé góður staður til að sýna á fyrir Óskars-herferðina og því er ég alsæll með að við höfum einnig unnið keppnina,“ segir Grímur.
Óskarinn Tengdar fréttir Hrútar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 8. september 2015 14:50 Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni. 5. október 2015 08:00 Meryl Streep og Michael Keaton spá íslenskum Hrútum Óskarsverðlaunum 9. september 2015 12:50 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Sjá meira
Hrútar er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. 8. september 2015 14:50
Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni. 5. október 2015 08:00