H&M spenntari fyrir öðrum mörkuðum en þeim íslenska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2015 09:45 Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins. Þrálátur orðrómur hefur verið undanfarin ár að fataverslunin Hennes & Mauritz, betur þekkt sem H&M, muni opna útibú í Smáralind í Kópavogi. Framkvæmdastjóri Smáralindar segir fyrirtækið vera með skýra stefnu varðandi opnanir og greinilegt að aðrir markaðir, þar sem eigi eftir að opna verslanir, séu meira spennandi en sá íslenski. „Það eru engar breytingar á því. Það hafa ekki verið neinar viðræður í gangi af okkar hálfu,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Líklega hallar á engan með þeirri fullyrðingu að H&M sé vinsælasta vörumerki Íslendinga í kaupferðum erlendis. En hvers vegna er fyrirtækið ekki búið að opna verslun í landi þar sem vörumerkið er svo vinsælt? Sturla segist auðvitað vona það besta fyrir íslenskan markað en að H&M taki sér langan tíma þegar komi að ákvörðunum um opnun verslana.Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands.Mynd af WikipediaGreinilega aðrir markaðir meira spennandi en sá íslenski „Þetta er gríðarlega stórt alþjóðlegt fyrirtæki og þeir hafa sína stefnu varðandi opnanar. Þeir eiga eftir að opna á mörkuðum sem eru greinilega meira spennandi en íslenski markaðurinn,“ segir Sturla. Hann bendir á að stefna H&M sé mjög ábyrg og sterk rök þurfi til að detta inn í fyrirfram skilgreinda atburðarás varðandi opnanir. Sjá einnig: Í viðræðum um að opna H&M á Íslandi Sturla segir að Smáralind minni reglulega á sig hjá H&M og öðrum stórum vörumerkjum. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður átt sér stað í um fjögur ár. „Við vorum í samningaviðræðum við þá á sínum tíma, árið 2011. Það er síðasta skipti sem við ræddum við þá af einhverri alvöru. Niðurstaðan varð að þeir myndu ekki koma,“ segir Sturla. Stöðugur orðrómur fari ekki framhjá honum en þetta sé staðan. Tengdar fréttir H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49 Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Þrálátur orðrómur hefur verið undanfarin ár að fataverslunin Hennes & Mauritz, betur þekkt sem H&M, muni opna útibú í Smáralind í Kópavogi. Framkvæmdastjóri Smáralindar segir fyrirtækið vera með skýra stefnu varðandi opnanir og greinilegt að aðrir markaðir, þar sem eigi eftir að opna verslanir, séu meira spennandi en sá íslenski. „Það eru engar breytingar á því. Það hafa ekki verið neinar viðræður í gangi af okkar hálfu,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Líklega hallar á engan með þeirri fullyrðingu að H&M sé vinsælasta vörumerki Íslendinga í kaupferðum erlendis. En hvers vegna er fyrirtækið ekki búið að opna verslun í landi þar sem vörumerkið er svo vinsælt? Sturla segist auðvitað vona það besta fyrir íslenskan markað en að H&M taki sér langan tíma þegar komi að ákvörðunum um opnun verslana.Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands.Mynd af WikipediaGreinilega aðrir markaðir meira spennandi en sá íslenski „Þetta er gríðarlega stórt alþjóðlegt fyrirtæki og þeir hafa sína stefnu varðandi opnanar. Þeir eiga eftir að opna á mörkuðum sem eru greinilega meira spennandi en íslenski markaðurinn,“ segir Sturla. Hann bendir á að stefna H&M sé mjög ábyrg og sterk rök þurfi til að detta inn í fyrirfram skilgreinda atburðarás varðandi opnanir. Sjá einnig: Í viðræðum um að opna H&M á Íslandi Sturla segir að Smáralind minni reglulega á sig hjá H&M og öðrum stórum vörumerkjum. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður átt sér stað í um fjögur ár. „Við vorum í samningaviðræðum við þá á sínum tíma, árið 2011. Það er síðasta skipti sem við ræddum við þá af einhverri alvöru. Niðurstaðan varð að þeir myndu ekki koma,“ segir Sturla. Stöðugur orðrómur fari ekki framhjá honum en þetta sé staðan.
Tengdar fréttir H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49 Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49
Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent