Lincoln Continental frumsýndur í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 09:31 Stjarna New York bílasýningarinnar í ár, stóri lúxusbíllinn Lincoln Continental, verður frumsýndur í endanlegri framleiðsluútgáfu á komandi bílasýningu í Detroit í Bandaríkjunum þann 11. janúar á næsta ári. Lincoln er undirmerki Ford sem framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus er lúxusbílamerki Toyota. Bíllinn er lítið breyttur frá frumútgáfunni og kætir það flesta. Bíllinn mun koma á markað seinna á næsta ári. Hann mun bæði fást með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi og verður meðal annars í boði með 3,0 lítra V6 EcoBoost bensínvél frá Ford. Bíllinn verður settur saman í Flat Rock verksmiðju Ford í Michican, en þar eru einnig smíðaðir bílarnir Ford Mustang og Ford Mondeo, sem heitir reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Lincoln Continental mun leysa af hólmi Lincoln MKS og verður framleiðslu þess bíls ekki hætt í verksmiðju Ford í Chicago í ótiltekinn tíma. Tilkoma Continental mun þó vafalaust minnka eftirspurnina eftir MKS og það gefur Ford kost á meiri framleiðslu Ford Explorer jeppans sem mikil eftirspurn er nú eftir. Bílar video Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Stjarna New York bílasýningarinnar í ár, stóri lúxusbíllinn Lincoln Continental, verður frumsýndur í endanlegri framleiðsluútgáfu á komandi bílasýningu í Detroit í Bandaríkjunum þann 11. janúar á næsta ári. Lincoln er undirmerki Ford sem framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus er lúxusbílamerki Toyota. Bíllinn er lítið breyttur frá frumútgáfunni og kætir það flesta. Bíllinn mun koma á markað seinna á næsta ári. Hann mun bæði fást með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi og verður meðal annars í boði með 3,0 lítra V6 EcoBoost bensínvél frá Ford. Bíllinn verður settur saman í Flat Rock verksmiðju Ford í Michican, en þar eru einnig smíðaðir bílarnir Ford Mustang og Ford Mondeo, sem heitir reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Lincoln Continental mun leysa af hólmi Lincoln MKS og verður framleiðslu þess bíls ekki hætt í verksmiðju Ford í Chicago í ótiltekinn tíma. Tilkoma Continental mun þó vafalaust minnka eftirspurnina eftir MKS og það gefur Ford kost á meiri framleiðslu Ford Explorer jeppans sem mikil eftirspurn er nú eftir.
Bílar video Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent