Besti tenniskappi heims, Novak Djokovic, pakkaði Spánverjanum Rafael Nadal saman um helgina.
Þeir mættust þá í úrslitum China Cup í Peking. Djokovic sýndi Nadal enga miskunn og vann öruggan sigur í tveim settum, 6-2 og 6-2.
„Ég spilaði virkilega vel á þessu móti og hér finnst mér alltaf gaman að keppa," sagði Djokovic.
„Þetta er það mót sem ég hef oftast unnið. Ég er búinn að vinna Opna ástralska mótið fimm sinnum en Peking færir mér alltaf lukku. Þess vegna kem ég alltaf aftur hingað."
Djokovic er búinn að leggja Nadal í sjö af síðustu átta viðureignum þeirra. Alls hafa þeir mæst 45 sinnum í heildina og hefur Nadal unnið 23 sinnum en Djokovic 22 sinnum.
Djokovic óstöðvandi þessa dagana

Mest lesið




Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti






Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn
Fleiri fréttir
