Með dómi Hæstaréttar í Imon-málinu í síðustu viku hafa stjórnendur í tveimur af stóru viðskiptabönkunum þremur fyrir hrun verið dæmdir til fangelsisvistar vegna efnahagsbrota. Þeirra á meðal eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður sama banka, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Alls hafa átta svokölluð hrunmál komið til kasta Hæstaréttar og hefur dómurinn sakfellt í sex þeirra, sýknað var í einu máli og þá var sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Aurum-málinu ómerktur vegna vanhæfis dómara. Fjöldi annarra mála sem sérstakur saksóknari hefur sótt í héraði munu á næstu misserum vera tekin fyrir í Hæstarétti en í tilefni Imon-dómsins og þess dóms sem féll í Marple-málinu hefur Vísir tekið saman stöðuna á hrunmálunum í dómskerfinu. Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson við meðferð Exeter-málsins fyrir héraðsdómi.vísir/gva Umboðssvik fyrirferðarmikil Hæstiréttur hefur tekið sjö héraðsdóma til efnislegrar meðferðar en Aurum-málið bíður nýrrar aðalmeðferðar í héraði eftir ómerkingu. Í þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir eru dómar óskilorðsbundnir nema annað sé tekið fram. Í febrúar 2012 staðfesti Hæstiréttur tveggja ára fangelsisdóm yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, vegna innherjasvika og brota í opinberu starfi. Í júní sama ár gekk dómur í Hæstarétti í Exeter-málinu svokallaða en það var fyrsta málið sem sérstakur saksóknari ákærði í. Þeir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, var einnig ákærður í málinu en Hæstiréttur vísaði hans máli aftur í hérað. Í mars 2013 var hann svo dæmdur í eins árs fangelsi í Hæstarétti fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Í desember 2013 dæmdi svo Hæstiréttur fyrrverandi millistjórnanda hjá Glitni í níu mánaða fangelsi fyrir innherjasvik. Sex mánuðir refsingarinnar voru bundnir skilorði til tveggja ára. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri bankans, voru í febrúar í fyrra sýknaðir af ákæru í Vafningsmálinu en þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik. Sjá umfjöllun Stöðvar 2 um Vafningsmálið hér að neðan: Toppar á bak við lás og slá Í mars 2014 var Lýður Guðmundsson, jafnan kenndur við Bakkavör, dæmdur ásamt Bjarnfreði Ólafssyni til refsingar vegna hlutafjáraukningar í Exista í desember 2008. Lýður var dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna. Bjarnfreður var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Þyngsti dómur sem fallið hefur vegna efnahagsbrota hér á landi féll svo í Hæstarétti í febrúar síðastliðnum í Al Thani-málinu, þar sem ákært var fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þá var Hreiðar Már dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi og Sigurður Einarsson í fjögurra ára fangelsi. Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings fyrir hrun, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Fjórmenningarnir afplána nú allir dóma sína í fangelsinu Kvíabryggju. Sjá umfjöllun Stöðvar 2 um dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu hér að neðan: Hæstiréttur kvað svo upp dóm í Imon-málinu í liðinni viku. Sigurjón Þ. Árnason var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, var dæmd í 18 mánaða fangelsi. Steinþór Gunnarsson, sem var forstöðumaður verðbréfaviðskipta bankans, hlaut níu mánaða dóm. Sýknað í meirihluta mála í héraði Alls hafa fallið dómar í tíu öðrum stórum málum í héraði. Sýknað var í sex þeirra og sakfellt í tveimur. Þá var sakfellt og sýknað í tveimur málum. Átta málum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Ríkissaksóknari áfrýjaði ekki sýknudómi yfir Lýði Guðmundssyni og Sigurði Valtýssyni, fyrrverandi forstjóra Exista, en þeir voru ákærðir fyrir brot á hlutafélagalögum og umboðssvik. Þá gekk dómur í Marple-málinu í síðustu viku og liggur því ekki fyrir hvort honum verður áfrýjað. Í því máli voru Hreiðar Már, Magnús Guðmundsson og Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Marple Holding og einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir hrun, dæmdir í fangelsi. Hlaut Hreiðar Már sex mánaða dóm, Magnús 18 mánaða dóm og Skúli sex mánaða dóm en í málinu var meðal annars ákært fyrir fjárdrátt og hlutdeild í fjárdrætti. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð. Með dómi héraðsdóms í Marple-málinu fylltu Hreiðar og Magnús báðir refsirammann fyrir efnahagsbrot sem er sex ára fangelsi. Ekki eru fordæmi fyrir því að menn séu dæmdir til lengri fangelsisvistar fyrir slík brot en þó er hægt að fara upp úr refsirammanum vegna síbrota. Má þá bæta við allt að helmingi þess refsiramma sem er í hegningarlögum og geta menn því farið mest í níu ára fangelsi fyrir efnahagsbrot. Ingólfur Helgason við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls Kaupþings í maí.vísir/gva Þungir dómar í héraði í BK-máliAf þeim málum sem hefur verið áfrýjað féllu þyngstu dómarnir í BK-málinu svokallaða. Þá voru fjórir fyrrverandi starfsmenn Glitnis dæmdir í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik og brot á lögum um ársreikninga. Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson voru allir dæmdir í fimm ára fangelsi. Magnús Arnar Arngrímsson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Mál þeirra verður flutt í Hæstarétti í desember. Markaðsmisnotkun í Landsbankanum og Kaupþingi Þá voru sjö fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Kaupþings dæmdir til refsingar í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli í júní síðastliðnum en tveir voru sýknaðir. Hreiðari Má var ekki gerð refsing umfram Al Thani-dóminn en ári var bætt við refsingu Sigurðar Einarssonar. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Bjarki Diego, framkvæmdastjóri útlána hjá bankanum var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þrír fyrrverandi starfsmenn bankans hlutu skilorðsbundna dóma. Dómur í öðru umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli var kveðinn upp í nóvember í fyrra. Það sneri að Landsbankanum og var Sigurjón Þ. Árnason dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn bankans voru ákærðir í málinu. Tveir voru dæmdir til refsingar, skilorðsbundinnar að hluta, en einn sýknaður. Í október 2014 féll annar dómur í máli tengdu Landsbankanum en þá voru Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik. Hannes Smárason ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/GVA Hannes Smárason, Milestone og SPRON Þeir Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson voru svo sýknaðir í desember í fyrra af ákæru fyrir brot gegn gjaldeyrislögum í svokölluðu Aserta-máli. Í sama mánuði voru bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir sýknaðir af ákæru í Milestone-málinu ásamt fjórum öðrum en þeir voru meðal annars ákærðir fyrir umboðssvik. Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var svo sýknaður af ákæru um tæplega þriggja milljarða króna fjárdrátt í febrúar síðastliðnum. Í júní voru svo fjórir fyrrverandi stjórnarmenn og fyrrverandi forstjóri SPRON sýknuð af ákæru um umboðssvik vegna tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON veitti Exista rétt fyrir hrun. Tugir mála enn í ferli Eins og áður segir mun aðalmeðferð fara fram á ný í Aurum-málinu en á meðal ákærðu eru Lárus Welding og Jón Ásgeir Jóhannesson. Lárus er einnig ákærður í Stím-málinu svokallaða sem enn á eftir að rétta í og þá er ótalið enn eitt málið sem snýr að Hreiðari, Sigurði og Magnúsi, fyrrverandi Kaupþingstoppum. Aðalmeðferð í því fer fram í desember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá sérstökum saksóknara eru um 15 hrunmál enn til rannsóknar hjá embættinu. Þá bíða um 16 til 18 mál þess að tekin verði ákvörðun um hvort ákært verði í þeim þar sem rannsókn er lokið. Hluti þessara útistandandi mála tengjast Kaupþingi, Glitni og Landsbankanum. Auk þess eru um fjögur til fimm mál í bið hjá embættinu þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði af stað með rannsókn. Erfitt er að segja til um hvenær málaferlum tengdum hruninu lýkur. Má þó gera ráð fyrir því, miðað við þann hraða sem málsmeðferð hefur tekið hingað til, að það verði ekki fyrr en árið 2018. Aurum Holding málið Fréttaskýringar Stím málið Vafningsmálið Hrunið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Hreiðar Már í hleruðu símtali: „Er þetta markaðsmisnotkun? Ég veit það ekki, kannski“ Skýrslutaka yfir Hreiðari Má Sigurðssyni heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 4. maí 2015 15:00 Áætla átta daga í Stím-málið Sex ár eru síðan rannsókn málsins hófst. 13. ágúst 2015 15:27 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. 25. júní 2015 12:13 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur
Með dómi Hæstaréttar í Imon-málinu í síðustu viku hafa stjórnendur í tveimur af stóru viðskiptabönkunum þremur fyrir hrun verið dæmdir til fangelsisvistar vegna efnahagsbrota. Þeirra á meðal eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður sama banka, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Alls hafa átta svokölluð hrunmál komið til kasta Hæstaréttar og hefur dómurinn sakfellt í sex þeirra, sýknað var í einu máli og þá var sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Aurum-málinu ómerktur vegna vanhæfis dómara. Fjöldi annarra mála sem sérstakur saksóknari hefur sótt í héraði munu á næstu misserum vera tekin fyrir í Hæstarétti en í tilefni Imon-dómsins og þess dóms sem féll í Marple-málinu hefur Vísir tekið saman stöðuna á hrunmálunum í dómskerfinu. Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson við meðferð Exeter-málsins fyrir héraðsdómi.vísir/gva Umboðssvik fyrirferðarmikil Hæstiréttur hefur tekið sjö héraðsdóma til efnislegrar meðferðar en Aurum-málið bíður nýrrar aðalmeðferðar í héraði eftir ómerkingu. Í þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir eru dómar óskilorðsbundnir nema annað sé tekið fram. Í febrúar 2012 staðfesti Hæstiréttur tveggja ára fangelsisdóm yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, vegna innherjasvika og brota í opinberu starfi. Í júní sama ár gekk dómur í Hæstarétti í Exeter-málinu svokallaða en það var fyrsta málið sem sérstakur saksóknari ákærði í. Þeir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, var einnig ákærður í málinu en Hæstiréttur vísaði hans máli aftur í hérað. Í mars 2013 var hann svo dæmdur í eins árs fangelsi í Hæstarétti fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Í desember 2013 dæmdi svo Hæstiréttur fyrrverandi millistjórnanda hjá Glitni í níu mánaða fangelsi fyrir innherjasvik. Sex mánuðir refsingarinnar voru bundnir skilorði til tveggja ára. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri bankans, voru í febrúar í fyrra sýknaðir af ákæru í Vafningsmálinu en þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik. Sjá umfjöllun Stöðvar 2 um Vafningsmálið hér að neðan: Toppar á bak við lás og slá Í mars 2014 var Lýður Guðmundsson, jafnan kenndur við Bakkavör, dæmdur ásamt Bjarnfreði Ólafssyni til refsingar vegna hlutafjáraukningar í Exista í desember 2008. Lýður var dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna. Bjarnfreður var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Þyngsti dómur sem fallið hefur vegna efnahagsbrota hér á landi féll svo í Hæstarétti í febrúar síðastliðnum í Al Thani-málinu, þar sem ákært var fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þá var Hreiðar Már dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi og Sigurður Einarsson í fjögurra ára fangelsi. Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kaupþings fyrir hrun, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Fjórmenningarnir afplána nú allir dóma sína í fangelsinu Kvíabryggju. Sjá umfjöllun Stöðvar 2 um dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu hér að neðan: Hæstiréttur kvað svo upp dóm í Imon-málinu í liðinni viku. Sigurjón Þ. Árnason var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, var dæmd í 18 mánaða fangelsi. Steinþór Gunnarsson, sem var forstöðumaður verðbréfaviðskipta bankans, hlaut níu mánaða dóm. Sýknað í meirihluta mála í héraði Alls hafa fallið dómar í tíu öðrum stórum málum í héraði. Sýknað var í sex þeirra og sakfellt í tveimur. Þá var sakfellt og sýknað í tveimur málum. Átta málum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Ríkissaksóknari áfrýjaði ekki sýknudómi yfir Lýði Guðmundssyni og Sigurði Valtýssyni, fyrrverandi forstjóra Exista, en þeir voru ákærðir fyrir brot á hlutafélagalögum og umboðssvik. Þá gekk dómur í Marple-málinu í síðustu viku og liggur því ekki fyrir hvort honum verður áfrýjað. Í því máli voru Hreiðar Már, Magnús Guðmundsson og Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Marple Holding og einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir hrun, dæmdir í fangelsi. Hlaut Hreiðar Már sex mánaða dóm, Magnús 18 mánaða dóm og Skúli sex mánaða dóm en í málinu var meðal annars ákært fyrir fjárdrátt og hlutdeild í fjárdrætti. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð. Með dómi héraðsdóms í Marple-málinu fylltu Hreiðar og Magnús báðir refsirammann fyrir efnahagsbrot sem er sex ára fangelsi. Ekki eru fordæmi fyrir því að menn séu dæmdir til lengri fangelsisvistar fyrir slík brot en þó er hægt að fara upp úr refsirammanum vegna síbrota. Má þá bæta við allt að helmingi þess refsiramma sem er í hegningarlögum og geta menn því farið mest í níu ára fangelsi fyrir efnahagsbrot. Ingólfur Helgason við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls Kaupþings í maí.vísir/gva Þungir dómar í héraði í BK-máliAf þeim málum sem hefur verið áfrýjað féllu þyngstu dómarnir í BK-málinu svokallaða. Þá voru fjórir fyrrverandi starfsmenn Glitnis dæmdir í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik og brot á lögum um ársreikninga. Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson voru allir dæmdir í fimm ára fangelsi. Magnús Arnar Arngrímsson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Mál þeirra verður flutt í Hæstarétti í desember. Markaðsmisnotkun í Landsbankanum og Kaupþingi Þá voru sjö fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Kaupþings dæmdir til refsingar í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli í júní síðastliðnum en tveir voru sýknaðir. Hreiðari Má var ekki gerð refsing umfram Al Thani-dóminn en ári var bætt við refsingu Sigurðar Einarssonar. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Bjarki Diego, framkvæmdastjóri útlána hjá bankanum var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þrír fyrrverandi starfsmenn bankans hlutu skilorðsbundna dóma. Dómur í öðru umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli var kveðinn upp í nóvember í fyrra. Það sneri að Landsbankanum og var Sigurjón Þ. Árnason dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn bankans voru ákærðir í málinu. Tveir voru dæmdir til refsingar, skilorðsbundinnar að hluta, en einn sýknaður. Í október 2014 féll annar dómur í máli tengdu Landsbankanum en þá voru Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik. Hannes Smárason ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/GVA Hannes Smárason, Milestone og SPRON Þeir Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson voru svo sýknaðir í desember í fyrra af ákæru fyrir brot gegn gjaldeyrislögum í svokölluðu Aserta-máli. Í sama mánuði voru bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir sýknaðir af ákæru í Milestone-málinu ásamt fjórum öðrum en þeir voru meðal annars ákærðir fyrir umboðssvik. Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var svo sýknaður af ákæru um tæplega þriggja milljarða króna fjárdrátt í febrúar síðastliðnum. Í júní voru svo fjórir fyrrverandi stjórnarmenn og fyrrverandi forstjóri SPRON sýknuð af ákæru um umboðssvik vegna tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON veitti Exista rétt fyrir hrun. Tugir mála enn í ferli Eins og áður segir mun aðalmeðferð fara fram á ný í Aurum-málinu en á meðal ákærðu eru Lárus Welding og Jón Ásgeir Jóhannesson. Lárus er einnig ákærður í Stím-málinu svokallaða sem enn á eftir að rétta í og þá er ótalið enn eitt málið sem snýr að Hreiðari, Sigurði og Magnúsi, fyrrverandi Kaupþingstoppum. Aðalmeðferð í því fer fram í desember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá sérstökum saksóknara eru um 15 hrunmál enn til rannsóknar hjá embættinu. Þá bíða um 16 til 18 mál þess að tekin verði ákvörðun um hvort ákært verði í þeim þar sem rannsókn er lokið. Hluti þessara útistandandi mála tengjast Kaupþingi, Glitni og Landsbankanum. Auk þess eru um fjögur til fimm mál í bið hjá embættinu þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði af stað með rannsókn. Erfitt er að segja til um hvenær málaferlum tengdum hruninu lýkur. Má þó gera ráð fyrir því, miðað við þann hraða sem málsmeðferð hefur tekið hingað til, að það verði ekki fyrr en árið 2018.
Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20
Hreiðar Már í hleruðu símtali: „Er þetta markaðsmisnotkun? Ég veit það ekki, kannski“ Skýrslutaka yfir Hreiðari Má Sigurðssyni heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 4. maí 2015 15:00
Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50
Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. 25. júní 2015 12:13