Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. október 2015 13:01 Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. Vísir/GVA Áætlanir RÚV gera ráð fyrir því að útvarpsgjaldi verði 17.800 krónur og renni óskipt til félagsins frá og með næstu áramótum og hækki með verðlagi. Það er 1.400 krónum meira en fjárlagafrumvarp næsta árs gerir nú ráð fyrir. Á fimm ára áætlunartíma eru þetta því tæplega 5,8 milljarða króna hækkun á opinberu framlagi sem stofnunin gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu um rekstur RÚV.Lóðin þarf að seljast Í skýrslunni kemur einnig fram að ekki má neitt út af bregða vegna byggingarréttarsölu á lóð fyrirtækisins. Reiknað er með 1.500 milljóna króna tekjum af sölunni.Alþingi gerir ekki ráð fyrir jafn háum framlögum til RÚV af skattfé og fyrirtækið sjálft.Vísir/GVAÞriðja forsenda þess að RÚV nái að koma sér á kjöl er að ríkissjóður létti skuldabréfi í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af fyrirtækinu. Óhagstæð vaxtakjör Skuldin nemur 3,2 milljörðum króna en þar sem hún var tilkomin áður en rekstrarformi RÚV var breytt í ohf, eða opinbert hlutafélag, hvílir á því ríkisábyrgð. Skuldabréfið er til ársins 2025, verðtryggt og með fasta 5 prósent vexti. Það er mat nefndarinnar sem skrifaði skýrsluna að vaxtakjör séu óhagstæð. „Markaðsvextir skuldabréfa Íbúðalánasjóðs, sem jafnframt bera ríkisábyrgð, eru nú um 2,6%. RÚV er því að greiða um 77 m.kr. á ári í vexti umfram núverandi markaðsvexti láns með ríkisábyrgð,“ segir í skýrslunni. Hækki útvarpsgjaldið ekki og taki ríkissjóður ekki yfir skuld fyrirtækisins við LSR má reikna með að taprekstur RÚV verði orðinn milljarður króna á tímabilinu 2019-2020. Enn verri staða blasir við verði ekki hægt að nýta sölu byggingaréttar til niðurgreiðslu skulda.Heildartekjur BBC á hvern íbúa eru lægri en hjá RÚV.Vísir/EPAMeð hæstu heildartekjurnarÍ skýrslunni segir að RÚV sé með um fjórðungi hærri heildartekjur á íbúa en meðaltal samanburðarlanda. Inni í þeim tölum eru bæði ríkisframlag og aðrar tekjur, svo sem auglýsingatekjur. „Til að bera saman tekjur systurstofnana er varasamt að bera saman útvarpsgjald eða afnotagjald þar sem reglur um slíkt eru afar mismunandi. Sum ríki innheimta gjald af hverju heimili, sum hafa afslætti fyrir ýmsa hópa,“ segir í skýrslunni um þennan samanburð. Norska ríkisútvarpið NRK er með svipaðar heildartekjur á íbúa og RÚV. Heildartekjur Breska ríkisútvarpsins á íbúa er lægri, sem og tekjur danska, finnska og sænska ríkisútvarpsins. Skýrsluna í heild má lesa hér að neðan. Alþingi Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Áætlanir RÚV gera ráð fyrir því að útvarpsgjaldi verði 17.800 krónur og renni óskipt til félagsins frá og með næstu áramótum og hækki með verðlagi. Það er 1.400 krónum meira en fjárlagafrumvarp næsta árs gerir nú ráð fyrir. Á fimm ára áætlunartíma eru þetta því tæplega 5,8 milljarða króna hækkun á opinberu framlagi sem stofnunin gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu um rekstur RÚV.Lóðin þarf að seljast Í skýrslunni kemur einnig fram að ekki má neitt út af bregða vegna byggingarréttarsölu á lóð fyrirtækisins. Reiknað er með 1.500 milljóna króna tekjum af sölunni.Alþingi gerir ekki ráð fyrir jafn háum framlögum til RÚV af skattfé og fyrirtækið sjálft.Vísir/GVAÞriðja forsenda þess að RÚV nái að koma sér á kjöl er að ríkissjóður létti skuldabréfi í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af fyrirtækinu. Óhagstæð vaxtakjör Skuldin nemur 3,2 milljörðum króna en þar sem hún var tilkomin áður en rekstrarformi RÚV var breytt í ohf, eða opinbert hlutafélag, hvílir á því ríkisábyrgð. Skuldabréfið er til ársins 2025, verðtryggt og með fasta 5 prósent vexti. Það er mat nefndarinnar sem skrifaði skýrsluna að vaxtakjör séu óhagstæð. „Markaðsvextir skuldabréfa Íbúðalánasjóðs, sem jafnframt bera ríkisábyrgð, eru nú um 2,6%. RÚV er því að greiða um 77 m.kr. á ári í vexti umfram núverandi markaðsvexti láns með ríkisábyrgð,“ segir í skýrslunni. Hækki útvarpsgjaldið ekki og taki ríkissjóður ekki yfir skuld fyrirtækisins við LSR má reikna með að taprekstur RÚV verði orðinn milljarður króna á tímabilinu 2019-2020. Enn verri staða blasir við verði ekki hægt að nýta sölu byggingaréttar til niðurgreiðslu skulda.Heildartekjur BBC á hvern íbúa eru lægri en hjá RÚV.Vísir/EPAMeð hæstu heildartekjurnarÍ skýrslunni segir að RÚV sé með um fjórðungi hærri heildartekjur á íbúa en meðaltal samanburðarlanda. Inni í þeim tölum eru bæði ríkisframlag og aðrar tekjur, svo sem auglýsingatekjur. „Til að bera saman tekjur systurstofnana er varasamt að bera saman útvarpsgjald eða afnotagjald þar sem reglur um slíkt eru afar mismunandi. Sum ríki innheimta gjald af hverju heimili, sum hafa afslætti fyrir ýmsa hópa,“ segir í skýrslunni um þennan samanburð. Norska ríkisútvarpið NRK er með svipaðar heildartekjur á íbúa og RÚV. Heildartekjur Breska ríkisútvarpsins á íbúa er lægri, sem og tekjur danska, finnska og sænska ríkisútvarpsins. Skýrsluna í heild má lesa hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira