Furðulega indælt stríð Brynhildur Björnsdóttir skrifar 29. október 2015 10:45 Bækur Eitt á ég samt – Endurminningar Árna Bergmann Mál og menning Kápa: Emilía Ragnarsdóttir Umbrot: Guðmundur Þorsteinsson Ævisögur snúast eðli málsins samkvæmt um einstaklinga, sögu þeirra og samtíð. Það hlýtur að vera einn besti vitnisburður um ævisögu að hún sé skemmtileg og heillandi aflestrar án þess að lesandinn hafi nema fáar forsendur til að tengja við og lítinn fyrirframgefinn áhuga á ritaranum og því fólki og tímum sem sýnt er að hann sé að skrifa um. Árni Bergmann er einn af þeim Íslendingum sem í mínu minni hafa verið áberandi í þjóðlífinu án þess að ég leiddi að þeim hugann neitt sérstaklega. Ég hafði mynd af honum sem blaðamanni á Þjóðviljanum, hjólandi um bæinn með kaskeiti og pípu (get reyndar ekki fullyrt að hann hafi verið með pípuna á hjólinu en þannig sé ég hann fyrir mér). Seinna komst ég að því að hann er líka rithöfundur, þýðandi og gagnrýnandi. Fyrsta skáldsaga Árna heitir Geirfuglarnir og kom út 1982 og árið 2008 gaf hljómsveitin Geirfuglarnir út plötu sem heitir Árni Bergmann. Þetta var svona um það bil það sem ég vissi. Það var því hikandi sem ég tók að mér að rita bókardóm um endurminningar Árna Bergmann, Eitt á ég samt, nokkuð viss um að ég hefði ekki mikið til slíks verkefnis að færa og satt að segja óviss um hvort ég myndi endast til að lesa bókina alla. Það er gaman að hafa rangt fyrir sér. Frá fyrstu síðu var ég alveg heilluð af þessari bók. Af sögum Árna frá uppvexti sínum í Keflavík, af námsárunum í Moskvu, af hinu „furðulega indæla stríði“ sem Árni kallar það gefa út lítið, rammpólitískt blað og af því hvað líf þess sem dreymir um að breiða út fagnaðarerindi bókmennta og hugsjóna getur verið flókið og gefandi. Mér þótti líka mikill fengur að lýsingum hans á „vinum sínum hommunum“ en mín kynslóð hefur ekki á tilfinningunni að þeir hafi verið mjög áberandi í samfélaginu um miðja síðustu öld. Bókin er einstaklega fallega skrifuð, textinn þrunginn bragðmiklum orðum og setningarnar listavel smíðaðar svo stundum varð ég að leggja bókina frá mér til að velta setningum í huganum, eins og þær væru dökkt súkkulaði sem bæri að taka sér tíma í að njóta. Árni býr að því við ritun þessarar bókar að hafa áður skrifað bækur sem byggja á endurminningum hans. Kaflar hefjast oft á tilvitnunum í þessar bækur og ég þarf greinilega að lesa þær líka. Ég saknaði þess reyndar að sjá fleiri konum gerð skil í bók þar sem langir kaflar fara í að draga upp ljóslifandi og heillandi mannlýsingar af vinum og samferðamönnum. Konurnar eru meiri aukapersónur, vikið að þeim góðu orði en ekki farið á sömu dýpt og þegar karlarnir eiga í hlut og það er synd því margar kvennanna sem koma við sögu hefði verið gaman að fá að sjá með sömu augum. Á næstsíðustu síðunni segir Árni um bókina: „Ég sagði þegar ég byrjaði að skrifa hana fyrir fjórum árum að ég teldi mig heppinn mann.“ Mér finnst ég hafa verið heppin að fá þessa bók svona óvænt í hendurnar því ég hefði sennilega aldrei valið mér að lesa hana sjálf. Ég vil hvetja þá, sem finnst eins og mér ólíklegt að Árni Bergmann hafi eitthvað við þá að segja, til að gefa sér tíma til að lesa hana.Niðurstaða: Heillandi og vel skrifaðar endurminningar sem erfitt er að leggja frá sér. Bókmenntir Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Eitt á ég samt – Endurminningar Árna Bergmann Mál og menning Kápa: Emilía Ragnarsdóttir Umbrot: Guðmundur Þorsteinsson Ævisögur snúast eðli málsins samkvæmt um einstaklinga, sögu þeirra og samtíð. Það hlýtur að vera einn besti vitnisburður um ævisögu að hún sé skemmtileg og heillandi aflestrar án þess að lesandinn hafi nema fáar forsendur til að tengja við og lítinn fyrirframgefinn áhuga á ritaranum og því fólki og tímum sem sýnt er að hann sé að skrifa um. Árni Bergmann er einn af þeim Íslendingum sem í mínu minni hafa verið áberandi í þjóðlífinu án þess að ég leiddi að þeim hugann neitt sérstaklega. Ég hafði mynd af honum sem blaðamanni á Þjóðviljanum, hjólandi um bæinn með kaskeiti og pípu (get reyndar ekki fullyrt að hann hafi verið með pípuna á hjólinu en þannig sé ég hann fyrir mér). Seinna komst ég að því að hann er líka rithöfundur, þýðandi og gagnrýnandi. Fyrsta skáldsaga Árna heitir Geirfuglarnir og kom út 1982 og árið 2008 gaf hljómsveitin Geirfuglarnir út plötu sem heitir Árni Bergmann. Þetta var svona um það bil það sem ég vissi. Það var því hikandi sem ég tók að mér að rita bókardóm um endurminningar Árna Bergmann, Eitt á ég samt, nokkuð viss um að ég hefði ekki mikið til slíks verkefnis að færa og satt að segja óviss um hvort ég myndi endast til að lesa bókina alla. Það er gaman að hafa rangt fyrir sér. Frá fyrstu síðu var ég alveg heilluð af þessari bók. Af sögum Árna frá uppvexti sínum í Keflavík, af námsárunum í Moskvu, af hinu „furðulega indæla stríði“ sem Árni kallar það gefa út lítið, rammpólitískt blað og af því hvað líf þess sem dreymir um að breiða út fagnaðarerindi bókmennta og hugsjóna getur verið flókið og gefandi. Mér þótti líka mikill fengur að lýsingum hans á „vinum sínum hommunum“ en mín kynslóð hefur ekki á tilfinningunni að þeir hafi verið mjög áberandi í samfélaginu um miðja síðustu öld. Bókin er einstaklega fallega skrifuð, textinn þrunginn bragðmiklum orðum og setningarnar listavel smíðaðar svo stundum varð ég að leggja bókina frá mér til að velta setningum í huganum, eins og þær væru dökkt súkkulaði sem bæri að taka sér tíma í að njóta. Árni býr að því við ritun þessarar bókar að hafa áður skrifað bækur sem byggja á endurminningum hans. Kaflar hefjast oft á tilvitnunum í þessar bækur og ég þarf greinilega að lesa þær líka. Ég saknaði þess reyndar að sjá fleiri konum gerð skil í bók þar sem langir kaflar fara í að draga upp ljóslifandi og heillandi mannlýsingar af vinum og samferðamönnum. Konurnar eru meiri aukapersónur, vikið að þeim góðu orði en ekki farið á sömu dýpt og þegar karlarnir eiga í hlut og það er synd því margar kvennanna sem koma við sögu hefði verið gaman að fá að sjá með sömu augum. Á næstsíðustu síðunni segir Árni um bókina: „Ég sagði þegar ég byrjaði að skrifa hana fyrir fjórum árum að ég teldi mig heppinn mann.“ Mér finnst ég hafa verið heppin að fá þessa bók svona óvænt í hendurnar því ég hefði sennilega aldrei valið mér að lesa hana sjálf. Ég vil hvetja þá, sem finnst eins og mér ólíklegt að Árni Bergmann hafi eitthvað við þá að segja, til að gefa sér tíma til að lesa hana.Niðurstaða: Heillandi og vel skrifaðar endurminningar sem erfitt er að leggja frá sér.
Bókmenntir Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira