Adele skellir á Silvíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. október 2015 00:18 Loksins hefur fengist svar við því hver var á hinni línunni árið 2006. Vísir Það hafa líklega fáir netverjar farið varhluta af þeirri gríðarlegu hylli sem nýjasta lag söngkonunnar Adele, Hello, hefur notið allt frá því að það rataði á vefinn fyrir fimm dögum síðan. Síðan þá hafa rúmlega 115 milljón manns horft á myndband lagsins á Youtube og alla jafna horfa um milljón manns á það á hverri einustu klukkustund. Þegar vinsældirnar eru jafn miklar og raun ber vitni skal engan undra að gamansamir netverjar geri sér mat úr því. Þannig hafa fjölmargar útgáfur af laginu sprottið upp á síðustu dögum þar sem það er dregið sundur og saman í háði. Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendur ærðust á TwitterVísir greindi til að mynda frá því að goðsögnin Lionel Richie hafi svarað söngkonunni á sunnudaginn þegar hann deildi sinni eigin útgáfu af laginu. Þar var búið að klippa saman lag Adele og samnefnt lag hans frá árinu 1984. Útkoman var sprenghlægileg. Ein af alræmdari framlögum Íslands til Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva er tilraun Silvíu Nætur til að heilla Evrópu með laginu Congratulations árið 2006. Á sviðinu í Aþenu lék Ágústa Eva Erlendsdóttir á als oddi, fór í „gyllta sturtu“ og ögraði Evrópu áður en hún var púuð niður. Einhver langrækinn júróvisjónaðdáandi hefur nú tekið sig til og klippt Silvíu og stöllu hennar Adele saman í eitt myndband þar sem sú síðarnefnda tekur við símtali Silvíu. Myndbandinu var deilt á áhugamannasíðunni Esc Today sem sérhæfir sig í umfjöllun um söngvakeppnina nú undir kvöld. Sjón er sögu ríkari.Silvia Night calls Adele#Hello Adele, you've got a call from Silvía Night! #eurovisionPosted by Esctoday on Wednesday, 28 October 2015 Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01 Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Það hafa líklega fáir netverjar farið varhluta af þeirri gríðarlegu hylli sem nýjasta lag söngkonunnar Adele, Hello, hefur notið allt frá því að það rataði á vefinn fyrir fimm dögum síðan. Síðan þá hafa rúmlega 115 milljón manns horft á myndband lagsins á Youtube og alla jafna horfa um milljón manns á það á hverri einustu klukkustund. Þegar vinsældirnar eru jafn miklar og raun ber vitni skal engan undra að gamansamir netverjar geri sér mat úr því. Þannig hafa fjölmargar útgáfur af laginu sprottið upp á síðustu dögum þar sem það er dregið sundur og saman í háði. Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendur ærðust á TwitterVísir greindi til að mynda frá því að goðsögnin Lionel Richie hafi svarað söngkonunni á sunnudaginn þegar hann deildi sinni eigin útgáfu af laginu. Þar var búið að klippa saman lag Adele og samnefnt lag hans frá árinu 1984. Útkoman var sprenghlægileg. Ein af alræmdari framlögum Íslands til Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva er tilraun Silvíu Nætur til að heilla Evrópu með laginu Congratulations árið 2006. Á sviðinu í Aþenu lék Ágústa Eva Erlendsdóttir á als oddi, fór í „gyllta sturtu“ og ögraði Evrópu áður en hún var púuð niður. Einhver langrækinn júróvisjónaðdáandi hefur nú tekið sig til og klippt Silvíu og stöllu hennar Adele saman í eitt myndband þar sem sú síðarnefnda tekur við símtali Silvíu. Myndbandinu var deilt á áhugamannasíðunni Esc Today sem sérhæfir sig í umfjöllun um söngvakeppnina nú undir kvöld. Sjón er sögu ríkari.Silvia Night calls Adele#Hello Adele, you've got a call from Silvía Night! #eurovisionPosted by Esctoday on Wednesday, 28 October 2015
Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01 Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01
Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13