Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 22-20 | Eyjakonur lögðu meistarana Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 29. október 2015 19:30 Vera Lopes var atkvæðamikil hjá ÍBV í kvöld og skoraði níu mörk. Vísir/Valli ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar kvenna eftir sigur á Íslandsmeisturum Gróttu á heimavelli í kvöld. Bæði lið voru ósgruð fyrir leik kvöldsins. ÍBV leiddi með þremur mörkum, 12-9, að loknum fyrri hálfleik en Grótta náði að jafna metin tólf mínútum fyrir leikslok. Liðin héldust að næstu mínúturnar en ÍBV skoraði síðustu tvö mörk leiksins og tryggði sér sigurinn, ekki síst vegna frammistöðu Erlu Rósar Sigmarsdóttur í marki ÍBV á lokamínútunum. Erla Rós varði alls þrettán skot í leiknum en hinum megin á vellinum var Íris Björk Símonardóttir öflug en hún varði sextán skot fyrir Gróttu. Vera Lopes var langmarkahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr alls átján skotum. Telma Amado skoraði fimm örk en þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunna María Einarsdóttir skoruðu fjögur hvor fyrir Gróttu. Leikurinn var frábær skemmtun en fyrir leikinn höfðu bæði liðin unnið alla sína sjö leiki og því um algjöran toppslag að ræða. Eyjakonur voru þó yfir mestallan leikinn og voru að spila glimrandi góðan handbolta. Gestirnir í Gróttu áttu í vandræðum með varnarleik Eyjakvenna en Grótta hefur verið í vandræðum sóknarlega í vetur. Varnir liðanna voru þó til fyrirmyndar heilt yfir en tæknifeilar voru ótrúlega margir í leiknum. Gróttukonur byrjuðu betur og voru yfir á flestum tölum í byrjun, þá voru þær þó að hiksta sóknarlega og virtust eiga helling inni. Í stöðunni 8-7 fyrir ÍBV kom flottur kafli hjá þeim, Erla Rós Sigmarsdóttir varði vítakast og sóknarleikurinn gekk frábærlega. Staðan var því orðin 11-7 eftir þrjú frábær mörk þeirra. Þá kom annars eins kafli en nú hjá Gróttukonum, þar varði Íris víti en þær skoruðu tvö mörk og minnkuðu muninn niður. Þegar lokaflautan gall í fyrri hálfleik dæmdi Hafsteinn Ingibergsson mark, þegar skot Drífu Þorvaldsdóttur hafnaði í netinu. Eftir að dómarar og eftirlitsmaður HSÍ ræddu saman við ritaraborðið var ákveðið að dæma markið af Eyjakonum, eftir að liðin höfðu labbað til búningsherbergja. Vitaskuld voru áhorfendur í stúkunni óánægðir þegar fréttirnar bárust út en það er skiljanlegt. Í síðari hálfleik virkuðu Gróttustelpur betri en þær jöfnuðu metin þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum, héldu þá margir að þær myndu stinga af en það gerðu þær ekki. Enn fleiri sóknarfeilar litu dagsins ljós hjá Gróttu og ÍBV tók leikinn á seiglunni. Telma Amado og Vera Lopes voru frábærar á lokakaflanum, ásamt Erlu Rós í markinu. Hamingjan skein úr hverju andliti í Eyjaliðinu eftir leik en sigurinn er gríðarlega sterkur í ljósi stöðu liða í deildinni.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/ValliKári: Notalegt á hóteli og Einsa Kalda Kári Garðarsson, þjálfari Gróttukvenna, viðurkenndi eftir leik að Íslandsmeistararnir hefðu tapað fyrir betra liði í kvöld. „Það er alltaf vont að tapa. Við töpuðum fyrir betra liði í dag. Þær voru grimmari og höfðu meiri löngun til að vinna,“ sagði Kári. „Það var reyndar mjög sárt fyrir okkur að fara með jafn mikið af færum þegar við loksins sköpuðum okkur þau. En hún varði mjög vel í markinu hjá þeim.“ Hann segir að Grótta hafi lent í erfiðleikum með varnarleik ÍBV. „Það er þolinmæðisvinna að spila á móti þessu en ef við hefðum nýtt helminginn af þeim færum sem við náðum að skapa okkur værum við í mun betri málum nú.“ Lið Gróttu kom til Vestmannaeyja með Herjólfi stuttu eftir miðnætti í gærkvöldi en Kári segir að það hafi ekki haft áhrif. „Við vorum við bestu aðstæður hér í kvöld og jafnvel betri en fyrir aðra deildarleiki - við vorum á hóteli, borðuðum á Einsa Kalda og höfðum það bara notalegt.“ „Ég get ekki ímyndað mér að það hafi haft áhrif á leikinn í kvöld,“ bætti hann við. „Ég vona að tapið geri það að verkum að við spýtum enn meira í. ÍBV er með mjög öflugt lið og á skilið að vera á toppnum.“Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV.Vísir/ValliHrafnhildur: Viðbjóðslegt að spila á móti vörninni okkar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var hæstánægð með leik sinna mann eftir sigurinn á Gróttu í kvöld. „Það var ætlunin fyrir leikinn að halda okkur taplausum en þetta var rosalegt,“ sagði Hrafnhildur. „Frá fyrstu mínútu var vitað mál að þetta myndi enda okkar megin - ég hafði að minnsta kosti trú á því miðað við hvernig stelpurnar mættu í leikinn.“ ÍBV spilaði góða 5-1 vörn í kvöld eins og svo oft áður á tímabilinu en Grótta lenti í erfiðleikum með hana. „Við erum búnar að spila þessa vörn nokkuð lengi og erum þrusugóðar í henni. Þegar vinnslan á henni gengur vel er viðbjóðslegt fyrir sóknarmann að spila á móti henni,“ sagði hún og hló. Þegar ÍBV var í undirtölu brást Hrafnhildur við með því að taka markvörðinn af velli og spila með aukamann í sókn. Það kostaði þó ÍBV tvö mörk í kvöld. „Við erum búnar að gera þetta í fullt af leikjum og þetta hefur gengið vel. Heilt yfir höfum við grætt meira á þessu en tapað. Við hættum þessum þegar þetta gekk ekki upp í kvöld en maður reynir auðvitað allt.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar kvenna eftir sigur á Íslandsmeisturum Gróttu á heimavelli í kvöld. Bæði lið voru ósgruð fyrir leik kvöldsins. ÍBV leiddi með þremur mörkum, 12-9, að loknum fyrri hálfleik en Grótta náði að jafna metin tólf mínútum fyrir leikslok. Liðin héldust að næstu mínúturnar en ÍBV skoraði síðustu tvö mörk leiksins og tryggði sér sigurinn, ekki síst vegna frammistöðu Erlu Rósar Sigmarsdóttur í marki ÍBV á lokamínútunum. Erla Rós varði alls þrettán skot í leiknum en hinum megin á vellinum var Íris Björk Símonardóttir öflug en hún varði sextán skot fyrir Gróttu. Vera Lopes var langmarkahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr alls átján skotum. Telma Amado skoraði fimm örk en þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunna María Einarsdóttir skoruðu fjögur hvor fyrir Gróttu. Leikurinn var frábær skemmtun en fyrir leikinn höfðu bæði liðin unnið alla sína sjö leiki og því um algjöran toppslag að ræða. Eyjakonur voru þó yfir mestallan leikinn og voru að spila glimrandi góðan handbolta. Gestirnir í Gróttu áttu í vandræðum með varnarleik Eyjakvenna en Grótta hefur verið í vandræðum sóknarlega í vetur. Varnir liðanna voru þó til fyrirmyndar heilt yfir en tæknifeilar voru ótrúlega margir í leiknum. Gróttukonur byrjuðu betur og voru yfir á flestum tölum í byrjun, þá voru þær þó að hiksta sóknarlega og virtust eiga helling inni. Í stöðunni 8-7 fyrir ÍBV kom flottur kafli hjá þeim, Erla Rós Sigmarsdóttir varði vítakast og sóknarleikurinn gekk frábærlega. Staðan var því orðin 11-7 eftir þrjú frábær mörk þeirra. Þá kom annars eins kafli en nú hjá Gróttukonum, þar varði Íris víti en þær skoruðu tvö mörk og minnkuðu muninn niður. Þegar lokaflautan gall í fyrri hálfleik dæmdi Hafsteinn Ingibergsson mark, þegar skot Drífu Þorvaldsdóttur hafnaði í netinu. Eftir að dómarar og eftirlitsmaður HSÍ ræddu saman við ritaraborðið var ákveðið að dæma markið af Eyjakonum, eftir að liðin höfðu labbað til búningsherbergja. Vitaskuld voru áhorfendur í stúkunni óánægðir þegar fréttirnar bárust út en það er skiljanlegt. Í síðari hálfleik virkuðu Gróttustelpur betri en þær jöfnuðu metin þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum, héldu þá margir að þær myndu stinga af en það gerðu þær ekki. Enn fleiri sóknarfeilar litu dagsins ljós hjá Gróttu og ÍBV tók leikinn á seiglunni. Telma Amado og Vera Lopes voru frábærar á lokakaflanum, ásamt Erlu Rós í markinu. Hamingjan skein úr hverju andliti í Eyjaliðinu eftir leik en sigurinn er gríðarlega sterkur í ljósi stöðu liða í deildinni.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/ValliKári: Notalegt á hóteli og Einsa Kalda Kári Garðarsson, þjálfari Gróttukvenna, viðurkenndi eftir leik að Íslandsmeistararnir hefðu tapað fyrir betra liði í kvöld. „Það er alltaf vont að tapa. Við töpuðum fyrir betra liði í dag. Þær voru grimmari og höfðu meiri löngun til að vinna,“ sagði Kári. „Það var reyndar mjög sárt fyrir okkur að fara með jafn mikið af færum þegar við loksins sköpuðum okkur þau. En hún varði mjög vel í markinu hjá þeim.“ Hann segir að Grótta hafi lent í erfiðleikum með varnarleik ÍBV. „Það er þolinmæðisvinna að spila á móti þessu en ef við hefðum nýtt helminginn af þeim færum sem við náðum að skapa okkur værum við í mun betri málum nú.“ Lið Gróttu kom til Vestmannaeyja með Herjólfi stuttu eftir miðnætti í gærkvöldi en Kári segir að það hafi ekki haft áhrif. „Við vorum við bestu aðstæður hér í kvöld og jafnvel betri en fyrir aðra deildarleiki - við vorum á hóteli, borðuðum á Einsa Kalda og höfðum það bara notalegt.“ „Ég get ekki ímyndað mér að það hafi haft áhrif á leikinn í kvöld,“ bætti hann við. „Ég vona að tapið geri það að verkum að við spýtum enn meira í. ÍBV er með mjög öflugt lið og á skilið að vera á toppnum.“Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV.Vísir/ValliHrafnhildur: Viðbjóðslegt að spila á móti vörninni okkar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var hæstánægð með leik sinna mann eftir sigurinn á Gróttu í kvöld. „Það var ætlunin fyrir leikinn að halda okkur taplausum en þetta var rosalegt,“ sagði Hrafnhildur. „Frá fyrstu mínútu var vitað mál að þetta myndi enda okkar megin - ég hafði að minnsta kosti trú á því miðað við hvernig stelpurnar mættu í leikinn.“ ÍBV spilaði góða 5-1 vörn í kvöld eins og svo oft áður á tímabilinu en Grótta lenti í erfiðleikum með hana. „Við erum búnar að spila þessa vörn nokkuð lengi og erum þrusugóðar í henni. Þegar vinnslan á henni gengur vel er viðbjóðslegt fyrir sóknarmann að spila á móti henni,“ sagði hún og hló. Þegar ÍBV var í undirtölu brást Hrafnhildur við með því að taka markvörðinn af velli og spila með aukamann í sókn. Það kostaði þó ÍBV tvö mörk í kvöld. „Við erum búnar að gera þetta í fullt af leikjum og þetta hefur gengið vel. Heilt yfir höfum við grætt meira á þessu en tapað. Við hættum þessum þegar þetta gekk ekki upp í kvöld en maður reynir auðvitað allt.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira