Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2015 12:07 Frá undirritun kjarasamninga í Karphúsinu í nótt. Vísir/Friðrik Þór Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir hækkanirnar í samræmi við það sem samninganefndir félaganna þriggja lögðu upp með frá byrjun. „Krafa félaganna var mjög einföld. Hún var sú að við myndum fá sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn, og það tókst. Kjararamminn er sá sami og gerðardómur komst að í niðurstöðu sinni á dögunum. Kostnaðarramminn er til þriggja ára og beinar launahækkanir koma inn á tímabilinu auk þess sem verið er að gera lagfæringar á launatöflu,“ segir hann.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags.vísir/anton brinkSALEK tafði viðræðurnar Hann telur líklegt að vinna SALEK-hópsins svokallaða hafi haft áhrif á gang viðræðnanna. „Ég held að sumu leyti að það hafi orðið tafir á okkar vinnu vegna þessarar vinnu sem átti sér stað í SALEK umhverfinu. En þegar þær tafir leystur þá fór að ganga betur hjá okkur. Það var að vísu ekki þannig að þá féll allt í ljúfa löð því við þurftum að takast á við marga hluti þrátt fyrir það. En við náðum saman og erum sátt við niðurstöðuna,“ segir Þórarinn. Launahækkanirnar á tímabilinu eru frá 29 prósentum upp í 32 prósent, að sögn Þórarins. „Þarna er um ólíkar hækkanir að ræða. Lægstu tölur í launatöflu eru hækkuð um 25 þúsund krónur, eins og gerðist á almennum markaði, þannig að það er einhver hluti sem fær rétt rúmlega 30 prósenta hækkun. Þannig að þeir sem eru með lægstu launin fá ívið hærri hækkanir.“Úr 40 stundum í 36Þá samþykkti ríkisstjórnin að fara í tilraunaverkefni með félögunum sem miðar að styttri vinnuviku, eða úr 40 klukkustundum í 36 stundir. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn. Hann segir að stefnt verði að því að kynna nýja kjarasamninga fyrir félagsmönnum á næstu dögum. Í kjölfarið verði farið í atkvæðagreiðslu og að niðurstaðna úr henni sé að vænta 10. nóvember næstkomandi. Verkfall 2016 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir hækkanirnar í samræmi við það sem samninganefndir félaganna þriggja lögðu upp með frá byrjun. „Krafa félaganna var mjög einföld. Hún var sú að við myndum fá sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn, og það tókst. Kjararamminn er sá sami og gerðardómur komst að í niðurstöðu sinni á dögunum. Kostnaðarramminn er til þriggja ára og beinar launahækkanir koma inn á tímabilinu auk þess sem verið er að gera lagfæringar á launatöflu,“ segir hann.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags.vísir/anton brinkSALEK tafði viðræðurnar Hann telur líklegt að vinna SALEK-hópsins svokallaða hafi haft áhrif á gang viðræðnanna. „Ég held að sumu leyti að það hafi orðið tafir á okkar vinnu vegna þessarar vinnu sem átti sér stað í SALEK umhverfinu. En þegar þær tafir leystur þá fór að ganga betur hjá okkur. Það var að vísu ekki þannig að þá féll allt í ljúfa löð því við þurftum að takast á við marga hluti þrátt fyrir það. En við náðum saman og erum sátt við niðurstöðuna,“ segir Þórarinn. Launahækkanirnar á tímabilinu eru frá 29 prósentum upp í 32 prósent, að sögn Þórarins. „Þarna er um ólíkar hækkanir að ræða. Lægstu tölur í launatöflu eru hækkuð um 25 þúsund krónur, eins og gerðist á almennum markaði, þannig að það er einhver hluti sem fær rétt rúmlega 30 prósenta hækkun. Þannig að þeir sem eru með lægstu launin fá ívið hærri hækkanir.“Úr 40 stundum í 36Þá samþykkti ríkisstjórnin að fara í tilraunaverkefni með félögunum sem miðar að styttri vinnuviku, eða úr 40 klukkustundum í 36 stundir. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn. Hann segir að stefnt verði að því að kynna nýja kjarasamninga fyrir félagsmönnum á næstu dögum. Í kjölfarið verði farið í atkvæðagreiðslu og að niðurstaðna úr henni sé að vænta 10. nóvember næstkomandi.
Verkfall 2016 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira