John Stockton verður þjálfari í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 12:30 John Stockton. Vísir/Getty John Stockton, sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar og stolið flestum boltum í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur jafnan forðast sviðsljósið og haldið sér frá körfuboltanum síðan að hann lagði skóna á hilluna árið 2002. Stockton er nú kominn aftur inn í sviðsljósið því hann hefur nú samþykkt að verða aðstoðarþjálfari hjá Montana State háskólaliðinu í vetur. Stockton mun aðstoða Triciu Binford sem þjálfar kvennalið skólans. ESPN segir frá. Það er ekki alveg eintóm tilviljun að John Stockton sé farinn að þjálfa kvennalið Montana State háskólans. Með liðinu spilar dóttir hans Lindsay Stockton sem er bakvörður eins og pabbi sinn var. Lindsay var með 8,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en liðið vann þá 15 af 30 leikjum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lindsay spilar fyrir pabba sinn því hann þjálfaði hana einnig í menntaskóla þegar hún var í Gonzaga Prep skólanum í Spokane. John Stockton er orðinn 53 ára gamall en hann spilaði í 19 tímabil með Utah Jazz auk þess að vinna tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu. Stockton var með 19.711 stig (13,1 í leik), 15.806 stoðsendingar (10,5 í leik) og 3.265 stolna bolta (2,2 í leik) í 1504 leikjum sínum í NBA. John Stockton á sex börn sem öll hafa spilað körfubolta. Laura Stockton, hin dóttir hans, spilar með Gonzaga University en tveir synir hans hafa spilað sem atvinnumenn í Þýskalandi og sá þriðji, David Stockton, var að reyna fyrir sér í NBA hjá Sacramento Kings en var látinn fara fyrir tímabilið. NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
John Stockton, sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar og stolið flestum boltum í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur jafnan forðast sviðsljósið og haldið sér frá körfuboltanum síðan að hann lagði skóna á hilluna árið 2002. Stockton er nú kominn aftur inn í sviðsljósið því hann hefur nú samþykkt að verða aðstoðarþjálfari hjá Montana State háskólaliðinu í vetur. Stockton mun aðstoða Triciu Binford sem þjálfar kvennalið skólans. ESPN segir frá. Það er ekki alveg eintóm tilviljun að John Stockton sé farinn að þjálfa kvennalið Montana State háskólans. Með liðinu spilar dóttir hans Lindsay Stockton sem er bakvörður eins og pabbi sinn var. Lindsay var með 8,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili en liðið vann þá 15 af 30 leikjum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lindsay spilar fyrir pabba sinn því hann þjálfaði hana einnig í menntaskóla þegar hún var í Gonzaga Prep skólanum í Spokane. John Stockton er orðinn 53 ára gamall en hann spilaði í 19 tímabil með Utah Jazz auk þess að vinna tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu. Stockton var með 19.711 stig (13,1 í leik), 15.806 stoðsendingar (10,5 í leik) og 3.265 stolna bolta (2,2 í leik) í 1504 leikjum sínum í NBA. John Stockton á sex börn sem öll hafa spilað körfubolta. Laura Stockton, hin dóttir hans, spilar með Gonzaga University en tveir synir hans hafa spilað sem atvinnumenn í Þýskalandi og sá þriðji, David Stockton, var að reyna fyrir sér í NBA hjá Sacramento Kings en var látinn fara fyrir tímabilið.
NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira