Börn og íslenskt táknmál Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 28. október 2015 07:00 Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa neyðst til að flytja frá Íslandi þar sem börnin þeirra fá ekki nauðsynlega þjónustu eins og námsefni á íslensku táknmáli. Þetta eru sorglegar fréttir og er mikil eftirsjá að fjölskyldunum. Ég er sjálf heyrnarlaus, fædd í litlu sjávarþorpi norður á Langanesi þar sem ég sleit barnskónum. Ég var með heyrnartæki og gat eitthvað lesið af vörum og gert mig skiljanlega. Ég man vel eftir árunum í skóla sem voru erfið. Mér gekk vel að læra en ég var ekki hluti af nemendahópnum. Þegar ég var 11 ára tóku foreldrar mínir ákvörðun um að flytja suður svo ég gæti farið í Heyrnleysingjaskólann. Ákvörðun foreldra minna gjörbreytti lífi mínu og verð ég þeim ævinlega þakklát. Í Heyrnleysingjaskólanum var ég ekki lengi að ná íslenska táknmálinu enda var málumhverfið lifandi – táknmál alls staðar. Í fyrsta sinn gat ég fylgst með samræðum – fylgst með fullorðnum tala um veðrið, umferðina, vinnuna. Með heyrnartækjunum gat ég átt samskipti við einn einstakling í einu en þegar fleiri bættust við datt ég út. Ég fann mig loksins sem hluta af hópnum og ég eignaðist vini. Ég gat verið ég sjálf. Fékk að upplifa heiminn í gegnum táknmálið og veröldin stækkaði heilmikið. Margt hefði mátt betur gera með kennslu og nám en ég sé ekki eftir skólagöngu minni í Heyrnleysingjaskólanum eða Vesturhlíðaskóla eins og hann hét þegar ég lauk náminu. En lífið var ekki bara dans á rósum. Ég átti líka mín erfiðu unglingsár eins og flestir þegar sjálfsmyndin er ekki sérlega sterk. Mér fannst stundum ómögulegt að vera heyrnarlaus. Á norrænu æskulýðsmóti fyrir heyrnarlaus ungmenni sá ég ljósið. Ég varð döff, ég tilheyrði hópi, átti vini, ég var sátt við lífið og mér leið vel.Gefið börnum tækifæri Í dag er ég hamingjusamlega gift döff einstaklingi og á með honum þrjú ofurstykki sem eru altalandi á íslensku táknmáli og íslensku. Ég lauk stúdentsprófi og B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði. Ég veit að dyrnar standa alltaf opnar ef mig langar í frekara nám. Ég lít til baka og veit að ég hefði ekki getað nýtt mér táknmálstúlkun í námi ef ég hefði ekki fengið að vaxa og dafna í góðu táknmálsumhverfi. Mér hafa boðist atvinnutækifæri í Noregi þar sem ég geng að öruggri táknmálstúlkaþjónustu vegna vinnu minnar og daglegs lífs t.d. þegar ég vil mæta á fundi sem tengjast íþrótta- og tómstundaiðju barna minna eða vil fara á endurmenntunarnámskeið í vinnunni. En ég vil eiga heima á Íslandi hjá mínu fólki sem tilheyrir sama mál- og menningarsamfélagi og ég – íslenska táknmálinu. Fjölskyldurnar sem tóku ákvörðun um að flytja frá Íslandi vildu ekki fara. Þau tóku ákvörðun sem er best fyrir barnið þeirra. Þau vilja gefa þeim tækifæri til að þroskast og dafna í umhverfi þar sem þeim stendur til boða menntun, námsgögn og túlkaþjónusta. Þessi staða er svo sorgleg því hún þarf ekki að vera svona. Íslensk stjórnvöld verða að styðja við íslenskt táknmál, börn og fjölskyldur sem reiða sig á það til samskipta. Gefið börnum tækifæri til að vaxa og dafna á Íslandi, gefið þeim möguleika til menntunar í skólakerfi þar sem íslenska táknmálið og menningarsamfélag þess nýtur virðingar. Þannig styðjum við best börn sem reiða sig á íslenska táknmálið til samskipta og gefum foreldrum þeirra val um að taka ákvörðun um að búa áfram á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa neyðst til að flytja frá Íslandi þar sem börnin þeirra fá ekki nauðsynlega þjónustu eins og námsefni á íslensku táknmáli. Þetta eru sorglegar fréttir og er mikil eftirsjá að fjölskyldunum. Ég er sjálf heyrnarlaus, fædd í litlu sjávarþorpi norður á Langanesi þar sem ég sleit barnskónum. Ég var með heyrnartæki og gat eitthvað lesið af vörum og gert mig skiljanlega. Ég man vel eftir árunum í skóla sem voru erfið. Mér gekk vel að læra en ég var ekki hluti af nemendahópnum. Þegar ég var 11 ára tóku foreldrar mínir ákvörðun um að flytja suður svo ég gæti farið í Heyrnleysingjaskólann. Ákvörðun foreldra minna gjörbreytti lífi mínu og verð ég þeim ævinlega þakklát. Í Heyrnleysingjaskólanum var ég ekki lengi að ná íslenska táknmálinu enda var málumhverfið lifandi – táknmál alls staðar. Í fyrsta sinn gat ég fylgst með samræðum – fylgst með fullorðnum tala um veðrið, umferðina, vinnuna. Með heyrnartækjunum gat ég átt samskipti við einn einstakling í einu en þegar fleiri bættust við datt ég út. Ég fann mig loksins sem hluta af hópnum og ég eignaðist vini. Ég gat verið ég sjálf. Fékk að upplifa heiminn í gegnum táknmálið og veröldin stækkaði heilmikið. Margt hefði mátt betur gera með kennslu og nám en ég sé ekki eftir skólagöngu minni í Heyrnleysingjaskólanum eða Vesturhlíðaskóla eins og hann hét þegar ég lauk náminu. En lífið var ekki bara dans á rósum. Ég átti líka mín erfiðu unglingsár eins og flestir þegar sjálfsmyndin er ekki sérlega sterk. Mér fannst stundum ómögulegt að vera heyrnarlaus. Á norrænu æskulýðsmóti fyrir heyrnarlaus ungmenni sá ég ljósið. Ég varð döff, ég tilheyrði hópi, átti vini, ég var sátt við lífið og mér leið vel.Gefið börnum tækifæri Í dag er ég hamingjusamlega gift döff einstaklingi og á með honum þrjú ofurstykki sem eru altalandi á íslensku táknmáli og íslensku. Ég lauk stúdentsprófi og B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði. Ég veit að dyrnar standa alltaf opnar ef mig langar í frekara nám. Ég lít til baka og veit að ég hefði ekki getað nýtt mér táknmálstúlkun í námi ef ég hefði ekki fengið að vaxa og dafna í góðu táknmálsumhverfi. Mér hafa boðist atvinnutækifæri í Noregi þar sem ég geng að öruggri táknmálstúlkaþjónustu vegna vinnu minnar og daglegs lífs t.d. þegar ég vil mæta á fundi sem tengjast íþrótta- og tómstundaiðju barna minna eða vil fara á endurmenntunarnámskeið í vinnunni. En ég vil eiga heima á Íslandi hjá mínu fólki sem tilheyrir sama mál- og menningarsamfélagi og ég – íslenska táknmálinu. Fjölskyldurnar sem tóku ákvörðun um að flytja frá Íslandi vildu ekki fara. Þau tóku ákvörðun sem er best fyrir barnið þeirra. Þau vilja gefa þeim tækifæri til að þroskast og dafna í umhverfi þar sem þeim stendur til boða menntun, námsgögn og túlkaþjónusta. Þessi staða er svo sorgleg því hún þarf ekki að vera svona. Íslensk stjórnvöld verða að styðja við íslenskt táknmál, börn og fjölskyldur sem reiða sig á það til samskipta. Gefið börnum tækifæri til að vaxa og dafna á Íslandi, gefið þeim möguleika til menntunar í skólakerfi þar sem íslenska táknmálið og menningarsamfélag þess nýtur virðingar. Þannig styðjum við best börn sem reiða sig á íslenska táknmálið til samskipta og gefum foreldrum þeirra val um að taka ákvörðun um að búa áfram á Íslandi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun