Yfirráðasvæði ISIS hefur stækkað Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2015 14:30 Sýrlenskir hermenn í Aleppo gætu orðið skotfæralausir ef birgðir berast ekki til þeirra. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins hafa tekið síðustu flutningaleið hersins að borginni Aleppo í Sýrlandi. Borgin, sem er að hluta til í haldi hersins, var sú stærsta í Sýrlandi áður en borgarastyrjöldin hófst þar fyrir fjórum og hálfu ári. Hermenn í borginni gætu því orðið skotfæralausir komist birgðaflutningar ekki til þeirra. Undanfarnar vikur hefur herinn reynt að reka uppreisnarmenn og vígahópa frá Aleppo, en sú aðgerð er nú í hættu. Um helgina réðst bandalag andstæðinga Assad, sem leitt er af al-Nusra Front, armi al-Qaeda í Sýrlandi, gegn flutningaleiðum hersins til Aleppo úr vestri og ISIS réðst á veginn úr austri. Vígamönnum ISIS tókst að leggja stóran hluta leiðarinnar undir sig. Eins og áður gerðu ISIS sjálfsmorðsárásir á stöður hersins og fylgdu þeim eftir með árás vígamanna. Þessari aðferð hafa samtökin beitt margsinnis bæði í Sýrlandi og í Írak.Bæði andstæðingar Assad og ISIS hafa þrengt að flutningaleið stjórnarhersins til borgarinnar Aleppo. Síðan þetta kort var birt um helgina hefur staðan versnað fyrir herinn. #Syria #Map Strategic Hama - Aleppo loyalist supply road cut by simultaneous attacks from Rebels and IS pic.twitter.com/84qXV4emql— IUCA (@IUCAnalysts) October 23, 2015 Það að báðir hópar hafi gert árásir á svipuðum tíma, sem eru með sama markmið hefur vakið upp spurningar meðal sérfræðinga um hvort að þeir séu farnir að starfa saman að einhverju leyti. Fyrr í mánuðinum réðust vígamenn ISIS gegn uppreisnarhópum norður Af Aleppo og tóku þeir þar nokkur þorp. Sjá einnig: ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands. Sókn sýrlenska hersins hefur ekki gengið eins og skyldi, en herinn er studdur af hermönnum frá Íran, vígamönnum frá Hezbolla samtökunum í Líbanon og loftárásum Rússa. Í raun er um að ræða margar smærri aðgerðir en að hluta til hafa þær ekki gengið eins vel og ætla mætti vegna fjölgunar vopna sem ætlað er að granda skriðdrekum.Nánar um sóknina gegn flutningaleiðunum. PT: As of right now the regime supply line is threaten on 3 areas and cut at least on one #Syria pic.twitter.com/YMsfM3J14g— Michael Horowitz (@michaelh992) October 27, 2015 Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa sent töluvert meira af slíkum vopnum, svokölluðum TOW launchers, sem skjóta eldflaugum, til Sýrlands síðan Rússar hófu aðgerðir sínar þar. Þá segja sérfræðingar sem Telegraph ræddi við að aukin geta stjórnarhersins hafi þvingað svokallað hófsama uppreisnarmenn til að leita hjálpar hjá vígahópum íslamista. Þeir hópar hafa lengi notið betri velgengni á vígvöllum Sýrlands. Þar á meðal vegna betri fjármögnunar en uppreisnarhóparnir búa yfir. Þá hafa uppreisnarhóparnir fengið áðurnefnd TOW vopn frá Bandaríkjunum og meðlimir þeirra verið þjálfaðir í notkun þeirra. Íslamistar taka stuðningi þeirra fagnandi.Rússar hafa ávalt haldið því fram að loftárásir þeirra beinist gegn ISIS, en sérfræðingar og vestræn yfirvöld segja svo ekki vera. Þeir segja að loftárásir þeirra hafi beinst gegn áðurnefndum uppreisnarhópum. Það hefur leitt til þess að ISIS hefur getað fært vígamenn af víglínum þeirra við uppreisnarmennina, sem eru svo notaðir í bardögum gegn stjórnarhernum. Þannig hefur ISIS getað beitt meiri krafti gegn Assad og fylgismönnum hans. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússarnir sprengja borgina mína Kinan Kadoni finnst hann ekki heppinn að hafa flúið Sýrland. Hann missir oft samband við fjölskyldu sína sem neitar að flýja á gúmmíbátum yfir hafið. 26. október 2015 10:11 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Leggur til að stjórnvöld vinni með uppreisnarhópum Rússlandsforseti vill að Sýrlandsstjórn vinni með uppreisnarhópum. 23. október 2015 00:12 Hvíta húsið gagnrýnir Rússa fyrir Assad-heimsókn Rússlandsheimsóknin var fyrsta utanlandsferð Assads eftir að stríðið braust út árið 2011. 22. október 2015 07:00 Sagðir stórgræða á olíusölu Þrátt fyrir að Bandaríkin hafi reynt að tortíma olíuframleiðslu ISIS græða samtökin gífurlega. 23. október 2015 14:15 Óku yfir fanga á skriðdreka Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki birta enn eitt myndbandið af aftöku fanga samtakanna. 24. október 2015 22:00 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Í fyrsta sinn sem forsetinn yfirgefur Sýrland frá því að borgarastyrjöldin hófst. 21. október 2015 10:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa tekið síðustu flutningaleið hersins að borginni Aleppo í Sýrlandi. Borgin, sem er að hluta til í haldi hersins, var sú stærsta í Sýrlandi áður en borgarastyrjöldin hófst þar fyrir fjórum og hálfu ári. Hermenn í borginni gætu því orðið skotfæralausir komist birgðaflutningar ekki til þeirra. Undanfarnar vikur hefur herinn reynt að reka uppreisnarmenn og vígahópa frá Aleppo, en sú aðgerð er nú í hættu. Um helgina réðst bandalag andstæðinga Assad, sem leitt er af al-Nusra Front, armi al-Qaeda í Sýrlandi, gegn flutningaleiðum hersins til Aleppo úr vestri og ISIS réðst á veginn úr austri. Vígamönnum ISIS tókst að leggja stóran hluta leiðarinnar undir sig. Eins og áður gerðu ISIS sjálfsmorðsárásir á stöður hersins og fylgdu þeim eftir með árás vígamanna. Þessari aðferð hafa samtökin beitt margsinnis bæði í Sýrlandi og í Írak.Bæði andstæðingar Assad og ISIS hafa þrengt að flutningaleið stjórnarhersins til borgarinnar Aleppo. Síðan þetta kort var birt um helgina hefur staðan versnað fyrir herinn. #Syria #Map Strategic Hama - Aleppo loyalist supply road cut by simultaneous attacks from Rebels and IS pic.twitter.com/84qXV4emql— IUCA (@IUCAnalysts) October 23, 2015 Það að báðir hópar hafi gert árásir á svipuðum tíma, sem eru með sama markmið hefur vakið upp spurningar meðal sérfræðinga um hvort að þeir séu farnir að starfa saman að einhverju leyti. Fyrr í mánuðinum réðust vígamenn ISIS gegn uppreisnarhópum norður Af Aleppo og tóku þeir þar nokkur þorp. Sjá einnig: ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands. Sókn sýrlenska hersins hefur ekki gengið eins og skyldi, en herinn er studdur af hermönnum frá Íran, vígamönnum frá Hezbolla samtökunum í Líbanon og loftárásum Rússa. Í raun er um að ræða margar smærri aðgerðir en að hluta til hafa þær ekki gengið eins vel og ætla mætti vegna fjölgunar vopna sem ætlað er að granda skriðdrekum.Nánar um sóknina gegn flutningaleiðunum. PT: As of right now the regime supply line is threaten on 3 areas and cut at least on one #Syria pic.twitter.com/YMsfM3J14g— Michael Horowitz (@michaelh992) October 27, 2015 Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa sent töluvert meira af slíkum vopnum, svokölluðum TOW launchers, sem skjóta eldflaugum, til Sýrlands síðan Rússar hófu aðgerðir sínar þar. Þá segja sérfræðingar sem Telegraph ræddi við að aukin geta stjórnarhersins hafi þvingað svokallað hófsama uppreisnarmenn til að leita hjálpar hjá vígahópum íslamista. Þeir hópar hafa lengi notið betri velgengni á vígvöllum Sýrlands. Þar á meðal vegna betri fjármögnunar en uppreisnarhóparnir búa yfir. Þá hafa uppreisnarhóparnir fengið áðurnefnd TOW vopn frá Bandaríkjunum og meðlimir þeirra verið þjálfaðir í notkun þeirra. Íslamistar taka stuðningi þeirra fagnandi.Rússar hafa ávalt haldið því fram að loftárásir þeirra beinist gegn ISIS, en sérfræðingar og vestræn yfirvöld segja svo ekki vera. Þeir segja að loftárásir þeirra hafi beinst gegn áðurnefndum uppreisnarhópum. Það hefur leitt til þess að ISIS hefur getað fært vígamenn af víglínum þeirra við uppreisnarmennina, sem eru svo notaðir í bardögum gegn stjórnarhernum. Þannig hefur ISIS getað beitt meiri krafti gegn Assad og fylgismönnum hans.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússarnir sprengja borgina mína Kinan Kadoni finnst hann ekki heppinn að hafa flúið Sýrland. Hann missir oft samband við fjölskyldu sína sem neitar að flýja á gúmmíbátum yfir hafið. 26. október 2015 10:11 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Leggur til að stjórnvöld vinni með uppreisnarhópum Rússlandsforseti vill að Sýrlandsstjórn vinni með uppreisnarhópum. 23. október 2015 00:12 Hvíta húsið gagnrýnir Rússa fyrir Assad-heimsókn Rússlandsheimsóknin var fyrsta utanlandsferð Assads eftir að stríðið braust út árið 2011. 22. október 2015 07:00 Sagðir stórgræða á olíusölu Þrátt fyrir að Bandaríkin hafi reynt að tortíma olíuframleiðslu ISIS græða samtökin gífurlega. 23. október 2015 14:15 Óku yfir fanga á skriðdreka Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki birta enn eitt myndbandið af aftöku fanga samtakanna. 24. október 2015 22:00 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Í fyrsta sinn sem forsetinn yfirgefur Sýrland frá því að borgarastyrjöldin hófst. 21. október 2015 10:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Rússarnir sprengja borgina mína Kinan Kadoni finnst hann ekki heppinn að hafa flúið Sýrland. Hann missir oft samband við fjölskyldu sína sem neitar að flýja á gúmmíbátum yfir hafið. 26. október 2015 10:11
Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52
Leggur til að stjórnvöld vinni með uppreisnarhópum Rússlandsforseti vill að Sýrlandsstjórn vinni með uppreisnarhópum. 23. október 2015 00:12
Hvíta húsið gagnrýnir Rússa fyrir Assad-heimsókn Rússlandsheimsóknin var fyrsta utanlandsferð Assads eftir að stríðið braust út árið 2011. 22. október 2015 07:00
Sagðir stórgræða á olíusölu Þrátt fyrir að Bandaríkin hafi reynt að tortíma olíuframleiðslu ISIS græða samtökin gífurlega. 23. október 2015 14:15
Óku yfir fanga á skriðdreka Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki birta enn eitt myndbandið af aftöku fanga samtakanna. 24. október 2015 22:00
Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00
Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Í fyrsta sinn sem forsetinn yfirgefur Sýrland frá því að borgarastyrjöldin hófst. 21. október 2015 10:15