Harpa: Skora úr næsta víti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2015 20:00 Harpa Þorsteinsdóttir. Vísir/Vilhelm Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var hógværðin uppmáluð þegar Vísir ræddi við hana eftir 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í kvöld. Íslenska liðið lék einkar vel í leiknum en Harpa var maður leiksins. Hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í tveimur til viðbótar. Þá var hún óheppin að skora ekki úr víti, sem hún átti líka stóran þátt í að fá, en slóvenski markvörðurinn varði skot hennar. „Þetta var bara ljómandi gott,“ sagði Harpa. „Ég er mjög stolt af mér og liðinu öllu. Þetta hefur verið frábær ferð fyrir okkur,“ bætti hún við en Ísland vann í síðustu viku 4-0 sigur á Makedóníu. Báðir leikir voru í undankeppni EM 2017. Harpa er öllu jöfnu ekki vítaskytta Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir var farin af velli þegar það var dæmt. „Ég sé ekki eftir því að hafa tekið vítið. Alls ekki. Ég er mjög þakklát fyrir traustið sem mér var sýnt og ég mun bara nýta það næst.“ Íslenska liðið spilaði sem fyrr segir gríðarlega vel í kvöld og skapaði sér fjölmörg færi, þar sem Harpa var oftar en ekki stóru hlutverki. „Það eru algjör forréttindi að spila í þessu liði. Það er gríðarlega vel spilandi og við erum að skapa hættur alls staðar á vellinum. Ég græði á því sem fremsti sóknarmaður og það er geðveikt taman að fá mörg tækifæri til að skora og leggja upp mörk.“ „Fyrirfram hefði maður ekki búist við því að vinna Slóveníu með stærri mun en Makedóníu. En við vorum bara miklu betri aðilinn í kvöld.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var hógværðin uppmáluð þegar Vísir ræddi við hana eftir 6-0 sigur Íslands á Slóveníu í kvöld. Íslenska liðið lék einkar vel í leiknum en Harpa var maður leiksins. Hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í tveimur til viðbótar. Þá var hún óheppin að skora ekki úr víti, sem hún átti líka stóran þátt í að fá, en slóvenski markvörðurinn varði skot hennar. „Þetta var bara ljómandi gott,“ sagði Harpa. „Ég er mjög stolt af mér og liðinu öllu. Þetta hefur verið frábær ferð fyrir okkur,“ bætti hún við en Ísland vann í síðustu viku 4-0 sigur á Makedóníu. Báðir leikir voru í undankeppni EM 2017. Harpa er öllu jöfnu ekki vítaskytta Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir var farin af velli þegar það var dæmt. „Ég sé ekki eftir því að hafa tekið vítið. Alls ekki. Ég er mjög þakklát fyrir traustið sem mér var sýnt og ég mun bara nýta það næst.“ Íslenska liðið spilaði sem fyrr segir gríðarlega vel í kvöld og skapaði sér fjölmörg færi, þar sem Harpa var oftar en ekki stóru hlutverki. „Það eru algjör forréttindi að spila í þessu liði. Það er gríðarlega vel spilandi og við erum að skapa hættur alls staðar á vellinum. Ég græði á því sem fremsti sóknarmaður og það er geðveikt taman að fá mörg tækifæri til að skora og leggja upp mörk.“ „Fyrirfram hefði maður ekki búist við því að vinna Slóveníu með stærri mun en Makedóníu. En við vorum bara miklu betri aðilinn í kvöld.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira