Framkvæmdum sem áttu að hefjast í dag við Austurbakka í Reykjavík hefur verið frestað tímabundið. Forsætisráðuneytið hefur boðað forsvarsmenn Landstólpa á sinn fund á morgun þar sem reyna á ná lendingu vegna gamla hafnargarðsins við Austurbakka í Reykjavík.
Í samtali við Vísi sagði Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að forsætisráðuneytið hafi haft frumkvæði af fundinum. Hugmyndin væri sú að sjá hvort hægt væri að leysa á farsælan hátt þær deilur sem staðið hafa yfir vegna friðlýsingar gamla hafnagarðsins sem tafið hafa framkvæmdir á Austurbakkanum.
„Mér líst vel á þennan fund vegna þess að það er langbest að reyna að lenda þessu þannig að allir geti unað við sitt,“ sagði Gísli Steinar. „Ef að það á að vernda þessa veggi snýst þetta bara um kostnað og ef það næst lending í það þá leysum við þetta í sameiningu.“
Í dag stendur þó til að flytja mannskap og vélar á reitinn en framkvæmdum á reitnum hefur verið frestað tímabundið vegna fundarins. Það er mat bæði Reykjavíkurborgar og Landstólpa að hafnargarðurinn sé ekki friðaður enda hafi forsætisráðuneytið ekki nýtt sér þann tímaramma sem það hafði til þess að friða hafnargarðinn.
Innlent
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar
Tengdar fréttir
Hefja framkvæmdir við hafnarbakkann á morgun
Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar.
Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi
Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun.
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa
Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína.