Flip Saunders lést um helgina en hann var þjálfari í NBA-deildinni í 17 tímabil en hann starfaði sem körfuboltaþjálfari í 35 ár.
Saunders hafði barist við krabbamein undanfarna mánuði en hann var sextugur þegar hann lést.
Hann þjálfaði Minnesota Timberwolves, Detroit Pistons og Washington Wizards á sínum ferli í NBA-deildinni. Í NBA náði hann þeim árangri að vinna 634 leiki með sín lið.
Körfubolti