Kjaraviðræðurnar ganga hægt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. október 2015 12:20 Formenn LL, SLFÍ og SFR sitja á fundi í Karphúsinu. Vísir/GVA Kjaraviðræður sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins ganga hægt þrátt fyrir stíf fundarhöld alla helgina. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands telur ólíklegt að samningar náist í dag en ástandið á Landspítalanum er erfitt vegna verkfalla sem nú hafa staðið í vel á aðra viku. Verkfallsaðgerðir sjúkraliða og félagsmanna SFR hófust 15. október. Þá fóru um 1.600 starfsmenn Landspítalans í allsherjarverkfall svo og SFR-félagar hjá Tollstjóranum, hjá sýslumannsembættunum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Starfsmenn um eitt hundrað og fimmtíu ríkisstofnanna til viðbótar hafa síðan farið í skemmri verkföll á þessum tíma. Á meðan hafa samninganefndir félaganna og ríkisins fundað stíft í Karphúsinu og hófst nýr fundur þeirra klukkan ellefu. „Viðræðurnar hafa verið bara í miklum hægagangi það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag íslands. Hún bindur vonir við að eitthvað þokist í rétta átt í dag en segir alveg ljóst að nýjir kjarasamningar verði ekki undirritaðir í dag. Kristín segir viðræðurnar undanfarið hafa að mestu snúist um launalið kjarasamninganna og enn eigi eftir að ná saman um nokkur atriði þar. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. „Það er bara gríðarlega alvarlega staða og eftir því sem að undanþágunefndin hefur tjáð mér þá eru hundruðir undanþága veitt til viðbótar þeim undanþágulista sem að fyrir lá fyrir verkfallið. Þannig að það sýnir sig bara eins og við höfum sagt í töluvert langan tíma að álagið er bara gríðarlegt á þeim sem starfa inn á sjúkrahúsunum. Það má engu muna. Það má ekki vanta hálfa manneskju þannig að það sé ekki í raun og veru bara algjört neyðarástand,“ segir Kristín. Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Kjaraviðræður sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins ganga hægt þrátt fyrir stíf fundarhöld alla helgina. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands telur ólíklegt að samningar náist í dag en ástandið á Landspítalanum er erfitt vegna verkfalla sem nú hafa staðið í vel á aðra viku. Verkfallsaðgerðir sjúkraliða og félagsmanna SFR hófust 15. október. Þá fóru um 1.600 starfsmenn Landspítalans í allsherjarverkfall svo og SFR-félagar hjá Tollstjóranum, hjá sýslumannsembættunum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Starfsmenn um eitt hundrað og fimmtíu ríkisstofnanna til viðbótar hafa síðan farið í skemmri verkföll á þessum tíma. Á meðan hafa samninganefndir félaganna og ríkisins fundað stíft í Karphúsinu og hófst nýr fundur þeirra klukkan ellefu. „Viðræðurnar hafa verið bara í miklum hægagangi það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag íslands. Hún bindur vonir við að eitthvað þokist í rétta átt í dag en segir alveg ljóst að nýjir kjarasamningar verði ekki undirritaðir í dag. Kristín segir viðræðurnar undanfarið hafa að mestu snúist um launalið kjarasamninganna og enn eigi eftir að ná saman um nokkur atriði þar. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. „Það er bara gríðarlega alvarlega staða og eftir því sem að undanþágunefndin hefur tjáð mér þá eru hundruðir undanþága veitt til viðbótar þeim undanþágulista sem að fyrir lá fyrir verkfallið. Þannig að það sýnir sig bara eins og við höfum sagt í töluvert langan tíma að álagið er bara gríðarlegt á þeim sem starfa inn á sjúkrahúsunum. Það má engu muna. Það má ekki vanta hálfa manneskju þannig að það sé ekki í raun og veru bara algjört neyðarástand,“ segir Kristín.
Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira