Segir lekann koma frá Landspítala Snærós Sindradóttir skrifar 22. október 2015 09:00 Hjónin nýttu sér fósturskimun og fæðingarhjálp á Kvennadeild Landspítalans. vísir/vilhelm „Við fengum upphringingu frá Landspítalanum. Þetta kom bara í símtali og það liggur fyrir í dagbókarfærslu í okkar innri kerfum,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi LSHÍ gær greindi Fréttablaðið frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna sem stofnunin grunar um málamyndahjúskap. Í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stendur: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn.“ Samkvæmt 13. gr. útlendingalaga ber Útlendingastofnun að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstaklingur í hjúskap er 24 ára eða yngri. Útlendingastofnun hefur ekki vald til að rannsaka mál á sama hátt og lögregla og hefur ekki aðgang að sjúkraskýrslum fólks. „Við höfum ekki ríkar rannsóknarheimildir,“ segir Skúli. „Það eru ákveðnir póstar sem við skoðum þegar við förum yfir málin hvort um einhvers konar nauðungarhjónaband eða mansal geti verið að ræða. Það skal tekið fram að það er ekki búið að taka neina ákvörðun í málinu, það heitir bara góð stjórnsýsla þegar mál eru rannsökuð.“ Útlendingastofnun hafi ekki sjálf kallað eftir upplýsingum um fólkið frá Landspítalanum. „Þessar upplýsingar bárust okkur í símtali. Við getum ekki svarað fyrir það hvaða heimildir aðrir hafa til að veita okkur upplýsingar en um leið og þessar upplýsingar koma til okkar höfum við skyldu til að bregðast við þeim,“ segir Skúli. „Aftur á móti var þetta símtal í sjálfu sér aukaatriði að því leyti að við fórum í þessa athugun á þeim grundvelli að um væri að ræða svona ungan einstakling. Það er mjög umdeild regla. En við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Landspítalanum er óheimilt að veita Útlendingastofnun upplýsingar sem þessar um sjúklinga. Þjónusta spítalans við konuna var í tengslum við meðgöngu hennar og fæðingu dóttur í september 2014. Ekki hefur komið í ljós hver innan spítalans lét Útlendingastofnun lýsingu á hjónunum í té. „Málið er í skoðun innan spítalans og það er litið alvarlegum augum ef rétt reynist,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans.Málamyndahjónabönd vopn í mansaliErlendar rannsóknir frá Europol og Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna benda til þess að málamynda- eða nauðungarhjónabönd séu aðferð notuð við mansal. Í viðtölum reynir Útlendingastofnun að lesa í líðan fólks og samræmi í framburði hjóna. „Við erum eingöngu að sinna okkar rannsóknarskyldu og okkar lagalegu skyldu um að kanna málið til hlítar og kalla til lögreglu ef aðstæður eru þannig að við teljum að verið sé að brjóta réttindi á fólki,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri hælismála hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Við fengum upphringingu frá Landspítalanum. Þetta kom bara í símtali og það liggur fyrir í dagbókarfærslu í okkar innri kerfum,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi LSHÍ gær greindi Fréttablaðið frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna sem stofnunin grunar um málamyndahjúskap. Í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stendur: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn.“ Samkvæmt 13. gr. útlendingalaga ber Útlendingastofnun að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstaklingur í hjúskap er 24 ára eða yngri. Útlendingastofnun hefur ekki vald til að rannsaka mál á sama hátt og lögregla og hefur ekki aðgang að sjúkraskýrslum fólks. „Við höfum ekki ríkar rannsóknarheimildir,“ segir Skúli. „Það eru ákveðnir póstar sem við skoðum þegar við förum yfir málin hvort um einhvers konar nauðungarhjónaband eða mansal geti verið að ræða. Það skal tekið fram að það er ekki búið að taka neina ákvörðun í málinu, það heitir bara góð stjórnsýsla þegar mál eru rannsökuð.“ Útlendingastofnun hafi ekki sjálf kallað eftir upplýsingum um fólkið frá Landspítalanum. „Þessar upplýsingar bárust okkur í símtali. Við getum ekki svarað fyrir það hvaða heimildir aðrir hafa til að veita okkur upplýsingar en um leið og þessar upplýsingar koma til okkar höfum við skyldu til að bregðast við þeim,“ segir Skúli. „Aftur á móti var þetta símtal í sjálfu sér aukaatriði að því leyti að við fórum í þessa athugun á þeim grundvelli að um væri að ræða svona ungan einstakling. Það er mjög umdeild regla. En við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Landspítalanum er óheimilt að veita Útlendingastofnun upplýsingar sem þessar um sjúklinga. Þjónusta spítalans við konuna var í tengslum við meðgöngu hennar og fæðingu dóttur í september 2014. Ekki hefur komið í ljós hver innan spítalans lét Útlendingastofnun lýsingu á hjónunum í té. „Málið er í skoðun innan spítalans og það er litið alvarlegum augum ef rétt reynist,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans.Málamyndahjónabönd vopn í mansaliErlendar rannsóknir frá Europol og Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna benda til þess að málamynda- eða nauðungarhjónabönd séu aðferð notuð við mansal. Í viðtölum reynir Útlendingastofnun að lesa í líðan fólks og samræmi í framburði hjóna. „Við erum eingöngu að sinna okkar rannsóknarskyldu og okkar lagalegu skyldu um að kanna málið til hlítar og kalla til lögreglu ef aðstæður eru þannig að við teljum að verið sé að brjóta réttindi á fólki,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.
Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira