Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2015 08:00 Landspítalinn biður um fleiri undanþágur þrátt fyrir að einn af hverjum tíu starfsmönnum í stéttarfélaginu SFR séu nú þegar starfandi í verkfalli félagsins. vísir/vilhelm Á miðstöð um sjúkraskrárritun á Landspítalanum eru sextán læknaritarar að störfum á undanþágu frá verkfalli. Á vinnustaðnum eru venjulega 54 læknaritarar starfandi. Það þýðir að þriðjungur starfsmanna er á undanþágu og mönnunin er svipuð og þegar sumarfrí standa yfir. Alls eru 320 störf innan SFR á undanþágulista vegna öryggis- og heilbrigðismála en það eru um tíu prósent allra starfsmanna SFR. Þetta er mikill fjöldi starfa en Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir mikla neyð ríkja og Landspítalinn hefur óskað eftir miklu fleiri undanþágum en eru á listanum.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR„Deildarstjórar eru að óska eftir mönnun eins og hún er á venjulegum degi. Þeir segja hreinlega að þeir komist ekki af með minna og við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggismörkum hvern einasta dag.“ Þórarinn segir þetta sýna að undanþágulistinn sé ekki í samræmi við raunveruleikann enda ríkir mikill ágreiningur um listann milli SFR og ríkisvaldsins. „Við gerðum margar athugasemdir áður en undanþágulistinn var auglýstur hjá Lögbirtingarblaðinu í janúar síðastliðnum en það var ekki tekið tillit til þeirra. Það er fráleitt að hafa sum störf á listanum og að okkar mati vantar önnur störf inn á listann til að gæta öryggis,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástandið á mörgum deildum Landspítalans alvarlegt í verkfallinu. „Jafnvel þótt það sé undanþága fyrir tvo sjúkraliða á vakt þar sem vanalega eru þrír. Sjúkraliðarnir eru á þönum alla daga þegar það er ekki verkfall þannig að þegar þeir eru einum færri hefur það gífurlegar afleiðingar í för með sér.“ Þórarinn tekur eldhús Landspítalans sem dæmi um of mörg störf á undanþágu. „Það eru fimm þúsund máltíðir framreiddar í eldhúsinu á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Við viljum gjarnan að sjúklingar fái sinn mat en það er fráleitt að starfsmenn fái mat á meðan á verkfalli stendur. Þeir geta bara komið með nesti að heiman.“ Verkfall 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Á miðstöð um sjúkraskrárritun á Landspítalanum eru sextán læknaritarar að störfum á undanþágu frá verkfalli. Á vinnustaðnum eru venjulega 54 læknaritarar starfandi. Það þýðir að þriðjungur starfsmanna er á undanþágu og mönnunin er svipuð og þegar sumarfrí standa yfir. Alls eru 320 störf innan SFR á undanþágulista vegna öryggis- og heilbrigðismála en það eru um tíu prósent allra starfsmanna SFR. Þetta er mikill fjöldi starfa en Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir mikla neyð ríkja og Landspítalinn hefur óskað eftir miklu fleiri undanþágum en eru á listanum.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR„Deildarstjórar eru að óska eftir mönnun eins og hún er á venjulegum degi. Þeir segja hreinlega að þeir komist ekki af með minna og við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggismörkum hvern einasta dag.“ Þórarinn segir þetta sýna að undanþágulistinn sé ekki í samræmi við raunveruleikann enda ríkir mikill ágreiningur um listann milli SFR og ríkisvaldsins. „Við gerðum margar athugasemdir áður en undanþágulistinn var auglýstur hjá Lögbirtingarblaðinu í janúar síðastliðnum en það var ekki tekið tillit til þeirra. Það er fráleitt að hafa sum störf á listanum og að okkar mati vantar önnur störf inn á listann til að gæta öryggis,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástandið á mörgum deildum Landspítalans alvarlegt í verkfallinu. „Jafnvel þótt það sé undanþága fyrir tvo sjúkraliða á vakt þar sem vanalega eru þrír. Sjúkraliðarnir eru á þönum alla daga þegar það er ekki verkfall þannig að þegar þeir eru einum færri hefur það gífurlegar afleiðingar í för með sér.“ Þórarinn tekur eldhús Landspítalans sem dæmi um of mörg störf á undanþágu. „Það eru fimm þúsund máltíðir framreiddar í eldhúsinu á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Við viljum gjarnan að sjúklingar fái sinn mat en það er fráleitt að starfsmenn fái mat á meðan á verkfalli stendur. Þeir geta bara komið með nesti að heiman.“
Verkfall 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira