Innlent

Hægur gangur í viðræðunum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Árni Stefán Jónsson formaður SFR hélt ræðu á baráttufundi fyrir helgi.
Árni Stefán Jónsson formaður SFR hélt ræðu á baráttufundi fyrir helgi. Vísir/Anton Brink
Enn sér ekki fyrir endann á kjaraviðræðum SFR stéttarfélags, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið, en deiluaðilar hafa nú setið við samningaborðið í tæpar átta klukkustundir. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, efast um að samningar takist fyrir vikulok.

„Það hefur gengið afar hægt í dag. Við vitum ekki hvenær þessum fundi lýkur, en hann gengur eiginlega hægar en við hefðum óskað. Eins og staðan er núna þá er ég ekkert alltof bjartsýnn á að við náum að semja fyrir lok vikunnar, en svo veit maður aldrei hvað gerist,“ segir Árni í samtali við Vísi.

Vilja ekki sömu hækkanir og gerðar voru á almenna markaðnum

Hann segir að í gær hafi ríkið lagt fram nýja hugmynd sem félögunum hafi ekki hugnast. Unnið sé að frekari útfærslu á henni, en vill ekki gefa upp hvers eðlis sú hugmynd sé. Krafa félaganna þriggja sé að stjórnvöld semji um sambærilegar launahækkanir og gerðardómur dæmdi öðrum starfsmönnum ríkisins.

Árni segir, aðspurður, að ríkið hafi boðið sambærilegar launahækkanir og samið var um á almenna markaðnum.  „Okkur hefur verið boðið það oft og mörgum sinnum. En efnislega get ég ekki farið ofan í þetta að svo stöddu,“ segir Árni. „Núna eru menn bara að reyna að fikra sig áfram en það gengur þó afar hægt.“


Tengdar fréttir

Neyðarástand í Þjóðleikhúsinu

Leikarar Þjóðleikhússins fá 20 prósent lægri laun en leikarar Borgarleikhússins. Gerðardómur tók ekki tillit til sérþarfa þjóðleikhúsleikara. Þjóðleikhússtjóri segir að ef ríkið tryggi ekki fjármögnun leikhússins búist hann v




Fleiri fréttir

Sjá meira


×