Erlent

Joe Biden ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta

Samúel Karl Ólason skrifar
Joe Biden sagði frá ákvörðun sinni í Rósagarði Hvíta hússins með forsetann og eiginkonu sína sér við hlið.
Joe Biden sagði frá ákvörðun sinni í Rósagarði Hvíta hússins með forsetann og eiginkonu sína sér við hlið. Vísir/AFP
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að taka þátt í kapphlaupinu um forsetaefni Demókrataflokksins. Hann tilkynnti það á lóð Hvíta hússins fyrir skömmu. Hann hefur daðrað við að bjóða sig fram um nokkra mánaða skeið.

Líklegt þykir að ákvörðun Biden muni styrkja stöðu Hillary Clinton sem sleppur nú við að kljást við Biden sem þykir vinsæll í stöðu sinni.

Hann sagði að hann hefði rætt málið mikið við fjölskyldumeðlimi sína síðustu mánuði, en margir hafa hvatt hann til að bjóða sig fram. Biden sagði að líklega væri hann orðinn of seinn til að bjóða sig fram og einnig að hann væri enn í sorg eftir að sonur hans lést úr krabbameini fyrr á þessu ári.

Samkvæmt AP fréttaveitunni höfðu aðstoðarmenn Biden þegar undirbúið kosningaherferðina með því að undirbúa ráðningu starfsfólk og safna heitum um styrki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×