Hugarflug og agaður stíll Magnús Guðmundsson skrifar 21. október 2015 11:30 Sigurður Skúlason stendur fyrir Gyrðisvöku í Hannesarholti í kvöld. Sigurður Skúlason hefur sett saman og hyggst flytja um klukkustundar langa dagskrá úr verkum Gyrðis Elíassonar skálds, rithöfundar og þýðanda. „Þetta er nú að eigin frumkvæði sem ég er að standa í þessu en Gyrðir er minn uppáhalds núlifandi íslenski höfundur. Það er nú hvatinn á bak við þetta. Málið með Gyrði er að hann er fyrst og fremst skáld af guðs náð. Hann hefur þvílík yfirburða tök á ritlistinni og hans skáldaæð er svo víðfeðm og botnlaus. Hann sameinar það að hafa að því er virðist takmarkalaust hugarflug og svo mjög agaðan stíl sem er alveg ótrúlega sterk blanda. Það er í rauninni merkilegt að skoða höfundarverk Gyrðis og hversu stórt og fjölbreytilegt það er í ljósi þess að hann er ekki nema fimmtíu og fjögurra ára. Þegar maður fer að kynna sér verk Gyrðis þá áttar maður sig líka fljótlega á því að hann er búinn að lesa alveg gríðarlega mikið. Í framhaldi af því þá er eðlilegt að skoða framlag Gyrðis til íslenskra bókmennta og menningar út frá þýðendaverkinu, þar sem er að finna ljóð, smásögur og skáldsögur, en þar er allt svo vel unnið og vandað. Í þýðingaverkinu er hann að leita uppi verk sem eru ekki endilega efst á vinsældalistum í heiminum en eru engu að síður frábær verk. En það er í raun fyrst og fremst öll þessi vandaða vinna, í þýðingum jafnt sem skáldskap, sem höfðar til mín og eflaust hans lesenda almennt.“ Sigurður ætlar að leggja í að flytja dagskrána einn og sjálfur og það er af mörgu að taka. „Ég játa að það var ekkert auðvelt að velja inn í dagskrána en það var líka afskaplega skemmtileg vinna. Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og mun koma víða við. Það verða þarna ljóð, smásögur, smáprósar, brot úr lengri sögum og svo aðeins að tæpt á þýðingunum. Málið er að maður þarf aðeins að ganga inn í frásagnarstíl Gyrðis og þá kynnist maður mörgum hliðum á þessum verkum. Hann hefur svo mögnuð tök á efni og stíl að stundum er þetta svona eins konar leiðsla sem maður líður inn í en það er líka að finna sársauka og gleði í verkum Gyrðis. Málið er að njóta.“ Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sigurður Skúlason hefur sett saman og hyggst flytja um klukkustundar langa dagskrá úr verkum Gyrðis Elíassonar skálds, rithöfundar og þýðanda. „Þetta er nú að eigin frumkvæði sem ég er að standa í þessu en Gyrðir er minn uppáhalds núlifandi íslenski höfundur. Það er nú hvatinn á bak við þetta. Málið með Gyrði er að hann er fyrst og fremst skáld af guðs náð. Hann hefur þvílík yfirburða tök á ritlistinni og hans skáldaæð er svo víðfeðm og botnlaus. Hann sameinar það að hafa að því er virðist takmarkalaust hugarflug og svo mjög agaðan stíl sem er alveg ótrúlega sterk blanda. Það er í rauninni merkilegt að skoða höfundarverk Gyrðis og hversu stórt og fjölbreytilegt það er í ljósi þess að hann er ekki nema fimmtíu og fjögurra ára. Þegar maður fer að kynna sér verk Gyrðis þá áttar maður sig líka fljótlega á því að hann er búinn að lesa alveg gríðarlega mikið. Í framhaldi af því þá er eðlilegt að skoða framlag Gyrðis til íslenskra bókmennta og menningar út frá þýðendaverkinu, þar sem er að finna ljóð, smásögur og skáldsögur, en þar er allt svo vel unnið og vandað. Í þýðingaverkinu er hann að leita uppi verk sem eru ekki endilega efst á vinsældalistum í heiminum en eru engu að síður frábær verk. En það er í raun fyrst og fremst öll þessi vandaða vinna, í þýðingum jafnt sem skáldskap, sem höfðar til mín og eflaust hans lesenda almennt.“ Sigurður ætlar að leggja í að flytja dagskrána einn og sjálfur og það er af mörgu að taka. „Ég játa að það var ekkert auðvelt að velja inn í dagskrána en það var líka afskaplega skemmtileg vinna. Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og mun koma víða við. Það verða þarna ljóð, smásögur, smáprósar, brot úr lengri sögum og svo aðeins að tæpt á þýðingunum. Málið er að maður þarf aðeins að ganga inn í frásagnarstíl Gyrðis og þá kynnist maður mörgum hliðum á þessum verkum. Hann hefur svo mögnuð tök á efni og stíl að stundum er þetta svona eins konar leiðsla sem maður líður inn í en það er líka að finna sársauka og gleði í verkum Gyrðis. Málið er að njóta.“
Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira