Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Verkfallsverðir SFR hafa verið víða á ferðinni hjá stofnunum ríkisins að undanförnu. vísir/pjetur Þegar hjúkrunarfræðingar og læknar fóru í verkfall á heilsugæslustöðvum landsins lá þjónusta heilsugæslustöðvanna niðri að langmestu leyti. Skjólstæðingum var vísað frá en bráðatilfellum sinnt. Nú eru móttökuritarar og aðrir félagsmenn SFR í verkfalli en starfsemi heilsugæslunnar er í fullum gangi. „Þegar aðrar stéttir fóru í verkfall var heilsugæslustöðvunum lokað og yfirstjórn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu gerði engar athugasemdir. En nú stígur yfirstjórnin fram og heldur heilsugæslukerfinu gangandi með því að beita skertri vinnuskyldu,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Ekki er svarað í síma á heilsugæslustöðvunum eða tekin sýni en þar sem skjólstæðingar bóka tíma með marga vikna fyrirvara þá standast þeir tímar og fólk fær nær fulla þjónustu. „Það er verið að deyfa kjarabaráttu starfsmannanna á lægstu laununum með því að sinna öllum og hafa opið fyrir alla þjónustu.“ Þórarinn segir starfsemi heilsugæslustöðvanna löglega en að ólík viðbrögð yfirstjórnar heilsugæslunnar við verkfalli stéttanna lýsi hroka hennar í garð þessara starfsmanna.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR„Yfirstjórnin sýnir þessari stétt algjört virðingarleysi. Ritararnir eru fremstir á færibandinu, taka á móti fólki og vísa áfram. Eðli málsins samkvæmt ætti fólk því ekki að komast til lækna þar sem ritarar eru í verkfalli. En þetta er bara látið ganga upp núna.“ Að meðaltali starfa fjórir til fimm móttökuritarar á heilsugæslustöðvunum. Stöðvarnar eru með undanþágu fyrir einn starfsmann. Skilningur SFR er að viðkomandi starfsmaður sinni eingöngu bráðatilfellum og aðrir komist ekki til læknis en Þórarinn segir yfirstjórn Heilsugæslunnar segja þvert nei við þeim skilningi. „Það er fullkominn ágreiningur um það á milli okkar. Það sem þau eru búin að kalla yfir sig frá okkar hendi er að við munum taka þetta rækilega til skoðunar við gerð næsta undanþágulista. Við förum í það mál strax eftir þessa verkfallslotu.“ Þórarinn segir einstaka menn innan heilsugæslunnar með hjartað á réttum stað og bendir á Gunnar Inga Gunnarsson, yfirlækni á heilsugæslustöðinni í Árbæ sem hefur fengið hótun um uppsögn vegna stuðnings við verkfall móttökuritara. „Þetta eru menn sem segja þvert nei við þessari framkomu og vilja sýna þessum hópi sömu virðingu og þeir fengu í sínu verkfalli. En svo á að hengja fólk fyrir slíkt.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Þegar hjúkrunarfræðingar og læknar fóru í verkfall á heilsugæslustöðvum landsins lá þjónusta heilsugæslustöðvanna niðri að langmestu leyti. Skjólstæðingum var vísað frá en bráðatilfellum sinnt. Nú eru móttökuritarar og aðrir félagsmenn SFR í verkfalli en starfsemi heilsugæslunnar er í fullum gangi. „Þegar aðrar stéttir fóru í verkfall var heilsugæslustöðvunum lokað og yfirstjórn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu gerði engar athugasemdir. En nú stígur yfirstjórnin fram og heldur heilsugæslukerfinu gangandi með því að beita skertri vinnuskyldu,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Ekki er svarað í síma á heilsugæslustöðvunum eða tekin sýni en þar sem skjólstæðingar bóka tíma með marga vikna fyrirvara þá standast þeir tímar og fólk fær nær fulla þjónustu. „Það er verið að deyfa kjarabaráttu starfsmannanna á lægstu laununum með því að sinna öllum og hafa opið fyrir alla þjónustu.“ Þórarinn segir starfsemi heilsugæslustöðvanna löglega en að ólík viðbrögð yfirstjórnar heilsugæslunnar við verkfalli stéttanna lýsi hroka hennar í garð þessara starfsmanna.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR„Yfirstjórnin sýnir þessari stétt algjört virðingarleysi. Ritararnir eru fremstir á færibandinu, taka á móti fólki og vísa áfram. Eðli málsins samkvæmt ætti fólk því ekki að komast til lækna þar sem ritarar eru í verkfalli. En þetta er bara látið ganga upp núna.“ Að meðaltali starfa fjórir til fimm móttökuritarar á heilsugæslustöðvunum. Stöðvarnar eru með undanþágu fyrir einn starfsmann. Skilningur SFR er að viðkomandi starfsmaður sinni eingöngu bráðatilfellum og aðrir komist ekki til læknis en Þórarinn segir yfirstjórn Heilsugæslunnar segja þvert nei við þeim skilningi. „Það er fullkominn ágreiningur um það á milli okkar. Það sem þau eru búin að kalla yfir sig frá okkar hendi er að við munum taka þetta rækilega til skoðunar við gerð næsta undanþágulista. Við förum í það mál strax eftir þessa verkfallslotu.“ Þórarinn segir einstaka menn innan heilsugæslunnar með hjartað á réttum stað og bendir á Gunnar Inga Gunnarsson, yfirlækni á heilsugæslustöðinni í Árbæ sem hefur fengið hótun um uppsögn vegna stuðnings við verkfall móttökuritara. „Þetta eru menn sem segja þvert nei við þessari framkomu og vilja sýna þessum hópi sömu virðingu og þeir fengu í sínu verkfalli. En svo á að hengja fólk fyrir slíkt.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31
Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55
SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12