Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. október 2015 07:00 Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada, segir greinilegt að kjósendur vilji breytingar. Nordicphotos/AFP Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann óvæntan sigur í þingkosningunum á mánudag. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, var fram á síðustu stundu talinn eiga sigurinn vísan. Sigurvegarinn Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði kjósendur hafa sent skýr skilaboð, nú eigi að gera breytingar í landinu. Harper og Íhaldsflokkurinn hafa verið við völd samfleytt í níu ár, en þegar úrslitin voru ljós sagðist Harper jafnframt ætla að segja af sér sem leiðtogi íhaldsmanna.Jafna kjör í landinu Kosningaloforð Trudeaus snerust ekki síst um að jafna kjör í landinu, hækka skatta á hátekjufólk en lækka þá á millitekjufólk. Þá ætlar hann að auka ríkisútgjöld til að styrkja innviði og koma efnahagslífinu á skrið, jafnvel þótt það kosti tímabundinn fjárlagahalla. Þá lofaði hann því að lögleiða maríjúana í Kanada en ætlar ekki að banna konum að klæðast niqab, andlitsslæðum múslima, sem Harper hafði sagst staðráðinn í að banna. „Í kvöld er Kanada að verða aftur eins og það var hér áður fyrr,“ sagði hann í ávarpi sínu eftir að kosningaúrslitin voru orðin ljós. „Við unnum sigur á neikvæðri sundurlyndispólitík með jákvæðri sýn sem þjappar Kanadamönnum saman.“Traustur þingmeirihluti Frjálslyndi flokkurinn fékk 39,5 prósent atkvæða og 184 af 338 þingsætum. Trudeau og félagar hans eru þar með komnir með traustan þingmeirihluta. Íhaldsflokkurinn hlaut 32 prósent og 102 þingsæti, en þriðji flokkurinn í slagnum, Nýi demókrataflokkurinn, fékk aðeins 19,2 prósent atkvæða og 41 þingmann. Allt fram á síðustu stundu var Nýja demókrataflokknum spáð góðu fylgi, en drjúgur hluti þess virðist hafa ákveðið seint að halla sér heldur að Frjálslynda flokknum. Trudeau er 43 ára gamall, sonur Pierre Trudeau sem var forsætisráðherra Kanada nánast óslitið frá 1968 til 1984, að undanskildu tæpu ári þegar andstæðingur hans, Joe Clark, sat í embættinu 1979-1980. Fjölmiðlar vestra hafa rifjað upp að árið 1970, þegar Pierre Trudeau hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafi Nixon spaugað með að sonur kanadíska forsætisráðherrans, hinn nokkurra mánaða gamli Justin, myndi seinna meir einnig verða forsætisráðherra í Kanada. Tengdar fréttir Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann óvæntan sigur í þingkosningunum á mánudag. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, var fram á síðustu stundu talinn eiga sigurinn vísan. Sigurvegarinn Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði kjósendur hafa sent skýr skilaboð, nú eigi að gera breytingar í landinu. Harper og Íhaldsflokkurinn hafa verið við völd samfleytt í níu ár, en þegar úrslitin voru ljós sagðist Harper jafnframt ætla að segja af sér sem leiðtogi íhaldsmanna.Jafna kjör í landinu Kosningaloforð Trudeaus snerust ekki síst um að jafna kjör í landinu, hækka skatta á hátekjufólk en lækka þá á millitekjufólk. Þá ætlar hann að auka ríkisútgjöld til að styrkja innviði og koma efnahagslífinu á skrið, jafnvel þótt það kosti tímabundinn fjárlagahalla. Þá lofaði hann því að lögleiða maríjúana í Kanada en ætlar ekki að banna konum að klæðast niqab, andlitsslæðum múslima, sem Harper hafði sagst staðráðinn í að banna. „Í kvöld er Kanada að verða aftur eins og það var hér áður fyrr,“ sagði hann í ávarpi sínu eftir að kosningaúrslitin voru orðin ljós. „Við unnum sigur á neikvæðri sundurlyndispólitík með jákvæðri sýn sem þjappar Kanadamönnum saman.“Traustur þingmeirihluti Frjálslyndi flokkurinn fékk 39,5 prósent atkvæða og 184 af 338 þingsætum. Trudeau og félagar hans eru þar með komnir með traustan þingmeirihluta. Íhaldsflokkurinn hlaut 32 prósent og 102 þingsæti, en þriðji flokkurinn í slagnum, Nýi demókrataflokkurinn, fékk aðeins 19,2 prósent atkvæða og 41 þingmann. Allt fram á síðustu stundu var Nýja demókrataflokknum spáð góðu fylgi, en drjúgur hluti þess virðist hafa ákveðið seint að halla sér heldur að Frjálslynda flokknum. Trudeau er 43 ára gamall, sonur Pierre Trudeau sem var forsætisráðherra Kanada nánast óslitið frá 1968 til 1984, að undanskildu tæpu ári þegar andstæðingur hans, Joe Clark, sat í embættinu 1979-1980. Fjölmiðlar vestra hafa rifjað upp að árið 1970, þegar Pierre Trudeau hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafi Nixon spaugað með að sonur kanadíska forsætisráðherrans, hinn nokkurra mánaða gamli Justin, myndi seinna meir einnig verða forsætisráðherra í Kanada.
Tengdar fréttir Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52
Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29