SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. október 2015 10:12 "Sömu kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn,“ hrópuðu félagsmenn SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn í morgun við Stjórnarráðið. Vísir/GVA Sjúkraliðar, lögreglumenn og félagsmenn SFR gengu fylktu liði að Stjórnarráðinu í morgun en gangan var farin frá Hlemmi. Hópurinn hrópaði slagorðin: „Sömu kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn“ og báru borða með slagorðinu. Fánar voru áberandi, bæði litlir og stórir. „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið,“ útskýrir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, en Vísir náði tali af honum strax að kröfufundi loknum nú rétt fyrir 10. Hann fór fremstur í flokki þar sem gangan gekk niður Laugaveginn. „Ég sá mikla göngu fyrir aftan mig. Það var góð mæting og góð stemning í þessu. Þetta er kjarnafólk,“ segir Árni.Sjá einnig: Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri „Það voru náttúrulega lögreglumenn í göngunni, sex til sjö mótorhjólamenn fyrir framan mig og svo öskruðum við þetta niður Laugaveginn: „Sömu kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn.“ Þetta glumdi alveg um allt, en ég held reyndar að það hafi verið fáir að hlusta nema túristarnir.“Hópurinn myndaði göng við Stjórnarráðið.Vísir/GVA„Þetta var frábær kröfuganga. Miklu betri en við þorðum að vona því að spáin var nú ekkert mjög frýnileg.“ Ráðherrar stöldruðu ekki við til þess að ræða við hópinn að sögn Árna. „Nei, nei þau settu frekar undir sig hausinn og löbbuðu inn, buðu góðan daginn samt og svona. Eygló kom að vísu seinna þegar við vorum búin að slíta fundi og spjallaði aðeins.“Sjá einnig: „Höfum sjaldan séð það verra“Hnútur kom á viðræðurnar í gær Nú stendur yfir annað ótímabundna verkfallið í verkfallshrinum SFR og sjúkraliða. Eins og kunnugt er geta lögreglumenn ekki farið í verkfall en svokölluð samstöðupest gerði vart við sig í fyrra ótímabundna verkfallinu sem stóð yfir 15. – 16. október og því mættu fjölmargir þeirra ekki til vinnu.Árni Stefán Jónsson formaður SFR.Vísir/AntonFundað verður í Karphúsinu klukkan 14 í dag. „Það kom í ljós að þegar við komum þarna klukkan eitt í gær vorum við full bjartsýn að þetta myndi ganga áfram,“ viðurkennir Árni Stefán. Samninganefndirnar funduðu um helgina og lauk þeim viðræðum á góðum nótum að mati Árna, báðir aðilar lögðu fram tillögur sem skoðaðar voru gaumgæfilega og samningsvilji ríkti. En þegar samninganefndir Árna og félaga mættu í gær kom babb í bátinn sem þurfti að leysa.Sjá einnig: Víða lokaðar dyr vegna verkfalls: „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir“ Árni getur ekki gefið efnislegar útskýringar á meðan aðilar sitja enn við samningaborð. „Það kom smá bakslag í þetta sem setti hnút á viðræðurnar í allan gærdag. Okkur tókst að vísu að leysa þennan hnút seint í gærkvöldi áður en við hættum. Það þurfti að leysa þennan hnút til að geta haldið áfram og því var lítið annað hægt að gera í gær.“ Árni býst því við að haldið verði áfram á svipuðum slóðum og um helgina. Hann mætir í öllu falli jákvæður til leiks og finnst sem samninganefnd geri það líka. „Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] hefur líka tekið þannig til orða að við séum í alvöru viðræðum og ég get alveg tekið undir þau orð. Það eru engar hindranir í veginum í dag og við ættum að geta haldið áfram.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Sjúkraliðar, lögreglumenn og félagsmenn SFR gengu fylktu liði að Stjórnarráðinu í morgun en gangan var farin frá Hlemmi. Hópurinn hrópaði slagorðin: „Sömu kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn“ og báru borða með slagorðinu. Fánar voru áberandi, bæði litlir og stórir. „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið,“ útskýrir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, en Vísir náði tali af honum strax að kröfufundi loknum nú rétt fyrir 10. Hann fór fremstur í flokki þar sem gangan gekk niður Laugaveginn. „Ég sá mikla göngu fyrir aftan mig. Það var góð mæting og góð stemning í þessu. Þetta er kjarnafólk,“ segir Árni.Sjá einnig: Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri „Það voru náttúrulega lögreglumenn í göngunni, sex til sjö mótorhjólamenn fyrir framan mig og svo öskruðum við þetta niður Laugaveginn: „Sömu kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn.“ Þetta glumdi alveg um allt, en ég held reyndar að það hafi verið fáir að hlusta nema túristarnir.“Hópurinn myndaði göng við Stjórnarráðið.Vísir/GVA„Þetta var frábær kröfuganga. Miklu betri en við þorðum að vona því að spáin var nú ekkert mjög frýnileg.“ Ráðherrar stöldruðu ekki við til þess að ræða við hópinn að sögn Árna. „Nei, nei þau settu frekar undir sig hausinn og löbbuðu inn, buðu góðan daginn samt og svona. Eygló kom að vísu seinna þegar við vorum búin að slíta fundi og spjallaði aðeins.“Sjá einnig: „Höfum sjaldan séð það verra“Hnútur kom á viðræðurnar í gær Nú stendur yfir annað ótímabundna verkfallið í verkfallshrinum SFR og sjúkraliða. Eins og kunnugt er geta lögreglumenn ekki farið í verkfall en svokölluð samstöðupest gerði vart við sig í fyrra ótímabundna verkfallinu sem stóð yfir 15. – 16. október og því mættu fjölmargir þeirra ekki til vinnu.Árni Stefán Jónsson formaður SFR.Vísir/AntonFundað verður í Karphúsinu klukkan 14 í dag. „Það kom í ljós að þegar við komum þarna klukkan eitt í gær vorum við full bjartsýn að þetta myndi ganga áfram,“ viðurkennir Árni Stefán. Samninganefndirnar funduðu um helgina og lauk þeim viðræðum á góðum nótum að mati Árna, báðir aðilar lögðu fram tillögur sem skoðaðar voru gaumgæfilega og samningsvilji ríkti. En þegar samninganefndir Árna og félaga mættu í gær kom babb í bátinn sem þurfti að leysa.Sjá einnig: Víða lokaðar dyr vegna verkfalls: „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir“ Árni getur ekki gefið efnislegar útskýringar á meðan aðilar sitja enn við samningaborð. „Það kom smá bakslag í þetta sem setti hnút á viðræðurnar í allan gærdag. Okkur tókst að vísu að leysa þennan hnút seint í gærkvöldi áður en við hættum. Það þurfti að leysa þennan hnút til að geta haldið áfram og því var lítið annað hægt að gera í gær.“ Árni býst því við að haldið verði áfram á svipuðum slóðum og um helgina. Hann mætir í öllu falli jákvæður til leiks og finnst sem samninganefnd geri það líka. „Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] hefur líka tekið þannig til orða að við séum í alvöru viðræðum og ég get alveg tekið undir þau orð. Það eru engar hindranir í veginum í dag og við ættum að geta haldið áfram.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00