Ósannfærandi Messías Jónas Sen skrifar 31. október 2015 12:00 Dómkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum flutti Messías eftir Handel í Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 28. október. Ekki er ljóst af hverju menn rísa úr sætum sínum þegar hallelújakórinn hefst í Messíasi eftir Handel. Fólk reis oft úr sætum er kraftmiklir kórkaflar byrjuðu í ámóta tónsmíðum í gamla daga. Sennilegast er það bara vegna þess hversu tónlistin er flott og tignarleg. Hvað myndi maður ekki gera ef himnarnir opnuðust og sjálfur Guð almáttugur opinberaði dýrð sína? Fólk stóð einmitt á fætur á rétta augnablikinu á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu þegar hallelújakórinn hófst. Dómkórinn söng, en hann telur venjulega um 50 manns. Hér hafði 30 söngvurum verið bætt við. Það var sennilega ekki nóg. Karlaraddirnar voru rýrar. Auðheyrt var að stjórnandinn, Kári Þormar, hafði lagt talsverða vinnu í að þjálfa raddirnar. Söngurinn var þokkalega nákvæmur, en það dugði ekki til. Karladeildin var svo fámenn að það vantaði tilfinnanlega botninn í heildarhljóminn. Kvenraddirnar voru vissulega nægilega sterkar, en karlarnir engan veginn. Þetta var gallinn við verkið í heild sinni. Messías tekur um tvo klukkutíma í flutningi án hlés. Þar er að finna marga kafla þar sem karlarnir syngja einir. Hálfpínlegt var að heyra þá, sérstaklega þegar tenórarnir voru í aðalhlutverki. Þeir voru svo hjáróma. Konurnar voru betri, enda fjölmennari, en samt skorti ásættanlegan fókus í hljóminn hjá þeim líka. Þetta olli vonbrigðum. Fjórir einsöngvarar komu fram, þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson bassi. Hallveig var frábær. Ég hef sjaldan heyrt hana syngja svona vel. Söngurinn var dillandi og bjartur, svo lifandi og ferskur að það birti alltaf í salnum þegar hún hóf upp raust sína. Oddur var líka magnaður. Lokaarían hans var svo flott að maður fékk gæsahúð. Benedikt söng einnig fallega þótt ekki hafi sópað eins mikið að honum. Söngur Sesselju vakti hins vegar spurningar. Hann var gríðarlega þungur. Það var eins og hún væri fyrst og fremst að hugsa um raddbeitinguna, en ekki anda tónlistarinnar sem hún átti þó að vera að miðla til áheyrenda. Þetta var talsverður ljóður á tónleikunum. Fyrir bragðið var heildarmyndin á einsöngnum ekki sterk. Kammersveit lék á tónleikunum, hún var leidd af Unu Sveinbjarnardóttur konsertmeistara. Hljómsveitin var prýðileg, hún spilaði feilnótulaust og af öryggi. Aftur á móti voru kórinn og hljómsveitin ekki alltaf alveg samtaka, og verður það að skrifast á stjórnandann, sem var nokkuð stífur lengi framan af. Af ofansögðu er ljóst að þetta voru ekki sérlega skemmtilegir tónleikar. Messías er langt verk, og þegar svona margir gallar eru á flutningnum, þá kemst tónlistin aldrei á flug. Það gerði hún svo sannarlega ekki hér.Niðurstaða: Hljómsveitin var góð, en einsöngurinn var ekki alltaf eins og hann átti að vera og kórinn hefði getað verið betri. Útkoman var máttlaus. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dómkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum flutti Messías eftir Handel í Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 28. október. Ekki er ljóst af hverju menn rísa úr sætum sínum þegar hallelújakórinn hefst í Messíasi eftir Handel. Fólk reis oft úr sætum er kraftmiklir kórkaflar byrjuðu í ámóta tónsmíðum í gamla daga. Sennilegast er það bara vegna þess hversu tónlistin er flott og tignarleg. Hvað myndi maður ekki gera ef himnarnir opnuðust og sjálfur Guð almáttugur opinberaði dýrð sína? Fólk stóð einmitt á fætur á rétta augnablikinu á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu þegar hallelújakórinn hófst. Dómkórinn söng, en hann telur venjulega um 50 manns. Hér hafði 30 söngvurum verið bætt við. Það var sennilega ekki nóg. Karlaraddirnar voru rýrar. Auðheyrt var að stjórnandinn, Kári Þormar, hafði lagt talsverða vinnu í að þjálfa raddirnar. Söngurinn var þokkalega nákvæmur, en það dugði ekki til. Karladeildin var svo fámenn að það vantaði tilfinnanlega botninn í heildarhljóminn. Kvenraddirnar voru vissulega nægilega sterkar, en karlarnir engan veginn. Þetta var gallinn við verkið í heild sinni. Messías tekur um tvo klukkutíma í flutningi án hlés. Þar er að finna marga kafla þar sem karlarnir syngja einir. Hálfpínlegt var að heyra þá, sérstaklega þegar tenórarnir voru í aðalhlutverki. Þeir voru svo hjáróma. Konurnar voru betri, enda fjölmennari, en samt skorti ásættanlegan fókus í hljóminn hjá þeim líka. Þetta olli vonbrigðum. Fjórir einsöngvarar komu fram, þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson bassi. Hallveig var frábær. Ég hef sjaldan heyrt hana syngja svona vel. Söngurinn var dillandi og bjartur, svo lifandi og ferskur að það birti alltaf í salnum þegar hún hóf upp raust sína. Oddur var líka magnaður. Lokaarían hans var svo flott að maður fékk gæsahúð. Benedikt söng einnig fallega þótt ekki hafi sópað eins mikið að honum. Söngur Sesselju vakti hins vegar spurningar. Hann var gríðarlega þungur. Það var eins og hún væri fyrst og fremst að hugsa um raddbeitinguna, en ekki anda tónlistarinnar sem hún átti þó að vera að miðla til áheyrenda. Þetta var talsverður ljóður á tónleikunum. Fyrir bragðið var heildarmyndin á einsöngnum ekki sterk. Kammersveit lék á tónleikunum, hún var leidd af Unu Sveinbjarnardóttur konsertmeistara. Hljómsveitin var prýðileg, hún spilaði feilnótulaust og af öryggi. Aftur á móti voru kórinn og hljómsveitin ekki alltaf alveg samtaka, og verður það að skrifast á stjórnandann, sem var nokkuð stífur lengi framan af. Af ofansögðu er ljóst að þetta voru ekki sérlega skemmtilegir tónleikar. Messías er langt verk, og þegar svona margir gallar eru á flutningnum, þá kemst tónlistin aldrei á flug. Það gerði hún svo sannarlega ekki hér.Niðurstaða: Hljómsveitin var góð, en einsöngurinn var ekki alltaf eins og hann átti að vera og kórinn hefði getað verið betri. Útkoman var máttlaus.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira