Frakkar brjálaðir yfir ummælum Jeb Bush Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2015 14:00 Forsetaframboð Jeb Bush er í bullandi vandræðum. Vísir/Getty Fyrrverandi ríkisstjóri Florída og einn af frambjóðendum Repúblikana til forseta í Bandaríkjunum þótti ekki eiga góðan dag í þriðju kappræðum Rebúblikana. Ekki hefur það skánað því að nú eru Frakkar ævareiðir út í Bush fyrir að gera grín að vinnusiðferði Frakka. Bush hélt því fram í kappræðunum að Öldungadeild bandaríska þingsins væri ekki mjög afkastamikil og líkti hann vinnuviku öldungardeildarþingmanna við það sem hann kallaði franska vinnuviku þar sem aðeins væri mætt í vinnuna þrjá daga í viku. Starfsmönnum framboðs Bush þótti þetta reyndar svo sniðug ummæli að þeir klipptu myndbrot af því saman og settu á Twitter-reikning Bush.French Work Week vs. Real Accomplishments. #GOPDebate https://t.co/24yQ2bMGmF— Jeb Bush (@JebBush) October 29, 2015 Gérard Araud, sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum var þó ekki á eitt sáttur með þetta og var fljótur að mæta á Twitter til að hrekja fullyrðingar Bush.In any country, electoral campaigns offer the opportuniity for a lot of bombastic nonsense. Let's be indulgent. https://t.co/fRyjoYYYjn— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 The French work an average of 39,6 hours a week compared to 39,2 for the Germans. https://t.co/22yUVpQbq7— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 A French work week of 3 days? No but a pregnancy paid leave of 16 weeks yes! And proud of it.— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 Franska blaðið Local var fljótt að benda á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Frakkland er notað til þess að gera lítið úr öðrum frambjóðendum í Bandaríkjunum og því til stuðnings benti blaðið á auglýsingaherfreð New Ginrich til höfuðs Mitt Romney fyrir forsetakosningarnar 2012 þar sem gert var grín að Romney fyrir að tala reiprennandi frönsku. Samskiptastjóri Bush, Tim Miller, lét hafa það eftir sér að starsfólk forsetaframboð hans hefði ekki miklar áhyggjur af mótbárum Frakka og að Bush ynni umtalsvert meira en 40 stundir í hverri viku. Miller endurtísti svo eftirfarandi tísti frá blaðamanninum Kelsey Rupp.A look inside the "French work week" of the U.S. Senate #news https://t.co/C60YzrLuWS— Kelsey Rupp (@KelseyRupp) October 29, 2015 Blaðakonan Laura Hain frá frönsku sjónvarpsstöðinni Canal+ spurði blaðafulltrúa Hvíta hússins út í þessi ummæli Bush. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af ummælum Bush og sagðist vona að Frakkar hefðu ekki tekið ummælunum persónulega. Jeb Bush þykir hafa staðið sig illa í kappræðum Repúblikana og telja margir að framboð hans sé í miklum vandræðum á meðan Marco Rubio og Ted Cruz, hans helstu keppinautar, þykja hafa verið sigurvegarar kappræðnanna sem fóru fram sl. miðvikudag. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Aukin harka í kappræðunum Skurðlæknirinn Carson hefur saxað á forskot Donalds Trumps í skoðanakönnunum. Enda hafa yfirlýsingar Carsons líka vakið athygli fyrir glannaskap. 30. október 2015 09:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fyrrverandi ríkisstjóri Florída og einn af frambjóðendum Repúblikana til forseta í Bandaríkjunum þótti ekki eiga góðan dag í þriðju kappræðum Rebúblikana. Ekki hefur það skánað því að nú eru Frakkar ævareiðir út í Bush fyrir að gera grín að vinnusiðferði Frakka. Bush hélt því fram í kappræðunum að Öldungadeild bandaríska þingsins væri ekki mjög afkastamikil og líkti hann vinnuviku öldungardeildarþingmanna við það sem hann kallaði franska vinnuviku þar sem aðeins væri mætt í vinnuna þrjá daga í viku. Starfsmönnum framboðs Bush þótti þetta reyndar svo sniðug ummæli að þeir klipptu myndbrot af því saman og settu á Twitter-reikning Bush.French Work Week vs. Real Accomplishments. #GOPDebate https://t.co/24yQ2bMGmF— Jeb Bush (@JebBush) October 29, 2015 Gérard Araud, sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum var þó ekki á eitt sáttur með þetta og var fljótur að mæta á Twitter til að hrekja fullyrðingar Bush.In any country, electoral campaigns offer the opportuniity for a lot of bombastic nonsense. Let's be indulgent. https://t.co/fRyjoYYYjn— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 The French work an average of 39,6 hours a week compared to 39,2 for the Germans. https://t.co/22yUVpQbq7— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 A French work week of 3 days? No but a pregnancy paid leave of 16 weeks yes! And proud of it.— Gérard Araud (@GerardAraud) October 29, 2015 Franska blaðið Local var fljótt að benda á að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Frakkland er notað til þess að gera lítið úr öðrum frambjóðendum í Bandaríkjunum og því til stuðnings benti blaðið á auglýsingaherfreð New Ginrich til höfuðs Mitt Romney fyrir forsetakosningarnar 2012 þar sem gert var grín að Romney fyrir að tala reiprennandi frönsku. Samskiptastjóri Bush, Tim Miller, lét hafa það eftir sér að starsfólk forsetaframboð hans hefði ekki miklar áhyggjur af mótbárum Frakka og að Bush ynni umtalsvert meira en 40 stundir í hverri viku. Miller endurtísti svo eftirfarandi tísti frá blaðamanninum Kelsey Rupp.A look inside the "French work week" of the U.S. Senate #news https://t.co/C60YzrLuWS— Kelsey Rupp (@KelseyRupp) October 29, 2015 Blaðakonan Laura Hain frá frönsku sjónvarpsstöðinni Canal+ spurði blaðafulltrúa Hvíta hússins út í þessi ummæli Bush. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af ummælum Bush og sagðist vona að Frakkar hefðu ekki tekið ummælunum persónulega. Jeb Bush þykir hafa staðið sig illa í kappræðum Repúblikana og telja margir að framboð hans sé í miklum vandræðum á meðan Marco Rubio og Ted Cruz, hans helstu keppinautar, þykja hafa verið sigurvegarar kappræðnanna sem fóru fram sl. miðvikudag.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Aukin harka í kappræðunum Skurðlæknirinn Carson hefur saxað á forskot Donalds Trumps í skoðanakönnunum. Enda hafa yfirlýsingar Carsons líka vakið athygli fyrir glannaskap. 30. október 2015 09:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00
Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45
Aukin harka í kappræðunum Skurðlæknirinn Carson hefur saxað á forskot Donalds Trumps í skoðanakönnunum. Enda hafa yfirlýsingar Carsons líka vakið athygli fyrir glannaskap. 30. október 2015 09:00
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07