Sonur þjálfarans fékk þriggja milljóna sekt fyrir að kasta púða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2015 09:00 Austin Rivers. Vísir/EPA Austin Rivers, bakvörður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta, fékk stóra sekt eftir framkomu sína í fyrsta leik tímabilsins og það þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar um leið. Austin Rivers, sem er sonur þjálfara Clippers-liðsins, Doc Rivers, missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar hlé var á leik Los Angeles Clippers og Sacramento Kings á miðvikudagskvöldið. Rivers kastaði sætispúða aftur fyrir sig og hann flaug lengst upp í stúku og lenti á einum áhorfenda. NBA ákvað að sekta leikmanninn um 25 þúsund dollara eða um 3,2 milljónir íslenskra króna. „Púðinn var léttur og hann flaug langt. Ég horfði ekki á hvert hann fór. Ég stóð síðan upp og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að gera þetta. Ég reyndi að segja NBA þetta," sagði Austin Rivers þegar hann frétti af sektinni. „Svona hefur aldrei gerst áður hjá mér. Ég er ekki þekktur fyrir að kasta hlutum. Þetta er óheppilegt en maður verður bara að læra af þessu og passa upp að taka ekki út reiði sína með þessum hætti," sagði Austin Rivers sem gerði sitt og gott betur til að leiðrétta mistök sín. Austin Rivers hafði nefnilega upp á hinum óheppna áhorfanda sem fékk púðann í sig og bauð henni og fjölskyldu hennar baksviðs þar sem hann bað hana afsökunar og sat síðan fyrir á mynd með þeim öllum. „Engin áhorfandi á þurfa að hafa áhyggjur af því að fá eitthvað í andlitið. Það var ekki ætlun mín að meiða neinn. Hún tók þessu mjög vel. Þetta var slys og ég var ekki að henda neinu í einhvern," sagði Rivers sem var ekki sáttur með upphæðina. "Þessi sekt er hærri en þegar ég var rekinn út í leik fyrir tveimur árum" sagði Rivers að lokum.Video of Austin Rivers tossing a seat cushion into the crowd pic.twitter.com/VwviCwC3Wx— Dan Feldman (@DanFeldmanNBA) October 30, 2015 NBA Tengdar fréttir NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00 NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Austin Rivers, bakvörður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta, fékk stóra sekt eftir framkomu sína í fyrsta leik tímabilsins og það þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar um leið. Austin Rivers, sem er sonur þjálfara Clippers-liðsins, Doc Rivers, missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar hlé var á leik Los Angeles Clippers og Sacramento Kings á miðvikudagskvöldið. Rivers kastaði sætispúða aftur fyrir sig og hann flaug lengst upp í stúku og lenti á einum áhorfenda. NBA ákvað að sekta leikmanninn um 25 þúsund dollara eða um 3,2 milljónir íslenskra króna. „Púðinn var léttur og hann flaug langt. Ég horfði ekki á hvert hann fór. Ég stóð síðan upp og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að gera þetta. Ég reyndi að segja NBA þetta," sagði Austin Rivers þegar hann frétti af sektinni. „Svona hefur aldrei gerst áður hjá mér. Ég er ekki þekktur fyrir að kasta hlutum. Þetta er óheppilegt en maður verður bara að læra af þessu og passa upp að taka ekki út reiði sína með þessum hætti," sagði Austin Rivers sem gerði sitt og gott betur til að leiðrétta mistök sín. Austin Rivers hafði nefnilega upp á hinum óheppna áhorfanda sem fékk púðann í sig og bauð henni og fjölskyldu hennar baksviðs þar sem hann bað hana afsökunar og sat síðan fyrir á mynd með þeim öllum. „Engin áhorfandi á þurfa að hafa áhyggjur af því að fá eitthvað í andlitið. Það var ekki ætlun mín að meiða neinn. Hún tók þessu mjög vel. Þetta var slys og ég var ekki að henda neinu í einhvern," sagði Rivers sem var ekki sáttur með upphæðina. "Þessi sekt er hærri en þegar ég var rekinn út í leik fyrir tveimur árum" sagði Rivers að lokum.Video of Austin Rivers tossing a seat cushion into the crowd pic.twitter.com/VwviCwC3Wx— Dan Feldman (@DanFeldmanNBA) October 30, 2015
NBA Tengdar fréttir NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00 NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00
NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00