Hoppaði af kæti þegar ég frétti að við yrðum með Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. nóvember 2015 09:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir á einu stórmóta sinna. Mynd/AFP Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttur voru báðar valdar í úrvalslið Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Indianapolis. Þar keppa margar af skærustu sundstjörnum heims. „Þetta er alveg geðveikt,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir kampakát í samtali við Fréttablaðið, en íslenska sunddrottningin og Ólympíufarinn var valin, ásamt Hrafnhildi Lúthersdóttur, í úrvalslið Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Einvíginu í lauginni í byrjun desember. „Ég frétti af þessu fyrir svona mánuði en nafnalistinn var ekki gefinn út fyrr en núna. Þarna verður fullt af stjörnum. Ég hoppaði alveg af kæti þegar ég frétti að við yrðum með og ætlaði varla að trúa þessu. Þetta er alveg frekar stórt mót,“ segir Eygló. Einvígið í lauginni (e. Duel in the Pool) er keppni sem fram fer annað hvert ár og er eins konar Ryder-bikar í sundinu þar sem bestu sundmenn Bandaríkjanna og Evrópu mætast. Fyrst var keppt árið 2003 en í fyrstu þrjú skiptin mættust Bandaríkin og Ástralía.Skærustu stjörnur heims Bandaríkin og Evrópa hafa mæst þrisvar sinnum og Bandaríkin haft betur í öll skiptin. Fyrir tveimur árum í Skotlandi þurfti þó bráðabana til að skilja á milli liðanna en þar kom bandaríska sveitin í 4x50 metra fjórsundi á undan í mark á nýju heimsmeti. Það er ekki ofsögum sagt að Eygló og Hrafnhildur verða þarna í stjörnufans. Það má alveg leiða að því líkur að stöllurnar hafi kiknað aðeins í hnjánum þegar þær sáu listann yfir skipan liðanna. Bara til að gefa lesendum smá hugmynd um hversu stórt þetta er þá eru með Hrafnhildi og Eygló í liði ungverska járnfrúin Katinka Hosszú sem er ósnertanleg í fjórsundi, Ranomi Kromowidjojo, hollenskur Ólympíumeistari í 50 og 100 metra skriðsundi, og Dániel Guyrta, Ungverji sem er heimsmethafi í 200 metra bringusundi. Í bandaríska liðinu eru bæði Missy Franklin og Ryan Lochte. Það á í raun ekkert að þurfa að segja meira. Segjum samt aðeins meira. Franklin er aðeins tvítug en er samt fjórfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur gullverðlaunahafi á HM. Lochte hefur lengi verið næstbesti sundmaður Bandaríkjanna á eftir Michael Phelps og á að baki fimm Ólympíugull og 39 gull á HM.Æfingar á landi að skila sér „Þarna verður einfaldlega samansafn af besta sundfólki heims og því öllu skellt saman í eitt mót. Við Hrafnhildur verðum örugglega í sjokki að vera í kringum þessar stjörnur en það verður bara gaman,“ segir Eygló. Hún keppir um næstu helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug og svo á EM í 25 metra laug áður en kemur að veislunni í Indianapolis í Bandaríkjunum. „Við erum bara að æfa fyrir EM núna á fullu. Næsta ár er svo Ólympíuár þannig að allir eru að einbeita sér að því. Það verður spennandi að sjá hvað gerist,“ segir Eygló. Þessi gríðarlega efnilega sundkona rakaði saman verðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug fyrr á árinu og komst svo í úrslit á HM í Rússlandi í sumar líkt og Hrafnhildur sem gerði það tvívegis. Hverju þakkar hún þennan árangur? „Ég hef ekki breytt miklu í sundinu sjálfu en ég geri meira af brakkaþreki og æfingum á landi ef þannig má að orði komast. Ég er í mun meiri þrekæfingum og lyftingum og það hefur komið sterkt inn,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttur voru báðar valdar í úrvalslið Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Indianapolis. Þar keppa margar af skærustu sundstjörnum heims. „Þetta er alveg geðveikt,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir kampakát í samtali við Fréttablaðið, en íslenska sunddrottningin og Ólympíufarinn var valin, ásamt Hrafnhildi Lúthersdóttur, í úrvalslið Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Einvíginu í lauginni í byrjun desember. „Ég frétti af þessu fyrir svona mánuði en nafnalistinn var ekki gefinn út fyrr en núna. Þarna verður fullt af stjörnum. Ég hoppaði alveg af kæti þegar ég frétti að við yrðum með og ætlaði varla að trúa þessu. Þetta er alveg frekar stórt mót,“ segir Eygló. Einvígið í lauginni (e. Duel in the Pool) er keppni sem fram fer annað hvert ár og er eins konar Ryder-bikar í sundinu þar sem bestu sundmenn Bandaríkjanna og Evrópu mætast. Fyrst var keppt árið 2003 en í fyrstu þrjú skiptin mættust Bandaríkin og Ástralía.Skærustu stjörnur heims Bandaríkin og Evrópa hafa mæst þrisvar sinnum og Bandaríkin haft betur í öll skiptin. Fyrir tveimur árum í Skotlandi þurfti þó bráðabana til að skilja á milli liðanna en þar kom bandaríska sveitin í 4x50 metra fjórsundi á undan í mark á nýju heimsmeti. Það er ekki ofsögum sagt að Eygló og Hrafnhildur verða þarna í stjörnufans. Það má alveg leiða að því líkur að stöllurnar hafi kiknað aðeins í hnjánum þegar þær sáu listann yfir skipan liðanna. Bara til að gefa lesendum smá hugmynd um hversu stórt þetta er þá eru með Hrafnhildi og Eygló í liði ungverska járnfrúin Katinka Hosszú sem er ósnertanleg í fjórsundi, Ranomi Kromowidjojo, hollenskur Ólympíumeistari í 50 og 100 metra skriðsundi, og Dániel Guyrta, Ungverji sem er heimsmethafi í 200 metra bringusundi. Í bandaríska liðinu eru bæði Missy Franklin og Ryan Lochte. Það á í raun ekkert að þurfa að segja meira. Segjum samt aðeins meira. Franklin er aðeins tvítug en er samt fjórfaldur Ólympíumeistari og ellefufaldur gullverðlaunahafi á HM. Lochte hefur lengi verið næstbesti sundmaður Bandaríkjanna á eftir Michael Phelps og á að baki fimm Ólympíugull og 39 gull á HM.Æfingar á landi að skila sér „Þarna verður einfaldlega samansafn af besta sundfólki heims og því öllu skellt saman í eitt mót. Við Hrafnhildur verðum örugglega í sjokki að vera í kringum þessar stjörnur en það verður bara gaman,“ segir Eygló. Hún keppir um næstu helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug og svo á EM í 25 metra laug áður en kemur að veislunni í Indianapolis í Bandaríkjunum. „Við erum bara að æfa fyrir EM núna á fullu. Næsta ár er svo Ólympíuár þannig að allir eru að einbeita sér að því. Það verður spennandi að sjá hvað gerist,“ segir Eygló. Þessi gríðarlega efnilega sundkona rakaði saman verðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug fyrr á árinu og komst svo í úrslit á HM í Rússlandi í sumar líkt og Hrafnhildur sem gerði það tvívegis. Hverju þakkar hún þennan árangur? „Ég hef ekki breytt miklu í sundinu sjálfu en ég geri meira af brakkaþreki og æfingum á landi ef þannig má að orði komast. Ég er í mun meiri þrekæfingum og lyftingum og það hefur komið sterkt inn,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira