Landsliðshópurinn skiptist í tvo hópa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Mynd/Knattspyrnusamband Íslands Níu leikmenn fá nú tækifæri til að sýna sig og sanna með landsliðinu í æfingaleikjum gegn Póllandi og Slóvakíu en ungur leikmannahópur var valinn í gær. Undirbúningurinn fyrir EM í Frakklandi er nú formlega hafinn en í gær var valinn landsliðshópurinn fyrir fyrstu æfingaleikina, sem verða að öllum líkindum alls átta talsins áður en lokakeppnin hefst í júní. Ísland mætir Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum en það verður ungt íslenskt landslið sem mætir þessum sterkum þjóðum í þeim leikjum. Landsliðið skiptist í tvo hópa. Annars vegar leikmenn 26 ára og eldri sem voru lykilmenn í nýliðinni undankeppni EM og hins vegar yngri hópinn sem hefur að langmestu leyti staðið fyrir utan. Aðeins tveir leikmenn í liðinu eru yfir þrítugu. „Við hefðum viljað taka þessa ungu leikmenn inn í hópinn miklu fyrr og oftar. En staðan í hópnum og mikilvægi leikja hefur komið í veg fyrir það,“ segir Heimir en það þótti ekki mikil ástæða til að hrista upp í landsliðshópnum á milli leikja í síðustu undankeppni, enda velgengni íslenska liðsins mikil. „Við völdum stöðugleikann fram yfir að skoða leikmenn. Við höfum verið mjög ánægðir með hópinn sem við höfum verið með en metum það svo að nú sé rétti tíminn til að sýna mönnum að þeir eiga enn möguleika á að komast í hópinn fyrir lokakeppnina.“Vantaði ekki unga menn í liðið Kynslóðabilið í leikmannahópi Íslands er afar skýrt. Í hópnum eru tólf leikmenn fæddir 1989 eða fyrr sem eiga samtals að baki 360 leiki. Þá eru ellefu leikmenn fæddir 1990 eða síðar sem eiga samtals 63 leiki – þar af eiga sóknarmennirnir Kolbeinn Sigþórsson 30 og Jón Daði Böðvarsson sautján. Heimir segir að frammistaða Íslands í nýliðinni undankeppni sýni að það hafi ekki vantað leikmenn úr síðari hópnum í íslenska landsliðið. „Ef við horfum til framtíðar þá er gott að setja nýja leikmenn inn í okkar leikkerfi og leyfa þeim að kynnast landsliðsumhverfinu. Það er gott að geta yngt liðið upp þegar tækifæri gefst en landsliðið hefur hingað til alls ekki verið of gamalt.“ Landsliðið var einnig valið nú með það í huga að ekki geta allir gefið kost á sér í æfingaleikina í janúar. Þá munu liðinu aðeins standa til boða leikmenn sem spila á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Af þeim ástæðum eru leikmenn eins og Hörður Björgvin Magnússon, sem spilar með Cesena á Ítalíu, og Hjörtur Hermannsson hjá PSV í Hollandi í liðinu nú. Það eru því fleiri leikmenn sem spila á Norðurlöndunum sem ekki voru valdir nú en fá líklega tækifærið í janúar.Skýrari mynd í mars Enn liggur ekki fyrir hvaða liðum Ísland mætir eftir áramót en Heimir segir að reikna megi með að í leikjunum í mars verði komin ákveðin mynd á þann hóp sem fer á EM. „Í mars fáum við bara fimm æfingar með leikmönnum og tvo leiki. Þá þurfum við að vera með nokkuð góða mynd af því hvaða leikmenn við ætlum með til Frakklands. Við erum því að hvetja menn til að taka framförum eins fljótt og mögulegt er og standa sig eins vel og hægt er með sínum félagsliðum.“ Hann segir að það sé stór hópur leikmanna sem komi til greina fyrir EM í Frakklandi og að það verði vel fylgst með þeim í vetur. „Við viljum að þessi hópur sé sem stærstur og þess vegna veljum við þennan hóp í dag. Við viljum að hann stækki enn frekar og batni.“ EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Sjá meira
Níu leikmenn fá nú tækifæri til að sýna sig og sanna með landsliðinu í æfingaleikjum gegn Póllandi og Slóvakíu en ungur leikmannahópur var valinn í gær. Undirbúningurinn fyrir EM í Frakklandi er nú formlega hafinn en í gær var valinn landsliðshópurinn fyrir fyrstu æfingaleikina, sem verða að öllum líkindum alls átta talsins áður en lokakeppnin hefst í júní. Ísland mætir Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum en það verður ungt íslenskt landslið sem mætir þessum sterkum þjóðum í þeim leikjum. Landsliðið skiptist í tvo hópa. Annars vegar leikmenn 26 ára og eldri sem voru lykilmenn í nýliðinni undankeppni EM og hins vegar yngri hópinn sem hefur að langmestu leyti staðið fyrir utan. Aðeins tveir leikmenn í liðinu eru yfir þrítugu. „Við hefðum viljað taka þessa ungu leikmenn inn í hópinn miklu fyrr og oftar. En staðan í hópnum og mikilvægi leikja hefur komið í veg fyrir það,“ segir Heimir en það þótti ekki mikil ástæða til að hrista upp í landsliðshópnum á milli leikja í síðustu undankeppni, enda velgengni íslenska liðsins mikil. „Við völdum stöðugleikann fram yfir að skoða leikmenn. Við höfum verið mjög ánægðir með hópinn sem við höfum verið með en metum það svo að nú sé rétti tíminn til að sýna mönnum að þeir eiga enn möguleika á að komast í hópinn fyrir lokakeppnina.“Vantaði ekki unga menn í liðið Kynslóðabilið í leikmannahópi Íslands er afar skýrt. Í hópnum eru tólf leikmenn fæddir 1989 eða fyrr sem eiga samtals að baki 360 leiki. Þá eru ellefu leikmenn fæddir 1990 eða síðar sem eiga samtals 63 leiki – þar af eiga sóknarmennirnir Kolbeinn Sigþórsson 30 og Jón Daði Böðvarsson sautján. Heimir segir að frammistaða Íslands í nýliðinni undankeppni sýni að það hafi ekki vantað leikmenn úr síðari hópnum í íslenska landsliðið. „Ef við horfum til framtíðar þá er gott að setja nýja leikmenn inn í okkar leikkerfi og leyfa þeim að kynnast landsliðsumhverfinu. Það er gott að geta yngt liðið upp þegar tækifæri gefst en landsliðið hefur hingað til alls ekki verið of gamalt.“ Landsliðið var einnig valið nú með það í huga að ekki geta allir gefið kost á sér í æfingaleikina í janúar. Þá munu liðinu aðeins standa til boða leikmenn sem spila á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Af þeim ástæðum eru leikmenn eins og Hörður Björgvin Magnússon, sem spilar með Cesena á Ítalíu, og Hjörtur Hermannsson hjá PSV í Hollandi í liðinu nú. Það eru því fleiri leikmenn sem spila á Norðurlöndunum sem ekki voru valdir nú en fá líklega tækifærið í janúar.Skýrari mynd í mars Enn liggur ekki fyrir hvaða liðum Ísland mætir eftir áramót en Heimir segir að reikna megi með að í leikjunum í mars verði komin ákveðin mynd á þann hóp sem fer á EM. „Í mars fáum við bara fimm æfingar með leikmönnum og tvo leiki. Þá þurfum við að vera með nokkuð góða mynd af því hvaða leikmenn við ætlum með til Frakklands. Við erum því að hvetja menn til að taka framförum eins fljótt og mögulegt er og standa sig eins vel og hægt er með sínum félagsliðum.“ Hann segir að það sé stór hópur leikmanna sem komi til greina fyrir EM í Frakklandi og að það verði vel fylgst með þeim í vetur. „Við viljum að þessi hópur sé sem stærstur og þess vegna veljum við þennan hóp í dag. Við viljum að hann stækki enn frekar og batni.“
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Sjá meira