„Feitar“ íslenskar stelpur svara fyrir sig: „Good luck getting laid in Iceland“ Bjarki Ármannsson skrifar 6. nóvember 2015 22:25 Margar íslenskar konur hafa brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði. Vísir Óhætt er að segja að ummæli Austurríkismannanna Thomas Meneweger og Peter Kreyci í samtali við blaðamann Vísis á Airwaves-hátíðinni í gær hafi ekki slegið í gegn meðal íslenskra netverja. Þeir félagar voru spurðir út í upplifun sína af Íslandi og bar holdafar íslenskra kvenna meðal annars á góma.Thomas og Peter gleyma ferð sinni til Íslands sennilega ekki í bráð.Vísir/KTD„Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ sagði Peter. Þetta þótti mörgum lesendum stórmerkileg athugasemd, kannski ekki síst í ljósi þess að þeir Peter og Thomas voru sjálfir að borða skyndibita þegar blaðamann bar að garði. „Ég er ekki stelpa,“ sagði Peter þegar honum var bent á þetta. Margir hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt þá félaga (og raunar Vísi líka) fyrir þessi ummæli sem Peter hafði eftir óþekktum íslenskum vini. Vilja margir meina að þau beri merki um kvenfyrirlitningu og hafa margar íslenskar konur brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði til að hæðast að honum. Margar hafa deilt myndum sínum og skilaboðum á Facebook-hópinn Beauty Tips eða á sínar eigin síður. Nokkrar vel valdar eru birtar hér að neðan, með leyfi eigenda myndanna.Þær Brynja og Heiður Anna fengu sér pítsu og merktu Peter á myndinni.Just two "a bit too fat" icelandic girls eating 2 much skyndibitiPosted by Brynja Helgadóttir on 6. nóvember 2015Mynd/Nanna HermannsdóttirNanna Hermannsdóttir fékk sér hamborgara og óskaði þeim félögum í einkaskilaboðum góðs gengis með að komast á sjéns á Íslandi.Mynd/Þórhildur Sunna ÆvarsdóttirÞórhildur og vinkona segja skál við Peter - með munninn fullan af frönskum.Mynd/Linda Steinarsdóttir„Nennir einhver að segja þeim að troða þessum frönskum upp í rassgatið á sér,“ spurði Linda með þessari mynd á Beauty Tips. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Óhætt er að segja að ummæli Austurríkismannanna Thomas Meneweger og Peter Kreyci í samtali við blaðamann Vísis á Airwaves-hátíðinni í gær hafi ekki slegið í gegn meðal íslenskra netverja. Þeir félagar voru spurðir út í upplifun sína af Íslandi og bar holdafar íslenskra kvenna meðal annars á góma.Thomas og Peter gleyma ferð sinni til Íslands sennilega ekki í bráð.Vísir/KTD„Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ sagði Peter. Þetta þótti mörgum lesendum stórmerkileg athugasemd, kannski ekki síst í ljósi þess að þeir Peter og Thomas voru sjálfir að borða skyndibita þegar blaðamann bar að garði. „Ég er ekki stelpa,“ sagði Peter þegar honum var bent á þetta. Margir hafa á samfélagsmiðlum gagnrýnt þá félaga (og raunar Vísi líka) fyrir þessi ummæli sem Peter hafði eftir óþekktum íslenskum vini. Vilja margir meina að þau beri merki um kvenfyrirlitningu og hafa margar íslenskar konur brugðið á það ráð að senda Peter myndir af sér að slafra í sig ýmis konar ruslfæði til að hæðast að honum. Margar hafa deilt myndum sínum og skilaboðum á Facebook-hópinn Beauty Tips eða á sínar eigin síður. Nokkrar vel valdar eru birtar hér að neðan, með leyfi eigenda myndanna.Þær Brynja og Heiður Anna fengu sér pítsu og merktu Peter á myndinni.Just two "a bit too fat" icelandic girls eating 2 much skyndibitiPosted by Brynja Helgadóttir on 6. nóvember 2015Mynd/Nanna HermannsdóttirNanna Hermannsdóttir fékk sér hamborgara og óskaði þeim félögum í einkaskilaboðum góðs gengis með að komast á sjéns á Íslandi.Mynd/Þórhildur Sunna ÆvarsdóttirÞórhildur og vinkona segja skál við Peter - með munninn fullan af frönskum.Mynd/Linda Steinarsdóttir„Nennir einhver að segja þeim að troða þessum frönskum upp í rassgatið á sér,“ spurði Linda með þessari mynd á Beauty Tips.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15